Það var samt enginn að tala um öll misheppnuðu skotin og alla töpuðu boltana hjá Westbroo eftir sigur á sterku lið Utah Jazz í nótt.
Westbrook setti þá einn besta varnarmann deildarinnar á plakat þegar hann tróð með tilþrifum yfir franska miðherjann Rudy Gobert sem er 216 sentimetrar á hæð.
Gobert braut líka á Westbrook sem fékk víti að auki. Áður en hann tók það þá fékk Utah liðið víti því Westbrook fékk tæknivíti fyrir að fagna troðslunni sinni aðeins of mikið að mati dómarann.
Lakers liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn þrátt fyrir að LeBron James væri að skila flottum tölum.
Westbrook endaði leikinn með 15 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Misheppnuðu skotin voru níu talsins og töpuðu boltarnir aðeins tveir.
Það má sjá þessa troðslu frá skemmtilegu sjónarhorni hér fyrir ofan og fyrir neðan frá öðru sjónarhorni.

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.