Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 18. janúar 2022 11:03 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. Bjarni var harðlega gagnrýndur af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í gær á Alþingi. Kröfðust þau svara við því hvort Bjarni væri í fríi eða ekki þegar í ljós kom að hann var fjarverandi. Upplýst var við upphaf þingfundar í gær að Þórdís myndi mæla fyrir frumvarpi Bjarna til stuðnings fyrirtækja í veitingarekstri vegna áframhaldandi óvissu í atvinnulífi vegna Covid-19 faraldursins, sem snýr að frestun allt að tveggja greiðslna á afdreginni staðgreiðslu launa og tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022. Von á Bjarna á næstu dögum Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. Heimir Már Pétursson fréttamaður náði tali af Þórdísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem hann spurði hana út í gagnrýni á fjarveru Bjarna. Hún gerir ekki athugasemdir við fjarveru hans. „Þetta frumvarp í gær var ekki mjög flókið í sniðum. Þetta snerist um að fresta ákveðnum gjalddögum. Var vissulega dagsetningarmál þar sem eindaginn var í gær. Þingið leysti það farsællega. Ég geri engar sérstakar athugasemdir við það, hvort sem það eru ráðherrar, fjölmiðlafólk, stjórnarandstöðuþingmenn eða aðrir taki sér nokkra daga frí með fjölskyldu sinni erlendis. Það er mín skoðun.“ Hann er náttúrulega oddviti eins af þremur flokkum í ríkisstjórn sem er að glíma við faraldur og þarf að huga vel að honum frá degi til dags? „Já, og það höfum við gert núna í bráðum tvö ár,“ sagði Þórdís. Aðspurð að því hvenær hún ætti von á Bjarna aftur til landsins sagði Þórdís reikna með að hann kæmi aftur á næstu dögum. „Ég er bara ekki alveg klár á því en ég held að það séu bara einhverjir örfáir sólarhringar. Ég bara veit það ekki hvort það er á morgun eða hinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Bjarni var harðlega gagnrýndur af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í gær á Alþingi. Kröfðust þau svara við því hvort Bjarni væri í fríi eða ekki þegar í ljós kom að hann var fjarverandi. Upplýst var við upphaf þingfundar í gær að Þórdís myndi mæla fyrir frumvarpi Bjarna til stuðnings fyrirtækja í veitingarekstri vegna áframhaldandi óvissu í atvinnulífi vegna Covid-19 faraldursins, sem snýr að frestun allt að tveggja greiðslna á afdreginni staðgreiðslu launa og tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022. Von á Bjarna á næstu dögum Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. Heimir Már Pétursson fréttamaður náði tali af Þórdísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem hann spurði hana út í gagnrýni á fjarveru Bjarna. Hún gerir ekki athugasemdir við fjarveru hans. „Þetta frumvarp í gær var ekki mjög flókið í sniðum. Þetta snerist um að fresta ákveðnum gjalddögum. Var vissulega dagsetningarmál þar sem eindaginn var í gær. Þingið leysti það farsællega. Ég geri engar sérstakar athugasemdir við það, hvort sem það eru ráðherrar, fjölmiðlafólk, stjórnarandstöðuþingmenn eða aðrir taki sér nokkra daga frí með fjölskyldu sinni erlendis. Það er mín skoðun.“ Hann er náttúrulega oddviti eins af þremur flokkum í ríkisstjórn sem er að glíma við faraldur og þarf að huga vel að honum frá degi til dags? „Já, og það höfum við gert núna í bráðum tvö ár,“ sagði Þórdís. Aðspurð að því hvenær hún ætti von á Bjarna aftur til landsins sagði Þórdís reikna með að hann kæmi aftur á næstu dögum. „Ég er bara ekki alveg klár á því en ég held að það séu bara einhverjir örfáir sólarhringar. Ég bara veit það ekki hvort það er á morgun eða hinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira