Hvernig má fyrirbyggja sálrænar afleiðingar COVID-19? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 19. janúar 2022 17:31 Flestir geta viðurkennt að kórónuveiran hafi á einn eða annan hátt haft áhrif á líf sitt, hvort sem það eru bein eða óbein áhrif. Þ.e. áhrifin hafa ekki einungis verið á líkamlega heilsu fólks eða ástvina þeirra af völdum veirunnar heldur einnig óbein áhrif á ótal marga þætti í lífinu eins og félagslega-, atvinnu-, fjárhagslega og síðast en ekki síst sálræna þætti. Nýlegar rannsóknir benda til þess að sálrænar afleiðingar kórónuveirunnar séu töluverðar. Xiong og rannsakendur (2020) gerðu nýlega allsherjargreiningu á áhrifum COVID-19 á geðheilsu í Kína, Spáni, Danmörku, Bandaríkjunum, Ítalíu, Nepal, Tyrklandi og Íran, þeir fundu hátt hlutfall af einkennum kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskun og streitu. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alþjóðlegt forgangsverkefni fyrir lýðheilsu að koma í veg fyrir áhrif COVID-19 á geðheilbrigði. Í nýlegri allsherjargreiningu kom í ljós að algengi þunglyndis- og kvíðaraskana hefur aukist á alþjóðavísu vegna COVID-19 (Santomauro et al., 2021). Þá kom einnig í ljós að aukningin var meiri fyrir konur en það víkkar bilið meira á milli algengi kvíða og þunglyndisraskana hjá körlum og konum umfram þann mun sem var nú þegar til staðar (Santomauro et al., 2021). Nokkrar ástæður eru taldar vera fyrir meiri aukningu í algengi hjá konum. Þ.á.m. að þær eru taldar líklegri til að verða fyrir félagslegum og efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins. Aðrir áhrifaþættir eru lokanir í skóla eða veikindi í fjölskyldu sem leggast oft meira á konur þar sem þær eru líklegri til að taka meiri ábyrgð á heimilishaldi. Konur eru einnig líklegri til að verða fórnalömb heimilisofbeldis sem hefur aukist vegna útgöngubanns og tilmæla um að halda sig heima (Santamauro et al., 2021). Af þessum rannsókarniðurstöðum má því draga þá ályktun að sálrænar afleiðinlegar kórónuveirunnar séu og munu líklega verða töluverðar fyrir einstaklinginn sjálfan, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni. Það er því mikil þörf á að geta mælt og greint andlegt ástand einstaklinga og greina stöðuna á andlegri heilsu innan fyrirtækja og opinbera stofnanna. Það verður sérstaklega mikilvægt fyrir bæði fyritæki og stofnanir að fyrirbyggja bæði beinar og óbeinar afleiðingar af völdum kórónuveirunnar á geðheilsu. Einnig verður mikilvægt að bregðast við og sinna þeim hópum sem virðast verða fyrir meiri sálrænum áhrifum vegna COVID-19. Hægt er að sameina og nýta krafta úr nýsköpun þar sem mikil þróun hefur verið í heilbrigðistæknilausnum. Það er því brýnt að tryggja aðgerðir sem koma í veg fyrir að sálrænar afleiðingar COVID-19 verði ekki langvarandi né alvarlegar fyrir einstaklinga og samfélagið. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði og eigandi Proency. Santomauro, D. F., Herrera, A. M. M., Shadid, J., Zheng, P., Ashbaugh, C., Pigott, D. M., ... & Ferrari, A. J. (2021). Global prevalence and burden of depressive and anxiety disorders in 204 countries and territories in 2020 due to the COVID-19 pandemic. The Lancet. Xiong, J., Lipsitz, O., Nasri, F., Lui, L. M., Gill, H., Phan, L., ... & McIntyre, R. S. (2020). Impact of COVID-19 pandemic on mental health in the general population: A systematic review. Journal of affective disorders. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir geta viðurkennt að kórónuveiran hafi á einn eða annan hátt haft áhrif á líf sitt, hvort sem það eru bein eða óbein áhrif. Þ.e. áhrifin hafa ekki einungis verið á líkamlega heilsu fólks eða ástvina þeirra af völdum veirunnar heldur einnig óbein áhrif á ótal marga þætti í lífinu eins og félagslega-, atvinnu-, fjárhagslega og síðast en ekki síst sálræna þætti. Nýlegar rannsóknir benda til þess að sálrænar afleiðingar kórónuveirunnar séu töluverðar. Xiong og rannsakendur (2020) gerðu nýlega allsherjargreiningu á áhrifum COVID-19 á geðheilsu í Kína, Spáni, Danmörku, Bandaríkjunum, Ítalíu, Nepal, Tyrklandi og Íran, þeir fundu hátt hlutfall af einkennum kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskun og streitu. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alþjóðlegt forgangsverkefni fyrir lýðheilsu að koma í veg fyrir áhrif COVID-19 á geðheilbrigði. Í nýlegri allsherjargreiningu kom í ljós að algengi þunglyndis- og kvíðaraskana hefur aukist á alþjóðavísu vegna COVID-19 (Santomauro et al., 2021). Þá kom einnig í ljós að aukningin var meiri fyrir konur en það víkkar bilið meira á milli algengi kvíða og þunglyndisraskana hjá körlum og konum umfram þann mun sem var nú þegar til staðar (Santomauro et al., 2021). Nokkrar ástæður eru taldar vera fyrir meiri aukningu í algengi hjá konum. Þ.á.m. að þær eru taldar líklegri til að verða fyrir félagslegum og efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins. Aðrir áhrifaþættir eru lokanir í skóla eða veikindi í fjölskyldu sem leggast oft meira á konur þar sem þær eru líklegri til að taka meiri ábyrgð á heimilishaldi. Konur eru einnig líklegri til að verða fórnalömb heimilisofbeldis sem hefur aukist vegna útgöngubanns og tilmæla um að halda sig heima (Santamauro et al., 2021). Af þessum rannsókarniðurstöðum má því draga þá ályktun að sálrænar afleiðinlegar kórónuveirunnar séu og munu líklega verða töluverðar fyrir einstaklinginn sjálfan, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni. Það er því mikil þörf á að geta mælt og greint andlegt ástand einstaklinga og greina stöðuna á andlegri heilsu innan fyrirtækja og opinbera stofnanna. Það verður sérstaklega mikilvægt fyrir bæði fyritæki og stofnanir að fyrirbyggja bæði beinar og óbeinar afleiðingar af völdum kórónuveirunnar á geðheilsu. Einnig verður mikilvægt að bregðast við og sinna þeim hópum sem virðast verða fyrir meiri sálrænum áhrifum vegna COVID-19. Hægt er að sameina og nýta krafta úr nýsköpun þar sem mikil þróun hefur verið í heilbrigðistæknilausnum. Það er því brýnt að tryggja aðgerðir sem koma í veg fyrir að sálrænar afleiðingar COVID-19 verði ekki langvarandi né alvarlegar fyrir einstaklinga og samfélagið. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði og eigandi Proency. Santomauro, D. F., Herrera, A. M. M., Shadid, J., Zheng, P., Ashbaugh, C., Pigott, D. M., ... & Ferrari, A. J. (2021). Global prevalence and burden of depressive and anxiety disorders in 204 countries and territories in 2020 due to the COVID-19 pandemic. The Lancet. Xiong, J., Lipsitz, O., Nasri, F., Lui, L. M., Gill, H., Phan, L., ... & McIntyre, R. S. (2020). Impact of COVID-19 pandemic on mental health in the general population: A systematic review. Journal of affective disorders.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun