Umfjöllun: Danmörk - Ísland 28-24 | Aðdáunarverð frammistaða gegn heimsmeisturunum Sindri Sverrisson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 20. janúar 2022 21:20 Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk gegn Dönum. getty/Sanjin Strukic Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Danmerkur, 28-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli I á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Sem kunnugt er smituðust sex lykilmenn íslenska liðsins af kórónuveirunni í aðdraganda leiksins. Af þeim sökum var Ísland aðeins með fjórtán menn á skýrslu í kvöld. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir íslenska liðið en það lék lengast af stórvel. Frammistaðan var ekki hnökralaus, enda ekki hægt að ætlast til þess, en baráttan, viljinn, hugrekkið sem íslenska liðið sýndi var hæsta gæðaflokki. Danir getum öðrum fremur þakkað markverðinum Kevin Möller fyrir sigurinn en hann átti frábæra innkomu og sneri leiknum danska liðinu í vil. Möller varði fjórtán skot, eða 59 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Á meðan vörðu íslensku markverðirnir samtals tíu skot (27,5 prósent). Sóknarleikur Íslands var frábær í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni en Möller reyndist okkar mönnum erfiður. Síðasta stundarfjórðunginn átti íslenska liðið svo í miklum vandræðum í sókninni. Vörnin var eins og vængjahurð í fyrri hálfleik en mun sterkari í þeim seinni, ekki síst vegna innkomu Daníels Þórs Ingasonar. Íslendingar héngu í skottinu á Dönum nær allan tímann og það hefði verið áhugavert að sjá hvað gerst hefði ef markvarslan hefði verið betri og okkar menn farið betur með dauðafærin. Íslensku hornamennirnir klikkuðu á sex af níu skotum sínum og tvö vítaköst fóru í súginn. Þá fór íslenska liðið illa að ráði sínu í yfirtölu. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur Íslendinga með átta mörk og Janus Daði Smárason skoraði fjögur og gaf sex stoðsendingar. Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta landsleik. Mathias Gidsel átti frábæran leik fyrir Dani og skoraði níu mörk úr níu skotum. Þar að auki gaf hann sjö stoðsendingar og fiskaði fimm vítaköst. Lasse Svan Hansen og Mikkel Hansen skoruðu fimm mörk hvor en síðarnefndi klúðraði þremur vítaköstum. Dúndur byrjun Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega, var jafnan á undan að skora og komst þrisvar sinnum tveimur mörkum yfir. Sóknarleikur beggja liða var fyrsta flokks í upphafi leiks og mörkunum rigndi inn. Ómar Ingi og Janus Daði fóru fyrir íslenska liðinu og skoruðu sjö af fyrstu ellefu mörkum Íslands. Vandamálin lágu hins vegar á hinum enda vallarins. Íslenska vörnin réði ekkert við Gidsel sem skoraði sjö mörk úr sjö skotum í fyrri hálfleik og fiskaði tvö víti. Danir tættu íslensku vörnina hvað eftir annað í sig og okkar menn náðu aðeins fjórum löglegum stöðvunum allan fyrri hálfleikinn. Þá var markvarsla íslenska liðsins takmörkuð. Viktor Gísli Hallgrímsson varði ekki skot en Ágúst Elí Björgvinsson fjögur eftir að hann kom inn á, þar af tvö víti frá Hansen. Leikbreytirinn Möller Niklas Landin byrjaði í danska markinu en varði lítið. Kevin Möller kom í hans stað og því miður hrökk hann strax í gang og varði sex af fyrstu átta skotunum sem hann fékk á sig. Arnar Freyr Arnarsson jafnaði í 12-12 þegar tuttugu mínútur voru eftir en þá fór að halla á ógæfuhliðina, aðallega vegna frammistöðu Möllers. Danir skoruðu þrjú mörk í röð, unnu síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiksins 5-2 og fóru með þriggja forskot til búningsherbergja, 17-14. Áttu næstum alltaf svör Íslendingar byrjuðu með boltann í seinni hálfleik, manni fleiri. Ómar Ingi opnaði hægra hornið fyrir Sigvalda en Möller hélt uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik og varði. Í kjölfarið kom Emil Jakobsen Dönum fjórum mörkum yfir í fyrsta sinn, 18-14. Eftir frábæra frammistöðu í riðlakeppninni fann Sigvaldi ekki taktinn í leiknum í kvöld og skoraði aðeins eitt mark úr fjórum skotum. Danir voru með frumkvæðið og hótuðu því nokkrum sinnum að stinga af. En Íslendingar gáfust aldrei upp. Sóknin var stirðari en í fyrri hálfleik en vörnin var betri og okkar menn náðu aðeins að hemja Gidsel. Sterkari undir lokin Danmörk komst fjórum mörkum yfir, 23-19, en Ísland svaraði með tveimur mörkum í röð og minnkaði muninn í 23-21. Þegar tíu mínútur voru eftir voru Danir þremur mörkum yfir, 25-22. Þegar þarna var komið við sögu hafði dregið verulega af mönnum eins og Ómari Inga og Janusi Daða og danska vörnin var mjög öflug. Þá hélt Möller áfram að verja. Danska liðið var sterkara á lokakaflanum, hornamenn þess pottþéttir í færunum sínum og varnarleikurinn til fyrirmyndar. Danir komust í fyrsta sinn fimm mörkum yfir, 27-22, en Teitur Örn Einarsson svaraði með tveimur mörkum í röð. Jakobsen skoraði svo síðasta mark leiksins úr víti. Lokatölur 28-24, Danmörku í vil. EM karla í handbolta 2022
Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Danmerkur, 28-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli I á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Sem kunnugt er smituðust sex lykilmenn íslenska liðsins af kórónuveirunni í aðdraganda leiksins. Af þeim sökum var Ísland aðeins með fjórtán menn á skýrslu í kvöld. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir íslenska liðið en það lék lengast af stórvel. Frammistaðan var ekki hnökralaus, enda ekki hægt að ætlast til þess, en baráttan, viljinn, hugrekkið sem íslenska liðið sýndi var hæsta gæðaflokki. Danir getum öðrum fremur þakkað markverðinum Kevin Möller fyrir sigurinn en hann átti frábæra innkomu og sneri leiknum danska liðinu í vil. Möller varði fjórtán skot, eða 59 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Á meðan vörðu íslensku markverðirnir samtals tíu skot (27,5 prósent). Sóknarleikur Íslands var frábær í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni en Möller reyndist okkar mönnum erfiður. Síðasta stundarfjórðunginn átti íslenska liðið svo í miklum vandræðum í sókninni. Vörnin var eins og vængjahurð í fyrri hálfleik en mun sterkari í þeim seinni, ekki síst vegna innkomu Daníels Þórs Ingasonar. Íslendingar héngu í skottinu á Dönum nær allan tímann og það hefði verið áhugavert að sjá hvað gerst hefði ef markvarslan hefði verið betri og okkar menn farið betur með dauðafærin. Íslensku hornamennirnir klikkuðu á sex af níu skotum sínum og tvö vítaköst fóru í súginn. Þá fór íslenska liðið illa að ráði sínu í yfirtölu. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur Íslendinga með átta mörk og Janus Daði Smárason skoraði fjögur og gaf sex stoðsendingar. Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta landsleik. Mathias Gidsel átti frábæran leik fyrir Dani og skoraði níu mörk úr níu skotum. Þar að auki gaf hann sjö stoðsendingar og fiskaði fimm vítaköst. Lasse Svan Hansen og Mikkel Hansen skoruðu fimm mörk hvor en síðarnefndi klúðraði þremur vítaköstum. Dúndur byrjun Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega, var jafnan á undan að skora og komst þrisvar sinnum tveimur mörkum yfir. Sóknarleikur beggja liða var fyrsta flokks í upphafi leiks og mörkunum rigndi inn. Ómar Ingi og Janus Daði fóru fyrir íslenska liðinu og skoruðu sjö af fyrstu ellefu mörkum Íslands. Vandamálin lágu hins vegar á hinum enda vallarins. Íslenska vörnin réði ekkert við Gidsel sem skoraði sjö mörk úr sjö skotum í fyrri hálfleik og fiskaði tvö víti. Danir tættu íslensku vörnina hvað eftir annað í sig og okkar menn náðu aðeins fjórum löglegum stöðvunum allan fyrri hálfleikinn. Þá var markvarsla íslenska liðsins takmörkuð. Viktor Gísli Hallgrímsson varði ekki skot en Ágúst Elí Björgvinsson fjögur eftir að hann kom inn á, þar af tvö víti frá Hansen. Leikbreytirinn Möller Niklas Landin byrjaði í danska markinu en varði lítið. Kevin Möller kom í hans stað og því miður hrökk hann strax í gang og varði sex af fyrstu átta skotunum sem hann fékk á sig. Arnar Freyr Arnarsson jafnaði í 12-12 þegar tuttugu mínútur voru eftir en þá fór að halla á ógæfuhliðina, aðallega vegna frammistöðu Möllers. Danir skoruðu þrjú mörk í röð, unnu síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiksins 5-2 og fóru með þriggja forskot til búningsherbergja, 17-14. Áttu næstum alltaf svör Íslendingar byrjuðu með boltann í seinni hálfleik, manni fleiri. Ómar Ingi opnaði hægra hornið fyrir Sigvalda en Möller hélt uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik og varði. Í kjölfarið kom Emil Jakobsen Dönum fjórum mörkum yfir í fyrsta sinn, 18-14. Eftir frábæra frammistöðu í riðlakeppninni fann Sigvaldi ekki taktinn í leiknum í kvöld og skoraði aðeins eitt mark úr fjórum skotum. Danir voru með frumkvæðið og hótuðu því nokkrum sinnum að stinga af. En Íslendingar gáfust aldrei upp. Sóknin var stirðari en í fyrri hálfleik en vörnin var betri og okkar menn náðu aðeins að hemja Gidsel. Sterkari undir lokin Danmörk komst fjórum mörkum yfir, 23-19, en Ísland svaraði með tveimur mörkum í röð og minnkaði muninn í 23-21. Þegar tíu mínútur voru eftir voru Danir þremur mörkum yfir, 25-22. Þegar þarna var komið við sögu hafði dregið verulega af mönnum eins og Ómari Inga og Janusi Daða og danska vörnin var mjög öflug. Þá hélt Möller áfram að verja. Danska liðið var sterkara á lokakaflanum, hornamenn þess pottþéttir í færunum sínum og varnarleikurinn til fyrirmyndar. Danir komust í fyrsta sinn fimm mörkum yfir, 27-22, en Teitur Örn Einarsson svaraði með tveimur mörkum í röð. Jakobsen skoraði svo síðasta mark leiksins úr víti. Lokatölur 28-24, Danmörku í vil.