Gæti farið fram á sanngirnisbætur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2022 18:45 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjá Rétti segir að stundum sé þrautalendingin að leita til stjórnvalda til að fá réttlætinu framgengt. Dagrún Jónsdóttir leitar nú að réttlæti í sínu máli. Vísir/Egill Nefnd um eftirlit með lögreglu segir ekki sitt verksvið að endurskoða rannsóknir sakamála. Nefndin hafi því aðeins úrskurðað að meint brot lögreglu í rannsókn á tveimur bændum sem kærðir voru fyrir nauðgun 1987, væru fyrnd. Lögmaður bendir á að stjórnvöld geti ákveðið sanngirnisbætur þegar allt annað þrýtur. Dagrún Jónsdóttir leitar nú réttætis í máli sínu en hún kærði 1987 tvo bændur fyrir ítrekaðar og grófar nauðganir gegn sér hún var 14 og 15 ára . Málinu var vísað frá vegna slælegrar rannsóknar lögreglu 1989. Dagrún sagði í Íslandi í dag í gær að hún hefði á síðasta ári vísað málinu til Nefndar um eftirlit með lögreglu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að meint brot lögreglu væru fyrnd og ekki ástæða til að aðhafast frekar. Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að neðan: Dagrún segir málið hafa markað allt sitt líf. Ég var náttúrulega algjörlega ónýt efir að þessu var vísað frá. Ég var að reyna að gera allt rétt kæra og segja frá og þeir bara sluppu þrátt fyrir augljósa sekt,“ segir hún. Nefndin hafi ekki vald til að endurskoða rannsóknir sakamála Fréttastofa leitaði eftir svörum frá Nefnd um eftirlit með lögreglu í dag, hér að neðan má sjá spurningar og svör. 1. Hefði nefndin getað úrskurðað, að þrátt fyrir að málið væri fyrnt, þá lægi fyrir að rannsóknin hafi verið illa gerð?Það fellur ekki undir valdsvið nefndarinnar að endurskoða eða fjalla um framkvæmd rannsóknar sakamála, beitingu rannsóknarúrræða eða um ákvarðanir handhafa ákæruvalds um það hvort rétt sé að gefa út ákæru í máli, segir í svari nefndarinnar 2. Stendur til að skoða málið aftur þ.e. eru komin fram einhver ný gögn í því?Ekki stendur til að skoða málið aftur að óbreyttu, segir í svari nefndarinnar. Væri hægt að leita til stjórnvalda Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjá Rétti segir að erfitt geti verið að ná fram réttlæti í málum sem þessum í réttarkerfinu en þó séu til leiðir. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjá Rétti segir að erfitt geti verið að ná fram réttlæti í málum sem þessum í réttarkerfinu en þó séu til leiðir.Vísir/Egill „Laganna leiðir eru takmarkaðar að því leiti að brot fyrnast,gagnvart grunuðu fólki og gagnvart mistökum í réttarkerfinu. Það er alveg ljóst að brot sem kærð eru árið 1987 eru fyrnd. Það sem hefur verið stundum gert í málum þar sem réttarkerfið veitir enga lausn er að stjórnmálin koma inn og setja lög. Það hafa til að mynda verið sett lög á Alþingi sem gera þolendum kleift að sækja um bætur. Við höfum t.d. séð þessar sanngirnisbætur varðandi vistheimilin og þess háttar. Þá er alltaf hægt að semja utan við lög hvort sem það er í formi einhvers konar yfirlýsingar eða bætur sem fólk er að sækjast eftir,“ segir Sigrún. Óboðlegt þá, óboðlegt nú Fram kom í umfjöllun í Íslandi í dag í gær að yfirheyrslur lögreglu í máli Dagrúnar árið 1987 voru óeðlilegar á margan hátt. Vísbendingum í yfirheyrslum var ekki fylgt eftir, kærður einstaklingur var spurður hvort 14 ára stúlkan hefði leitað á hann og svo framvegis. Sigrún segir að sem betur fer hafi rannsókn sakamála í þessum málaflokki breyst umtalsvert en ennþá sé þó hægt að gera miklar endurbætur. „Það er algjörlega óboðleg að lögreglumaður spyrji hinn grunaða í yfirheyrslum þarna hvort 14 ára stúlkan hafi leitað á hann. Slík spurning samræmist ekki lagaumhverfi sem við erum með í dag þar sem samræði fullorðins aðila með barni yngra en 15 ára er skilgreint sem nauðgun. En þessi spurning var heldur ekki í lagi fyrir 35 árum,“ segir Sigrún. „Við sjáum hins vegar því miður oft í málum sem þessum að algengt er að við yfirheyrslur kom fram spurningar sem eru alls ekki í lagi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða og breyta,“ segir Sigrún. Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir „Stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu“ Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður. 21. janúar 2022 13:30 Ítrekaðar nauðganir hafi drepið drauminn: Lögregla hafi algjörlega klúðrað málinu Dagrún Jónsdóttir sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu lögreglan rannsakaði málið illa á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði meint brot lögreglu í málinu fyrnd í desember. Hún segist hvergi nærri hætt að leita að réttlætinu. 20. janúar 2022 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dagrún Jónsdóttir leitar nú réttætis í máli sínu en hún kærði 1987 tvo bændur fyrir ítrekaðar og grófar nauðganir gegn sér hún var 14 og 15 ára . Málinu var vísað frá vegna slælegrar rannsóknar lögreglu 1989. Dagrún sagði í Íslandi í dag í gær að hún hefði á síðasta ári vísað málinu til Nefndar um eftirlit með lögreglu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að meint brot lögreglu væru fyrnd og ekki ástæða til að aðhafast frekar. Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að neðan: Dagrún segir málið hafa markað allt sitt líf. Ég var náttúrulega algjörlega ónýt efir að þessu var vísað frá. Ég var að reyna að gera allt rétt kæra og segja frá og þeir bara sluppu þrátt fyrir augljósa sekt,“ segir hún. Nefndin hafi ekki vald til að endurskoða rannsóknir sakamála Fréttastofa leitaði eftir svörum frá Nefnd um eftirlit með lögreglu í dag, hér að neðan má sjá spurningar og svör. 1. Hefði nefndin getað úrskurðað, að þrátt fyrir að málið væri fyrnt, þá lægi fyrir að rannsóknin hafi verið illa gerð?Það fellur ekki undir valdsvið nefndarinnar að endurskoða eða fjalla um framkvæmd rannsóknar sakamála, beitingu rannsóknarúrræða eða um ákvarðanir handhafa ákæruvalds um það hvort rétt sé að gefa út ákæru í máli, segir í svari nefndarinnar 2. Stendur til að skoða málið aftur þ.e. eru komin fram einhver ný gögn í því?Ekki stendur til að skoða málið aftur að óbreyttu, segir í svari nefndarinnar. Væri hægt að leita til stjórnvalda Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjá Rétti segir að erfitt geti verið að ná fram réttlæti í málum sem þessum í réttarkerfinu en þó séu til leiðir. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjá Rétti segir að erfitt geti verið að ná fram réttlæti í málum sem þessum í réttarkerfinu en þó séu til leiðir.Vísir/Egill „Laganna leiðir eru takmarkaðar að því leiti að brot fyrnast,gagnvart grunuðu fólki og gagnvart mistökum í réttarkerfinu. Það er alveg ljóst að brot sem kærð eru árið 1987 eru fyrnd. Það sem hefur verið stundum gert í málum þar sem réttarkerfið veitir enga lausn er að stjórnmálin koma inn og setja lög. Það hafa til að mynda verið sett lög á Alþingi sem gera þolendum kleift að sækja um bætur. Við höfum t.d. séð þessar sanngirnisbætur varðandi vistheimilin og þess háttar. Þá er alltaf hægt að semja utan við lög hvort sem það er í formi einhvers konar yfirlýsingar eða bætur sem fólk er að sækjast eftir,“ segir Sigrún. Óboðlegt þá, óboðlegt nú Fram kom í umfjöllun í Íslandi í dag í gær að yfirheyrslur lögreglu í máli Dagrúnar árið 1987 voru óeðlilegar á margan hátt. Vísbendingum í yfirheyrslum var ekki fylgt eftir, kærður einstaklingur var spurður hvort 14 ára stúlkan hefði leitað á hann og svo framvegis. Sigrún segir að sem betur fer hafi rannsókn sakamála í þessum málaflokki breyst umtalsvert en ennþá sé þó hægt að gera miklar endurbætur. „Það er algjörlega óboðleg að lögreglumaður spyrji hinn grunaða í yfirheyrslum þarna hvort 14 ára stúlkan hafi leitað á hann. Slík spurning samræmist ekki lagaumhverfi sem við erum með í dag þar sem samræði fullorðins aðila með barni yngra en 15 ára er skilgreint sem nauðgun. En þessi spurning var heldur ekki í lagi fyrir 35 árum,“ segir Sigrún. „Við sjáum hins vegar því miður oft í málum sem þessum að algengt er að við yfirheyrslur kom fram spurningar sem eru alls ekki í lagi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða og breyta,“ segir Sigrún.
1. Hefði nefndin getað úrskurðað, að þrátt fyrir að málið væri fyrnt, þá lægi fyrir að rannsóknin hafi verið illa gerð?Það fellur ekki undir valdsvið nefndarinnar að endurskoða eða fjalla um framkvæmd rannsóknar sakamála, beitingu rannsóknarúrræða eða um ákvarðanir handhafa ákæruvalds um það hvort rétt sé að gefa út ákæru í máli, segir í svari nefndarinnar 2. Stendur til að skoða málið aftur þ.e. eru komin fram einhver ný gögn í því?Ekki stendur til að skoða málið aftur að óbreyttu, segir í svari nefndarinnar.
Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir „Stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu“ Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður. 21. janúar 2022 13:30 Ítrekaðar nauðganir hafi drepið drauminn: Lögregla hafi algjörlega klúðrað málinu Dagrún Jónsdóttir sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu lögreglan rannsakaði málið illa á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði meint brot lögreglu í málinu fyrnd í desember. Hún segist hvergi nærri hætt að leita að réttlætinu. 20. janúar 2022 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu“ Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður. 21. janúar 2022 13:30
Ítrekaðar nauðganir hafi drepið drauminn: Lögregla hafi algjörlega klúðrað málinu Dagrún Jónsdóttir sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu lögreglan rannsakaði málið illa á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði meint brot lögreglu í málinu fyrnd í desember. Hún segist hvergi nærri hætt að leita að réttlætinu. 20. janúar 2022 21:00