Var með félaga sínum og má búast við mörghundruð þúsund króna sekt Snorri Másson skrifar 22. janúar 2022 13:01 Ökumaður sem átti að vera í einangrun vegna Covid-19 en var stöðvaður í bifreið sinni af lögreglu í gær má eiga von á sekt upp á 150-500 þúsund krónur. Lögreglan sagði frá því í dagbók sinni í morgun að bifreið hafi verið stöðvuð í Laugardal skömmu eftir miðnætti í gær. Ökumaðurinn reyndist vera með virkt Covid-smit og eiga að vera í einangrun af þeim sökum. Hann var ásamt félaga í bílnum. Að sögn Þóru Jónasdóttur stöðvarstjóra telur lögreglan ekki að ný reglugerð um að gönguferðir séu heimilar í einangrun feli í sér rýmri heimild til að vera úti að aka. „Nei ekki samkvæmt því. Þú mátt bara fara í gönguferð. Ef þú ert úti að aka geturðu lent í alls konar óhöppum, er það ekki. Þarna er hann líka með vini sínum á rúntinum, þú mátt ekki vera með öðrum aðila,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort umræddur vinur hafi einnig verið með Covid-19. Tvær gönguferðir, hálftíma hvor Samkvæmt reglum landlæknis um einangrun í heimahúsi má ekki fara á nein mannamót né taka á móti gestum. Takmarka þarf til hins ítrasta umgengni við annað fólk, en fara má í gönguferðir í nærumhverfi heimilis. Viðmiðið þar eru tvær gönguferðir á dag í hámark 30 mínútur í hvort sinn. Ef hinn smitaði þarf heilbrigðisþjónustu má hann nota einkabíl ef hann er ökufær. Annars virðist það ekki mega af reglunum að dæma. Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara skal ákvörðun sektarfjárhæðar í sóttvarnalagabrotum miðast við eðli hvers tilviks. En þegar brotið er gegn einangrun er miðað við 150.000-500.000 króna og er það alvarlegasta brotið. Fleiri en 10.000 manns eru í einangrun á þessari stundu og rúmlega annar eins fjöldi í sóttkví. 1.207 smit greindust innanlands í gær og þrír eru á gjörgæslu á Landspítala. 37 eru með Covid-19 inni á sjúkrahúsinu. Lögreglumál Umferð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn. 22. janúar 2022 07:22 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Lögreglan sagði frá því í dagbók sinni í morgun að bifreið hafi verið stöðvuð í Laugardal skömmu eftir miðnætti í gær. Ökumaðurinn reyndist vera með virkt Covid-smit og eiga að vera í einangrun af þeim sökum. Hann var ásamt félaga í bílnum. Að sögn Þóru Jónasdóttur stöðvarstjóra telur lögreglan ekki að ný reglugerð um að gönguferðir séu heimilar í einangrun feli í sér rýmri heimild til að vera úti að aka. „Nei ekki samkvæmt því. Þú mátt bara fara í gönguferð. Ef þú ert úti að aka geturðu lent í alls konar óhöppum, er það ekki. Þarna er hann líka með vini sínum á rúntinum, þú mátt ekki vera með öðrum aðila,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort umræddur vinur hafi einnig verið með Covid-19. Tvær gönguferðir, hálftíma hvor Samkvæmt reglum landlæknis um einangrun í heimahúsi má ekki fara á nein mannamót né taka á móti gestum. Takmarka þarf til hins ítrasta umgengni við annað fólk, en fara má í gönguferðir í nærumhverfi heimilis. Viðmiðið þar eru tvær gönguferðir á dag í hámark 30 mínútur í hvort sinn. Ef hinn smitaði þarf heilbrigðisþjónustu má hann nota einkabíl ef hann er ökufær. Annars virðist það ekki mega af reglunum að dæma. Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara skal ákvörðun sektarfjárhæðar í sóttvarnalagabrotum miðast við eðli hvers tilviks. En þegar brotið er gegn einangrun er miðað við 150.000-500.000 króna og er það alvarlegasta brotið. Fleiri en 10.000 manns eru í einangrun á þessari stundu og rúmlega annar eins fjöldi í sóttkví. 1.207 smit greindust innanlands í gær og þrír eru á gjörgæslu á Landspítala. 37 eru með Covid-19 inni á sjúkrahúsinu.
Lögreglumál Umferð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn. 22. janúar 2022 07:22 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn. 22. janúar 2022 07:22