Vilde Boee Risa kom heimakonum yfir eftir 38 mínútna leik og Hayley Ladd skoraði annað mark liðsins fjórum mínútum síðar og sá til þess að United fór með 2-0 forystu inn í hálfleikinn.
Leah Galtonskoraði þriðja og seinasta mark leiksins á 62. mínútu og niðurstaðan varð því 3-0 sigur heimakvenna.
Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Maríu og stöllur hennar í toppbaráttunni, en liðin voru jöfn að stigum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar fyrir leikinn. Manchester United er nú með 24 stig í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Arsenal sem á þó tvo leiki til góða.
Tottenham situr hins vegar enn í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig.