Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 17:07 SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. EPA/AHMED MARDNLI Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. Fangelsisflóttinn hófst á fimmtudaginn með árás ISIS-liða á Ghwayran-fangelsið en árásin er talin sú umfangsmesta sem ISIS-liðar gera frá því að kalífadæmi þeirra var brotið á bak aftur árið 2019. Síðan árásin var gerð hafa bardagar staðið yfir og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF hafa umkringt fangelsið. Í frétt BBC er haft eftir eftirlitsaðilum að SDF hafi handsamað hundruð vígamanna en minnst 77 ISIS-liðar og 39 Kúrdar hafi fallið í átökunum um hverfin í nánd við fangelsið. Vígamenn ISIS birtu myndband í gær þar sem þeir sögðu marga hafa sloppið úr fangelsinu en myndbandið virtist einnig sýna að vígamennirnir voru með fólk í gíslingu. Talið er að þar sé um kokka fangelsisins að ræða. SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Þá eru fjölskyldur þeirra einnig í fjölmennum búðum sem SDF rekur einnig. Ráðamenn í heimaríkjum þessa fólks vilja ekki að þau fái að snúa aftur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum SDF að talið sé að allt að tvö hundruð vígamenn gangi lausir í hluta fangelsisins og aðliggjandi byggingum. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa oft gert árásir á fangelsi í Sýrlandi og Írak í gegnum árin en sérstaklega í tengslum við upprisu samtakanna árið 2014 þegar þau náðu tökum á stórum hluta landanna tveggja. Þá tæmdu þeir fjölmörg fangelsi. Að þessu sinni telur SDF að um hundrað vígamenn hafi ráðist á fangelsið. Óljóst sé hve margir af föngum taki þátt í bardögunum. ISIS-liðar segja árásina hafa byrjað á því að tveir vígamenn hafi sprengt sig við hlið fangelsisins og með veggjum þess. Það hafi valdið miklum skaða og manntjóni og þá hafi vígamenn ráðist til atlögu og frelsað fjölda fanga. Sýrland Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Fangelsisflóttinn hófst á fimmtudaginn með árás ISIS-liða á Ghwayran-fangelsið en árásin er talin sú umfangsmesta sem ISIS-liðar gera frá því að kalífadæmi þeirra var brotið á bak aftur árið 2019. Síðan árásin var gerð hafa bardagar staðið yfir og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF hafa umkringt fangelsið. Í frétt BBC er haft eftir eftirlitsaðilum að SDF hafi handsamað hundruð vígamanna en minnst 77 ISIS-liðar og 39 Kúrdar hafi fallið í átökunum um hverfin í nánd við fangelsið. Vígamenn ISIS birtu myndband í gær þar sem þeir sögðu marga hafa sloppið úr fangelsinu en myndbandið virtist einnig sýna að vígamennirnir voru með fólk í gíslingu. Talið er að þar sé um kokka fangelsisins að ræða. SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Þá eru fjölskyldur þeirra einnig í fjölmennum búðum sem SDF rekur einnig. Ráðamenn í heimaríkjum þessa fólks vilja ekki að þau fái að snúa aftur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum SDF að talið sé að allt að tvö hundruð vígamenn gangi lausir í hluta fangelsisins og aðliggjandi byggingum. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa oft gert árásir á fangelsi í Sýrlandi og Írak í gegnum árin en sérstaklega í tengslum við upprisu samtakanna árið 2014 þegar þau náðu tökum á stórum hluta landanna tveggja. Þá tæmdu þeir fjölmörg fangelsi. Að þessu sinni telur SDF að um hundrað vígamenn hafi ráðist á fangelsið. Óljóst sé hve margir af föngum taki þátt í bardögunum. ISIS-liðar segja árásina hafa byrjað á því að tveir vígamenn hafi sprengt sig við hlið fangelsisins og með veggjum þess. Það hafi valdið miklum skaða og manntjóni og þá hafi vígamenn ráðist til atlögu og frelsað fjölda fanga.
Sýrland Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira