Þór gefur kost á sér í fyrsta sæti á Seltjarnarnesi Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2022 22:19 Þór Sigurgeirsson gefur kost á sér í fyrsta sæti. Aðsend Þór Sigurgeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þór kveðst hafa reynslu af bæjarmálum Seltjarnarness en hann var bæjarfulltrúi á árunum 2006 til 2010. Þá hafi hann setið í nefndum á vegum bæjarins. „Eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera og eftir mikla hvatningu frá fjölda vina og kunningja í gegnum tíðina, af meiri þunga nú undanfarið, varð ákvörðunin á endanum einföld,“ segir Þór í framboðstilkynningu á Facebooksíðu sinni. Í samtali við Vísi segist Þór vera fjölskyldumaður, kvæntur Maríu Björk Óskarsdóttur sviðsstjóra hjá Seltjarnarnesbæ og saman eigi þau fjögur börn á aldrinum 12 til 24 ára. Fetar í fótspor föður síns Nú sé fram undan mikil endurnýjun í forystuhópi Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og því telji hann tíma til kominn að hann stígi á svið bæjarmálanna á ný. „Akkúrat 20 árum frá því að pabbi lét af embætti eftir 40 ára farsælan feril – ákveðin rómantík í því!“ segir Þór, en faðir hans Sigurgeir Sigurðsson, var bæjarstjóri Seltjarnarness í áratugi og sat í bæjarstjórn í 40 ár. Stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi Þór segir Seltjarnarnes alltaf hafa verið sinn heimabæ og verði alltaf. Hann segist stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi og reyna ávallt að láta gott af sér leiða hvort heldur til að efla bæinn eða íþróttafélögin. „Ræturnar liggja klárlega í sportinu, ég hef alist upp með Gróttu, spilaði þar bæði handbolta og fótbolta. Stunda nú golf af kappi í Nesklúbbnum og er fastagestur í Sundlaug Seltjarness, bestu laug landsins, segir Þór í samtali við Vísi. Hann segir öll málefni bæjarfélagsins vera áherslumál. Þó að Seltjarnarnesbær sé nærri fullbyggður standi íbúar hans frammi fyrir fjölda áskorana í takt við nýja tíma. „Ég tel mig afbragðsefni í góðan fyrirliða samtaka liðs í kosningunum í maí og mun leggja mig allan fram við að auka fylgi Sjálfstæðismanna og sameina okkar sterka lið fái ég til þess umboð kjósenda í prófkjörinu,“ segir hann. Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 9. janúar 2022 22:59 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þór kveðst hafa reynslu af bæjarmálum Seltjarnarness en hann var bæjarfulltrúi á árunum 2006 til 2010. Þá hafi hann setið í nefndum á vegum bæjarins. „Eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera og eftir mikla hvatningu frá fjölda vina og kunningja í gegnum tíðina, af meiri þunga nú undanfarið, varð ákvörðunin á endanum einföld,“ segir Þór í framboðstilkynningu á Facebooksíðu sinni. Í samtali við Vísi segist Þór vera fjölskyldumaður, kvæntur Maríu Björk Óskarsdóttur sviðsstjóra hjá Seltjarnarnesbæ og saman eigi þau fjögur börn á aldrinum 12 til 24 ára. Fetar í fótspor föður síns Nú sé fram undan mikil endurnýjun í forystuhópi Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og því telji hann tíma til kominn að hann stígi á svið bæjarmálanna á ný. „Akkúrat 20 árum frá því að pabbi lét af embætti eftir 40 ára farsælan feril – ákveðin rómantík í því!“ segir Þór, en faðir hans Sigurgeir Sigurðsson, var bæjarstjóri Seltjarnarness í áratugi og sat í bæjarstjórn í 40 ár. Stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi Þór segir Seltjarnarnes alltaf hafa verið sinn heimabæ og verði alltaf. Hann segist stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi og reyna ávallt að láta gott af sér leiða hvort heldur til að efla bæinn eða íþróttafélögin. „Ræturnar liggja klárlega í sportinu, ég hef alist upp með Gróttu, spilaði þar bæði handbolta og fótbolta. Stunda nú golf af kappi í Nesklúbbnum og er fastagestur í Sundlaug Seltjarness, bestu laug landsins, segir Þór í samtali við Vísi. Hann segir öll málefni bæjarfélagsins vera áherslumál. Þó að Seltjarnarnesbær sé nærri fullbyggður standi íbúar hans frammi fyrir fjölda áskorana í takt við nýja tíma. „Ég tel mig afbragðsefni í góðan fyrirliða samtaka liðs í kosningunum í maí og mun leggja mig allan fram við að auka fylgi Sjálfstæðismanna og sameina okkar sterka lið fái ég til þess umboð kjósenda í prófkjörinu,“ segir hann.
Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 9. janúar 2022 22:59 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 9. janúar 2022 22:59