Brady úr leik | Ein dramatískasta helgi í sögu NFL Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. janúar 2022 12:00 Brady labbar af velli í nótt. Hugsanlega í síðasta skiptið á ferlinum. vísir/getty Átta liða úrslitin í NFL-deildinni um helgina verða lengi í minnum höfð. Þrír leikir réðust á lokasparki leikjanna og einn fór í framlengingu. Laugardagurinn byrjaði með látum þegar sigurvegararnir í Þjóðadeildinni og Ameríkudeildinni féllu úr leik. Cincinnati Bengals skellti Tennesse Titans, 19-16, og San Francisco fór svo til Green Bay og vann frækinn sigur, 13-10, þó svo sókn liðsins hefði ekki skorað snertimark í leiknum. Það var þó aðeins reykurinn af réttunum í gærkvöldi og nótt varð allt vitlaust. Í fyrri leik dagsins gerði LA Rams sér lítið fyrir og skellti meisturum Tampa Bay, 30-27. Rams komst í 27-3 en Tampa kom til baka af fullum krafti með Tom Brady fremstan í flokki. Endurkoma sem minnti á þegar Brady kom til baka gegn Atlanta í Super Bowl eftir að hafa verið 28-3 undir. PLAYOFF. LENNY.@Buccaneers tie it up!📺: #LARvsTB on NBC📱: https://t.co/6Hz1DjFj3t pic.twitter.com/sjPdUuExuf— NFL (@NFL) January 23, 2022 Buccaneers jafnaði leikinn 27-27 er lítið var eftir en það var enn tími fyrir Rams að stela leiknum. Leikstjórnandi þeirra átti langa sendingu á útherjann Cooper Kupp sem kom liðinu í vallarmarksstöðu. Rams skoraði úr vallarmarkinu um leið og leiktímanum lauk. .@CooperKupp put the team on his back.This ending was WILD. #LARvsTB pic.twitter.com/6clEXf9SQq— NFL (@NFL) January 23, 2022 Meistararnir því búnir og Tom Brady segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann mæti aftur til leiks í haust. Hann er orðinn 44 ára gamall. Tívolibomburnar komu svo í lokaatriðinu sem var leikur Kansas City Chiefs og Buffalo Bills. Sturlaður leikur sem Kansas vann í framlengingu, 42-36. Dramatíkin á síðustu tveimur mínútum leiksins var með ólíkindum. Liðin skiptust þrisvar á forskotinu og spiluðu í raun fullkomlega. JOSH ALLEN AND GABRIEL DAVIS' 4TH TD GIVES THE BILLS THE LEAD WITH 17 SECONDS.📺: #BUFvsKC on CBS📱: https://t.co/bCIjXIlFWh pic.twitter.com/DgdL4Pwvnd— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bills virtist þó vera búið að vinna leikinn með snertimarki er 13 sekúndur lifðu leiks. 13 sekúndur dugðu aftur á móti Patrick Mahomes, leikstjórnanda Chiefs, til þess að koma liðinu í vallarmarksfæri og jafna um leið og leiktíminn rann út. MAHOMES HAD 13 SECONDS! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/68g4cJ0sqW— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bæði Mahomes og Josh Allen, leikstjórnandi Bills, voru að spila fullkominn leik. Það vissu því allir að mikið væri undir í hlutkestinu. Hvort liðið byrjaði með boltann í framlengingunni. Það var Kansas sem vann hlutkestið. Mahomes hafði engan áhuga á því að leyfa Allen að koma aftur inn á völlinn. Hann keyrði liðið alla leið upp völlinn og kastaði á Travis Kelce fyrir snertimarki sem kláraði leikinn. Lygilegur leikur. THIS VIEW OF THE WINNER. 🤯 pic.twitter.com/c7CntozVF0— NFL (@NFL) January 24, 2022 Undanúrslit deildarinnar fara fram næsta sunnudag. 49ers sækir þá Rams heim en Kansas tekur á Bengals. Báðir leikir að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Laugardagurinn byrjaði með látum þegar sigurvegararnir í Þjóðadeildinni og Ameríkudeildinni féllu úr leik. Cincinnati Bengals skellti Tennesse Titans, 19-16, og San Francisco fór svo til Green Bay og vann frækinn sigur, 13-10, þó svo sókn liðsins hefði ekki skorað snertimark í leiknum. Það var þó aðeins reykurinn af réttunum í gærkvöldi og nótt varð allt vitlaust. Í fyrri leik dagsins gerði LA Rams sér lítið fyrir og skellti meisturum Tampa Bay, 30-27. Rams komst í 27-3 en Tampa kom til baka af fullum krafti með Tom Brady fremstan í flokki. Endurkoma sem minnti á þegar Brady kom til baka gegn Atlanta í Super Bowl eftir að hafa verið 28-3 undir. PLAYOFF. LENNY.@Buccaneers tie it up!📺: #LARvsTB on NBC📱: https://t.co/6Hz1DjFj3t pic.twitter.com/sjPdUuExuf— NFL (@NFL) January 23, 2022 Buccaneers jafnaði leikinn 27-27 er lítið var eftir en það var enn tími fyrir Rams að stela leiknum. Leikstjórnandi þeirra átti langa sendingu á útherjann Cooper Kupp sem kom liðinu í vallarmarksstöðu. Rams skoraði úr vallarmarkinu um leið og leiktímanum lauk. .@CooperKupp put the team on his back.This ending was WILD. #LARvsTB pic.twitter.com/6clEXf9SQq— NFL (@NFL) January 23, 2022 Meistararnir því búnir og Tom Brady segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann mæti aftur til leiks í haust. Hann er orðinn 44 ára gamall. Tívolibomburnar komu svo í lokaatriðinu sem var leikur Kansas City Chiefs og Buffalo Bills. Sturlaður leikur sem Kansas vann í framlengingu, 42-36. Dramatíkin á síðustu tveimur mínútum leiksins var með ólíkindum. Liðin skiptust þrisvar á forskotinu og spiluðu í raun fullkomlega. JOSH ALLEN AND GABRIEL DAVIS' 4TH TD GIVES THE BILLS THE LEAD WITH 17 SECONDS.📺: #BUFvsKC on CBS📱: https://t.co/bCIjXIlFWh pic.twitter.com/DgdL4Pwvnd— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bills virtist þó vera búið að vinna leikinn með snertimarki er 13 sekúndur lifðu leiks. 13 sekúndur dugðu aftur á móti Patrick Mahomes, leikstjórnanda Chiefs, til þess að koma liðinu í vallarmarksfæri og jafna um leið og leiktíminn rann út. MAHOMES HAD 13 SECONDS! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/68g4cJ0sqW— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bæði Mahomes og Josh Allen, leikstjórnandi Bills, voru að spila fullkominn leik. Það vissu því allir að mikið væri undir í hlutkestinu. Hvort liðið byrjaði með boltann í framlengingunni. Það var Kansas sem vann hlutkestið. Mahomes hafði engan áhuga á því að leyfa Allen að koma aftur inn á völlinn. Hann keyrði liðið alla leið upp völlinn og kastaði á Travis Kelce fyrir snertimarki sem kláraði leikinn. Lygilegur leikur. THIS VIEW OF THE WINNER. 🤯 pic.twitter.com/c7CntozVF0— NFL (@NFL) January 24, 2022 Undanúrslit deildarinnar fara fram næsta sunnudag. 49ers sækir þá Rams heim en Kansas tekur á Bengals. Báðir leikir að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira