„Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni“ Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2022 12:57 Inga Þyri er orðin 78 ára gömul og hún er sannarlega ekki að stressa sig á látunum sem hafa orðið vegna auglýsingar sem hún lék í. Inga Þyri er orðin eftirsótt í auglýsingar og kvikmyndir, sem hún segir óvæntan feril á efri árum. Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri og kennari segist ekki reka minni til þess að móðir hans, sem leikur í umdeildri auglýsingu Kjarnafæðis þar sem blótsyrði eru höfð uppi, hafi nokkru sinni blótað. „Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni,“ segir Kjartan á Facebook-síðu sinni. Í þorrablótsauglýsingu Kjarnafæðis er viðhaft bölv og ragn en er þar verði að snúa upp á merkingu orðsins blót. Blótsyrðin fóru fyrir brjóstið á mörgum siðprúðum manninum. Inga Þyri Kjartansdóttir leikur í auglýsingunni og hún segir í samtali við Vísi að henni hafi í fyrstu brugðið – auðvitað – en svo hafi hún áttað sig á því hver tilgangurinn var og þá hafi henni fundist þetta vel til fundið. „Þetta var náttúrlega beita hjá auglýsingastofunni og hún tókst fullkomlega,“ segir Inga Þyri. Prestar og kirkjuræknir ósáttir Vísir hefur fjallað um málið en Samband íslenskra kristniboðsfélaga hafði þá hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Kirkjunnar menn virðast ekki setja það fyrir sig að þetta er heiðinn siður og vilja hlutast til um málið. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sagði í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Lætur sér hvergi bregða og segir auglýsinguna fyndna Inga Þyri, sem er orðin 78 ára gömul, lætur sér hins vegar hvergi bregða. Hún segir skondið hvernig allt þetta er til komið. Hún fór í myndatöku vegna kosningamyndbands, kynning á kosningasjónvarpinu og áður en hún vissi af var hún komin í átta verkefni; tvær kvikmyndir og sex auglýsingar. „Fyndið að ellilífeyrisþegi sem er löngu hættur að vinna lendir allt í einu í nýju áhugamáli,“ segir Inga Þyri sem í áratugi var virk í starfi Framsóknarflokksins, sat meðal annars í bæjarstjórn Kópavogs og var framkvæmdastjóri Landssambands framsóknarkvenna. Hún lýsir því svo að hún hafi í fyrstu verið beðin um að koma í myndatöku fyrir Kjarnafæði vegna þorrablótsauglýsingarinnar en það hafi svo undið upp á sig. „Ég les nú ekki þennan texta. Það gerir Ragnheiður Steinþórsdóttir leikkona. Ég veit nú ekki nema ég hefði hikstað á þessum texta, þetta er nú ekki minn talsmáti. En ég skellihló sjálf að þessum auglýsingum. Mér fannst þetta frekar fyndið.“ Barátta milli Suður- og Norðurlands Inga Þyri segir að enn einn snúingurinn á þessu máli hafi svo komið upp eftir að Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður á Selfossi tók upp á því að lýsa sig innilega sammála prestum þeim sem vildu fordæma auglýsinguna. „Þá var þetta orðin barátta milli norður og suðurs, Kjarnafæðis og SS. Stórskemmtilegt í rauninni: Sunnanmenn setji sig upp á móti þessu því þetta er frá Kjarnafæði fyrir norðan. Það eru ýmsar hliðar á þessu. Ég held að þessi auglýsingaherferð hafi tekist mjög vel, stutt, snarpt og vakti mikla athygli. Er það ekki það sem auglýsingum er ætlað að gera?“ spyr Inga Þyri og telur sig vita svarið við þeirri spurningu. Auglýsinga- og markaðsmál Þorramatur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í þorrablótsauglýsingu Kjarnafæðis er viðhaft bölv og ragn en er þar verði að snúa upp á merkingu orðsins blót. Blótsyrðin fóru fyrir brjóstið á mörgum siðprúðum manninum. Inga Þyri Kjartansdóttir leikur í auglýsingunni og hún segir í samtali við Vísi að henni hafi í fyrstu brugðið – auðvitað – en svo hafi hún áttað sig á því hver tilgangurinn var og þá hafi henni fundist þetta vel til fundið. „Þetta var náttúrlega beita hjá auglýsingastofunni og hún tókst fullkomlega,“ segir Inga Þyri. Prestar og kirkjuræknir ósáttir Vísir hefur fjallað um málið en Samband íslenskra kristniboðsfélaga hafði þá hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Kirkjunnar menn virðast ekki setja það fyrir sig að þetta er heiðinn siður og vilja hlutast til um málið. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sagði í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Lætur sér hvergi bregða og segir auglýsinguna fyndna Inga Þyri, sem er orðin 78 ára gömul, lætur sér hins vegar hvergi bregða. Hún segir skondið hvernig allt þetta er til komið. Hún fór í myndatöku vegna kosningamyndbands, kynning á kosningasjónvarpinu og áður en hún vissi af var hún komin í átta verkefni; tvær kvikmyndir og sex auglýsingar. „Fyndið að ellilífeyrisþegi sem er löngu hættur að vinna lendir allt í einu í nýju áhugamáli,“ segir Inga Þyri sem í áratugi var virk í starfi Framsóknarflokksins, sat meðal annars í bæjarstjórn Kópavogs og var framkvæmdastjóri Landssambands framsóknarkvenna. Hún lýsir því svo að hún hafi í fyrstu verið beðin um að koma í myndatöku fyrir Kjarnafæði vegna þorrablótsauglýsingarinnar en það hafi svo undið upp á sig. „Ég les nú ekki þennan texta. Það gerir Ragnheiður Steinþórsdóttir leikkona. Ég veit nú ekki nema ég hefði hikstað á þessum texta, þetta er nú ekki minn talsmáti. En ég skellihló sjálf að þessum auglýsingum. Mér fannst þetta frekar fyndið.“ Barátta milli Suður- og Norðurlands Inga Þyri segir að enn einn snúingurinn á þessu máli hafi svo komið upp eftir að Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður á Selfossi tók upp á því að lýsa sig innilega sammála prestum þeim sem vildu fordæma auglýsinguna. „Þá var þetta orðin barátta milli norður og suðurs, Kjarnafæðis og SS. Stórskemmtilegt í rauninni: Sunnanmenn setji sig upp á móti þessu því þetta er frá Kjarnafæði fyrir norðan. Það eru ýmsar hliðar á þessu. Ég held að þessi auglýsingaherferð hafi tekist mjög vel, stutt, snarpt og vakti mikla athygli. Er það ekki það sem auglýsingum er ætlað að gera?“ spyr Inga Þyri og telur sig vita svarið við þeirri spurningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Þorramatur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira