Lögreglumaður fær ekkert eftir að staða hans var auglýst vegna ítrekaðra kvartana Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2022 13:22 Allir samstarfsmenn lögreglumannsins kvörtuðu til fagráðs lögreglu í byrjun júní 2019, vegna framkomu mannsins í þeirra garð. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af rúmlega 140 milljóna króna kröfu lögreglumanns eftir að skipun hans var ekki framlengd og staða hans auglýst laus til umsóknar. Í dómnum segir að maðurinn hafi starfað sem lögreglumaður í um 35 ár, síðast hjá embætti lögreglustjórans á Vesturlandi. Skipunartími hans hafði verið framlengdur um fimm ár árið 2015, en árið 2019 var honum tilkynnt að skipun hans yrði ekki framlengd á nýjan leik. Samstarfsfólk hans hafði þá ítrekað kvartað yfir framkomu hans og vegna samstarfsörðugleika hafi verið ákveðið að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. Vildi lögreglumaðurinn meina að sú ákvörðun hafi verið ólögleg. Auk þess fór hann fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur. Langur aðdragandi Í dómnum segir að ákvörðun lögreglustjóra hafi átt sér langan aðdraganda og byggði á samskiptaörðugleikum mannsins og annarra starfsmanna embættisins. Höfðu yfirmenn embættisins átt ítrekuð samtöl við manninn vegna þessa. Þannig höfðu til dæmis tvær lögreglukonur kvartað yfir framkomu mannsins og sagt hann gera lítið úr þeim og talað niður til þeirra. Þá kvörtuðu allir samstarfsmenn lögreglumannsins við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi til fagráðs lögreglu í byrjun júní 2019, vegna framkomu mannsins í þeirra garð. Málefnaleg sjónarmið „Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki annað séð en að málefnaleg sjónarmið hafi legið að baki þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa umrætt embætti lögreglumanns laust til umsóknar. Lá að baki henni löng saga samstarfsörðugleika stefnanda við samstarfsmenn sína sem yfirmenn embættisins höfðu rætt ítrekað við stefnanda yfir langt tímabil og gert honum grein fyrir. Ekkert liggur fyrir um að lögreglustjórinn hafi reynt að koma sér hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð við meðferð málsins eða að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst er ákvörðun var tekin. Er það niðurstaða dómsins að sú ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa það embætti sem stefnandi hafði gegnt laust til umsóknar hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar og ekki liggi annað fyrir um það í málinu en að hún hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum,“ segir í dómnum. Dómari í málinu þótti rétt að málskostnaður myndi falla niður. Lögreglan Dómsmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Í dómnum segir að maðurinn hafi starfað sem lögreglumaður í um 35 ár, síðast hjá embætti lögreglustjórans á Vesturlandi. Skipunartími hans hafði verið framlengdur um fimm ár árið 2015, en árið 2019 var honum tilkynnt að skipun hans yrði ekki framlengd á nýjan leik. Samstarfsfólk hans hafði þá ítrekað kvartað yfir framkomu hans og vegna samstarfsörðugleika hafi verið ákveðið að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. Vildi lögreglumaðurinn meina að sú ákvörðun hafi verið ólögleg. Auk þess fór hann fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur. Langur aðdragandi Í dómnum segir að ákvörðun lögreglustjóra hafi átt sér langan aðdraganda og byggði á samskiptaörðugleikum mannsins og annarra starfsmanna embættisins. Höfðu yfirmenn embættisins átt ítrekuð samtöl við manninn vegna þessa. Þannig höfðu til dæmis tvær lögreglukonur kvartað yfir framkomu mannsins og sagt hann gera lítið úr þeim og talað niður til þeirra. Þá kvörtuðu allir samstarfsmenn lögreglumannsins við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi til fagráðs lögreglu í byrjun júní 2019, vegna framkomu mannsins í þeirra garð. Málefnaleg sjónarmið „Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki annað séð en að málefnaleg sjónarmið hafi legið að baki þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa umrætt embætti lögreglumanns laust til umsóknar. Lá að baki henni löng saga samstarfsörðugleika stefnanda við samstarfsmenn sína sem yfirmenn embættisins höfðu rætt ítrekað við stefnanda yfir langt tímabil og gert honum grein fyrir. Ekkert liggur fyrir um að lögreglustjórinn hafi reynt að koma sér hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð við meðferð málsins eða að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst er ákvörðun var tekin. Er það niðurstaða dómsins að sú ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa það embætti sem stefnandi hafði gegnt laust til umsóknar hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar og ekki liggi annað fyrir um það í málinu en að hún hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum,“ segir í dómnum. Dómari í málinu þótti rétt að málskostnaður myndi falla niður.
Lögreglan Dómsmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira