Vill áfram leiða lista Pírata í Kópavogi Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2022 14:32 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, sækist eftir að áfram leiða lista Pírata í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í maí. Í tilkynningu frá Pírötum segir að flokkurinn hafi átt mjög árangursríkt kjörtímabil þrátt fyrir að vera í minnihluta og hafi flokkurinn komið ýmsum góðum málum í verk. „Í öllum mínum störfum hef ég lagt áherslu á aukið íbúasamráð, gegnsæi, hugað að áhrifum á loftslagið í allri ákvarðanatöku og staðið vörð um mannréttindi og persónuvernd. Fyrir tilstuðlan Pírata í Kópavogi hefur bæjarstjórn meðal annars innleitt reglur um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa, hafið að birta fylgigögn með fundargerðum, bætt aðgengi að ókyngreindum búningsklefum í sundlaugunum og samþykkt að kolefnisjafna allar ferðir starfsfólks bæjarins á vinnutíma. Undanfarin fjögur ár hafa verið mjög lærdómsrík. Ég þrífst í krefjandi verkefnum og nýt þess að leysa fjölbreyttar áskoranir og hef ég því getað nýtt bæjarfulltrúastarfið til að skila árangri fyrir íbúa. Nú býð ég fram krafta mína til þess að halda áfram okkar góðu vegferð. Ég tel það vera mjög raunhæfan möguleika að Píratar komi að myndun meirihluta í Kópavogi á næsta kjörtímabili þar sem við munum hafa enn meiri áhrif. Stærstu áskoranir komandi ára eru loftslagsmálin og þar spila skipulag og samgöngur stóran sess. Ég hef mikinn metnað fyrir því að Kópavogur verði leiðandi í málaflokknum og ég tel Pírata hafa á að skipa bestu hugmyndafræðinni til þess að koma okkur þangað,“ segir í tilkynningunni. Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Í tilkynningu frá Pírötum segir að flokkurinn hafi átt mjög árangursríkt kjörtímabil þrátt fyrir að vera í minnihluta og hafi flokkurinn komið ýmsum góðum málum í verk. „Í öllum mínum störfum hef ég lagt áherslu á aukið íbúasamráð, gegnsæi, hugað að áhrifum á loftslagið í allri ákvarðanatöku og staðið vörð um mannréttindi og persónuvernd. Fyrir tilstuðlan Pírata í Kópavogi hefur bæjarstjórn meðal annars innleitt reglur um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa, hafið að birta fylgigögn með fundargerðum, bætt aðgengi að ókyngreindum búningsklefum í sundlaugunum og samþykkt að kolefnisjafna allar ferðir starfsfólks bæjarins á vinnutíma. Undanfarin fjögur ár hafa verið mjög lærdómsrík. Ég þrífst í krefjandi verkefnum og nýt þess að leysa fjölbreyttar áskoranir og hef ég því getað nýtt bæjarfulltrúastarfið til að skila árangri fyrir íbúa. Nú býð ég fram krafta mína til þess að halda áfram okkar góðu vegferð. Ég tel það vera mjög raunhæfan möguleika að Píratar komi að myndun meirihluta í Kópavogi á næsta kjörtímabili þar sem við munum hafa enn meiri áhrif. Stærstu áskoranir komandi ára eru loftslagsmálin og þar spila skipulag og samgöngur stóran sess. Ég hef mikinn metnað fyrir því að Kópavogur verði leiðandi í málaflokknum og ég tel Pírata hafa á að skipa bestu hugmyndafræðinni til þess að koma okkur þangað,“ segir í tilkynningunni.
Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira