Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. janúar 2022 20:47 Boris Johnson á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á undir högg að sækja um þessar mundir vegna veisluhalda meðan harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi en ITV greinir frá því í dag að svo virðist sem að Johnson hafi verið viðstaddur afmælisveislu í Downing stræti sumarið 2020. Að því er kemur fram í frétt ITV um málið er talið að Carrie Johnson, eiginkona forsætisráðherrans, hafi skipulagt óvænta afmælisveislu um miðjan dag þann 19. júní sem að um 30 manns sóttu. Þá hafi annað teiti átt sér stað um kvöldið. Aðeins níu dögum fyrr hafði Johnson biðlað til almennings að forðast samkomur innandyra eftir fremsta megni. Samkvæmt þáverandi reglum máttu aðeins sex manns safnast saman utandyra og tveir innandyra. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa þó alfarið neitað því að fjölmennt teiti hafi farið fram á staðnum heldur hafi aðeins nokkrir fjölskyldumeðlimir fagnað með Johnson innandyra. Þá hafi hópur starfsmanna sem voru við störf þann dag safnast saman á skrifstofu Johnson til að óska honum til hamingju með daginn. Sjálfur hafi Johnson aðeins verið þar í um tíu mínútur. Fyrr í mánuðinum baðst Johnson afsökunar á því að hafa sótt garðveislu í Downingstræti 19 í maí 2020 en hann hefur verið sakaður um að ljúga að breska þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið. Hann sagðist hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða og fullyrti að enginn hefði varað hann við að veisluhöldin væru brot á samkomutakmörkunum, líkt og Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Johnson hélt fram. Guardian greindi frá því í síðustu viku að þingmenn breska Íhaldsflokksins væru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hafi grafið verulega undan trúverðugleika hans. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57 Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15 Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á undir högg að sækja um þessar mundir vegna veisluhalda meðan harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi en ITV greinir frá því í dag að svo virðist sem að Johnson hafi verið viðstaddur afmælisveislu í Downing stræti sumarið 2020. Að því er kemur fram í frétt ITV um málið er talið að Carrie Johnson, eiginkona forsætisráðherrans, hafi skipulagt óvænta afmælisveislu um miðjan dag þann 19. júní sem að um 30 manns sóttu. Þá hafi annað teiti átt sér stað um kvöldið. Aðeins níu dögum fyrr hafði Johnson biðlað til almennings að forðast samkomur innandyra eftir fremsta megni. Samkvæmt þáverandi reglum máttu aðeins sex manns safnast saman utandyra og tveir innandyra. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa þó alfarið neitað því að fjölmennt teiti hafi farið fram á staðnum heldur hafi aðeins nokkrir fjölskyldumeðlimir fagnað með Johnson innandyra. Þá hafi hópur starfsmanna sem voru við störf þann dag safnast saman á skrifstofu Johnson til að óska honum til hamingju með daginn. Sjálfur hafi Johnson aðeins verið þar í um tíu mínútur. Fyrr í mánuðinum baðst Johnson afsökunar á því að hafa sótt garðveislu í Downingstræti 19 í maí 2020 en hann hefur verið sakaður um að ljúga að breska þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið. Hann sagðist hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða og fullyrti að enginn hefði varað hann við að veisluhöldin væru brot á samkomutakmörkunum, líkt og Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Johnson hélt fram. Guardian greindi frá því í síðustu viku að þingmenn breska Íhaldsflokksins væru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hafi grafið verulega undan trúverðugleika hans.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57 Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15 Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54
Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57
Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15
Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54