Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. janúar 2022 10:33 Hanna Björg er ein þeirra sem hefur gagnrýnt Siggu Dögg kynfræðing fyrir að kenna unglingum kyrkingar í kynlífi. Vísir Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. „Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt?“ Þetta segir meðal annars í aðsendri grein kynjafræðikennaranna Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur og Maríu Hjálmtýsdóttur sem birtist á Vísi í gær. Greinin var undir yfirskriftinni „Klám, kyrkingar og kynlíf“ og er þar spjótum beint að ónafngreindum kynfræðingi. Hanna og María staðfesta í samtali við Vísi að umræddur kynfræðingur sé Sigríður Dögg Arnardóttir, sem er yfirleitt kölluð Sigga Dögg, og hefur síðustu ár séð um kynfræðslu í skólum landsins. Þær gagnrýna harðlega ummæli sem Sigga Dögg hefur látið falla undanfarið um kyrkingar eða svokallað „breath play“ í kynferðislegum tilgangi. Í greininni er vísað til þess að kynferðisofbeldi hafi verið mikið til umræðu undanfarin misseri og hefur skólakerfið brugðist við ákalli samfélagsins um kynfræðslu til að vernda börnin. Þlr segja opinskáa umræðu um kynlíf bráðnauðsynlega en mörk séu þar á og hinir fullorðnu beri þar ákveðna skyldu. „Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis,“ segir í grein Maríu og Hönnu. „Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“,“ segja þær enn fremur. Útskýrir kyrkingar fyrir grunnskóla- og framhaldsnemum Sigga Dögg hefur á samfélagsmiðlum áður talað sérstaklega um að „kenna“ fólki kyrkingar og segist hún hafa stundum rætt slíkt við nemendur tíunda bekkjar í grunnskóla og alltaf við nemendur í framhaldsskóla. „Ég leyfi krökkunum oft að velja á milli hvort ég eigi að útskýra það að rassskella eða svona kyrkingu […] út frá virku samþykki, bæði þann sem er að þrengja að og hjá þeim sem er þrengt að, og krakkarnir eru yfirleitt alveg súper áhugasamir. Ég útskýri nákvæmlega hvað felst í þessu og hvað felst ekki í þessu,“ segir Sigga Dögg í einu myndbandi sem María bendir á. „Ég hef fundið að það er mikill áhugi fyrir þessu og þetta má ekki verða tabú,“ segir Sigga Dögg í myndbandinu og bendir á að þetta sé ekki nýtt af nálinni þar sem hún hafi sjálf heyrt um slíkt þegar hún var unglingur. „En var kennt um þetta? Nei það var ekki. Þannig bættir og breyttir tímar gott fólk.“ Kynfræðsla eigi ekki að snúast um kyrkingar Hanna og María benda á að þessi hegðun geti reynst hættuleg og því sé það á ábyrgð fullorðna að vita betur. „Þegar börn hafa leikið sér að því að loka öndunarvegi hvers annars eða sínum eigin ber okkur skylda til að bregðast við af festu og stöðva þau áður en illa fer,“ segja þær og benda á eitt tilfelli í Noregi þar sem ungur drengur lést í slíkum „leik.“ „Kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og „breath play“, eru lífshættulegar.“ Að þeirra sögn er klám og klámvæðing að ræna börnin þau frelsi sem þau þarfnast til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Sá sem fái fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beita ofbeldi eigi að skammast sín, og sömuleiðis sá sem hefur lífsviðurværi af því að kenna börnunum að það sé í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert rétt. „Kynfræðsla er ekki kennsla í að fá sem öfgafyllstar fullnægingar og hún á svo sannarlega ekki að snúast um að kenna börnunum okkar að kyrkja eða láta kyrkja sig. Þarf einhver að láta lífið til að við áttum okkur á því?“ Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Sjá meira
„Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt?“ Þetta segir meðal annars í aðsendri grein kynjafræðikennaranna Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur og Maríu Hjálmtýsdóttur sem birtist á Vísi í gær. Greinin var undir yfirskriftinni „Klám, kyrkingar og kynlíf“ og er þar spjótum beint að ónafngreindum kynfræðingi. Hanna og María staðfesta í samtali við Vísi að umræddur kynfræðingur sé Sigríður Dögg Arnardóttir, sem er yfirleitt kölluð Sigga Dögg, og hefur síðustu ár séð um kynfræðslu í skólum landsins. Þær gagnrýna harðlega ummæli sem Sigga Dögg hefur látið falla undanfarið um kyrkingar eða svokallað „breath play“ í kynferðislegum tilgangi. Í greininni er vísað til þess að kynferðisofbeldi hafi verið mikið til umræðu undanfarin misseri og hefur skólakerfið brugðist við ákalli samfélagsins um kynfræðslu til að vernda börnin. Þlr segja opinskáa umræðu um kynlíf bráðnauðsynlega en mörk séu þar á og hinir fullorðnu beri þar ákveðna skyldu. „Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis,“ segir í grein Maríu og Hönnu. „Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“,“ segja þær enn fremur. Útskýrir kyrkingar fyrir grunnskóla- og framhaldsnemum Sigga Dögg hefur á samfélagsmiðlum áður talað sérstaklega um að „kenna“ fólki kyrkingar og segist hún hafa stundum rætt slíkt við nemendur tíunda bekkjar í grunnskóla og alltaf við nemendur í framhaldsskóla. „Ég leyfi krökkunum oft að velja á milli hvort ég eigi að útskýra það að rassskella eða svona kyrkingu […] út frá virku samþykki, bæði þann sem er að þrengja að og hjá þeim sem er þrengt að, og krakkarnir eru yfirleitt alveg súper áhugasamir. Ég útskýri nákvæmlega hvað felst í þessu og hvað felst ekki í þessu,“ segir Sigga Dögg í einu myndbandi sem María bendir á. „Ég hef fundið að það er mikill áhugi fyrir þessu og þetta má ekki verða tabú,“ segir Sigga Dögg í myndbandinu og bendir á að þetta sé ekki nýtt af nálinni þar sem hún hafi sjálf heyrt um slíkt þegar hún var unglingur. „En var kennt um þetta? Nei það var ekki. Þannig bættir og breyttir tímar gott fólk.“ Kynfræðsla eigi ekki að snúast um kyrkingar Hanna og María benda á að þessi hegðun geti reynst hættuleg og því sé það á ábyrgð fullorðna að vita betur. „Þegar börn hafa leikið sér að því að loka öndunarvegi hvers annars eða sínum eigin ber okkur skylda til að bregðast við af festu og stöðva þau áður en illa fer,“ segja þær og benda á eitt tilfelli í Noregi þar sem ungur drengur lést í slíkum „leik.“ „Kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og „breath play“, eru lífshættulegar.“ Að þeirra sögn er klám og klámvæðing að ræna börnin þau frelsi sem þau þarfnast til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Sá sem fái fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beita ofbeldi eigi að skammast sín, og sömuleiðis sá sem hefur lífsviðurværi af því að kenna börnunum að það sé í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert rétt. „Kynfræðsla er ekki kennsla í að fá sem öfgafyllstar fullnægingar og hún á svo sannarlega ekki að snúast um að kenna börnunum okkar að kyrkja eða láta kyrkja sig. Þarf einhver að láta lífið til að við áttum okkur á því?“
Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent