James og Durant fyrirliðar í stjörnuleiknum Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2022 07:31 Stephen Curry hélt upp á sæti í stjörnuliði vesturdeildarinnar með öruggum sigri í gærkvöld. AP/Jeff Chiu Búið er að kjósa byrjunarliðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James og Kevin Durant hlutu besta kosningu og eru fyrirliðar liðanna. Stjörnuleikurinn fer fram í Cleveland 10. febrúar og James snýr því aftur í sína gömlu heimaborg þar sem hann bæði hóf NBA-ferilinn með Cavaliers árið 2003 og vann NBA-meistaratitil árið 2016. Þetta er í 18. sinn í röð sem að James er valinn í stjörnuliðið og hann hefur verið fyrirliði öll fimm árin síðan að fyrirkomulagi stjörnuleiksins var breytt. Óvissa ríkir hins vegar um þátttöku Durants sem á við meiðsli í hné að stríða. Morant og Wiggins í fyrsta sinn Auk James eru í liði vesturdeildarinnar mikilvægasti leikmaður síðustu leiktíðar; Nikola Jokic úr Denver Nuggets, og þeir Stephen Curry og Andrew Wiggins úr Golden State Warriors, og Ja Morant úr Memphis Grizzlies. Þetta verður í fyrsta sinn sem Morant og Wiggins spila stjörnuleikinn. The Western Conference #NBAAllStar Starters Pool!@KingJames (Captain)@StephenCurry30 Nikola Jokic@JaMorant @22wiggins pic.twitter.com/V1mYl1v1j3— NBA (@NBA) January 28, 2022 Ásamt Durant eru í liði austurdeildarinnar þeir Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, Joel Embiid úr Philadelphia 76ers, Trae Young úr Atlanta Hawks og DeMar DeRozan úr Chicago Bulls. The Eastern Conference #NBAAllStar Starters Pool! @KDTrey5 (Captain)@Giannis_An34@DeMar_DeRozan @JoelEmbiid@TheTraeYoung pic.twitter.com/xeHV7fHWt5— NBA (@NBA) January 28, 2022 Atkvæði stuðningsmanna giltu 50% í kosningunni, sérfræðingar úr fjölmiðlastéttinni fengu 25% vægi og leikmenn úr deildinni 25% vægi en niðurstöðurnar má sjá hér. Three voting groups determined the starters: Fans (50%) NBA players (25%) Media panel 25%) Complete voting results here: https://t.co/h4VCEaRwVRBelow are the overall scores for the top finishers at each position. pic.twitter.com/W6An0FhzgY— NBA Communications (@NBAPR) January 28, 2022 Skvettubræður í stuði og Lakers töpuðu án James Aðeins tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Golden State í 124-115 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Heimamenn í Golden State settu alls niður 21 þriggja stiga skot í leiknum. A new season-high for Klay Thompson, 23 PTS (5-9 3PM)!Watch Now on TNT pic.twitter.com/5NjJTzqG9T— NBA (@NBA) January 28, 2022 LeBron James fékk svo hvíld í leik LA Lakers gegn Philadelphia 76ers þar sem heimamenn í Philadelphia unnu sigur, 105-87, þrátt fyrir 31 stig og 12 fráköst Anthony Davis. Joel Embiid var ekki upp á sitt besta en skoraði engu að síður 26 stig og tók níu fráköst fyrir Philadelphia, en hann klikkaði til að mynda á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. NBA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Stjörnuleikurinn fer fram í Cleveland 10. febrúar og James snýr því aftur í sína gömlu heimaborg þar sem hann bæði hóf NBA-ferilinn með Cavaliers árið 2003 og vann NBA-meistaratitil árið 2016. Þetta er í 18. sinn í röð sem að James er valinn í stjörnuliðið og hann hefur verið fyrirliði öll fimm árin síðan að fyrirkomulagi stjörnuleiksins var breytt. Óvissa ríkir hins vegar um þátttöku Durants sem á við meiðsli í hné að stríða. Morant og Wiggins í fyrsta sinn Auk James eru í liði vesturdeildarinnar mikilvægasti leikmaður síðustu leiktíðar; Nikola Jokic úr Denver Nuggets, og þeir Stephen Curry og Andrew Wiggins úr Golden State Warriors, og Ja Morant úr Memphis Grizzlies. Þetta verður í fyrsta sinn sem Morant og Wiggins spila stjörnuleikinn. The Western Conference #NBAAllStar Starters Pool!@KingJames (Captain)@StephenCurry30 Nikola Jokic@JaMorant @22wiggins pic.twitter.com/V1mYl1v1j3— NBA (@NBA) January 28, 2022 Ásamt Durant eru í liði austurdeildarinnar þeir Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, Joel Embiid úr Philadelphia 76ers, Trae Young úr Atlanta Hawks og DeMar DeRozan úr Chicago Bulls. The Eastern Conference #NBAAllStar Starters Pool! @KDTrey5 (Captain)@Giannis_An34@DeMar_DeRozan @JoelEmbiid@TheTraeYoung pic.twitter.com/xeHV7fHWt5— NBA (@NBA) January 28, 2022 Atkvæði stuðningsmanna giltu 50% í kosningunni, sérfræðingar úr fjölmiðlastéttinni fengu 25% vægi og leikmenn úr deildinni 25% vægi en niðurstöðurnar má sjá hér. Three voting groups determined the starters: Fans (50%) NBA players (25%) Media panel 25%) Complete voting results here: https://t.co/h4VCEaRwVRBelow are the overall scores for the top finishers at each position. pic.twitter.com/W6An0FhzgY— NBA Communications (@NBAPR) January 28, 2022 Skvettubræður í stuði og Lakers töpuðu án James Aðeins tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Golden State í 124-115 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Heimamenn í Golden State settu alls niður 21 þriggja stiga skot í leiknum. A new season-high for Klay Thompson, 23 PTS (5-9 3PM)!Watch Now on TNT pic.twitter.com/5NjJTzqG9T— NBA (@NBA) January 28, 2022 LeBron James fékk svo hvíld í leik LA Lakers gegn Philadelphia 76ers þar sem heimamenn í Philadelphia unnu sigur, 105-87, þrátt fyrir 31 stig og 12 fráköst Anthony Davis. Joel Embiid var ekki upp á sitt besta en skoraði engu að síður 26 stig og tók níu fráköst fyrir Philadelphia, en hann klikkaði til að mynda á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum.
NBA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira