Í færslu sem Sara birti á samfélagsmiðli sínum fer hún yfir leið sína að afreksíþrótta manneskjunni sem hún er í dag. Henni finnst furðulegt að hugsa til þess að fyrstu sautján ár lífsins hafi hún ekki að stundað hreyfingu. Sara segist hafa átt í óheilbrigðu sambandi við mat og verið óánægð með sjálfa sig.
„Eina ástæðan fyrir því að ég byrjaði að æfa var vegna þess að besta vinkona mín eignaðist kærasta og ég fann fyrir pressu að eignast líka kærasta,“
segir Sara. Hún endaði þó á því að græða enn mikilvægara samband en eftir að hún byrjaði að stunda reglulega hreyfingu varð hún ástfangin að CrossFit og hefur ekki stoppað síðan.