Dýrin og við Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. janúar 2022 11:00 Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi. Í 40 ár hefur verið stundað blóðmerahald á Íslandi, án þess að margir hafi gert við það athugasemdir, og hafa flestir einfaldega leitt þessa starfsem, sem þó hefur farið fram á yfir 100 bæjum, hjá sér, hafi þeir þá vitað af henni. 18. nóvember sl. gerðist svo það, að erlendir aðilar, svissnesk/þýzk dýraverndunarsamtök, gáfu út 126 síðna skýrslu, ásamt með heimildarmyndböndum, um raunveruleikann í blóðmerahaldi á Íslandi, sem þau kynntu fyrir fjölmiðlum og landsmönnum. Eins kom fram, að blóðmerahald er hvergi stundað í heiminum, nema hér, í Suður Ameríku og í Kína. Alls staðar annars staðar bannað, vegna mannúðar- og dýraverndunarsjónarmiða. Vegna þess ofbeldis, sem sýnt var fram á, að blóðmerar sættu, opnuðust augu manna fyrir raunverulegu eðli þessarar starfsemi, og skapaðist samúð flestra góðra manna með dýrunum - merunum, folöldunum og svínunum -, en þau ásamt með nokkrum öðrum húsdýrum, eða verksmiðjudýrum, eru svo fórnarlömb þessarar starfsemi. Fyrir undirrituðum er þetta góð þróun, en við skulum hugsa til þess, að það þurfti erlenda aðila til, til að opna augu okkar Íslendinga fyrir þessari óiðju og þessu dýraníði, sem fram hefur farið á okkar eigin heimavelli. Óiðjan var í gangi í áratugi, hefði mátt blasa við mörgum okkar, en við sáum hana ekki, vildum ekki sjá hana eða leiddum hana hjá okkur. Við nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins kom í ljós, að mikill meirihluti landsmanna áttaði sig á því, að blóðmerahald byggist á ofbeldi og meiðingum við dýrin, og tjáði sig andvígan því - 66% voru andvíg, 19% höfðu ekki skoðun og aðeins 15% voru hlynnt því -, þegar menn áttuðu sig loks á þessu og tóku við sér með það. Ég vil, að þessu tilefni, vekja upp aðra hlið á málinu, stöðu dýra almennt, í þeirri von, að einhverjir staldri aðeins og við velti henni fyrir sér upp á nýtt líka. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Þó ótrúlegt kunni að virðast, eru taldar vera um 5.500 tegundir spendýra á jörðinni. Þessi spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallar atriðum eins gerð og byggð. Öll spendýr, ekki bara spendýrið maðurinn, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðlsum og áverkum, eins og við, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt meira og minna eins og við. Tilraunir eru gerðar á litlum músum, rottum eða kanínum - oft reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækninga lausnir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, að mönnum meðtöldum. Nýjasta dæmið um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkar. Öll spendýr eru í grunninn sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur sér til gleði, án þarfar, af drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er: Okkur ber að virða líf og tryggja velferð annarra spendýra - reyndar allra dýra og alls lífríkis - eins og við reynum að tryggja eigin velferð. Kæri lesandi, það væri gott, ef þú opnaðir augun fyrir þessu. Takk fyrir athyglina. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Blóðmerahald Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi. Í 40 ár hefur verið stundað blóðmerahald á Íslandi, án þess að margir hafi gert við það athugasemdir, og hafa flestir einfaldega leitt þessa starfsem, sem þó hefur farið fram á yfir 100 bæjum, hjá sér, hafi þeir þá vitað af henni. 18. nóvember sl. gerðist svo það, að erlendir aðilar, svissnesk/þýzk dýraverndunarsamtök, gáfu út 126 síðna skýrslu, ásamt með heimildarmyndböndum, um raunveruleikann í blóðmerahaldi á Íslandi, sem þau kynntu fyrir fjölmiðlum og landsmönnum. Eins kom fram, að blóðmerahald er hvergi stundað í heiminum, nema hér, í Suður Ameríku og í Kína. Alls staðar annars staðar bannað, vegna mannúðar- og dýraverndunarsjónarmiða. Vegna þess ofbeldis, sem sýnt var fram á, að blóðmerar sættu, opnuðust augu manna fyrir raunverulegu eðli þessarar starfsemi, og skapaðist samúð flestra góðra manna með dýrunum - merunum, folöldunum og svínunum -, en þau ásamt með nokkrum öðrum húsdýrum, eða verksmiðjudýrum, eru svo fórnarlömb þessarar starfsemi. Fyrir undirrituðum er þetta góð þróun, en við skulum hugsa til þess, að það þurfti erlenda aðila til, til að opna augu okkar Íslendinga fyrir þessari óiðju og þessu dýraníði, sem fram hefur farið á okkar eigin heimavelli. Óiðjan var í gangi í áratugi, hefði mátt blasa við mörgum okkar, en við sáum hana ekki, vildum ekki sjá hana eða leiddum hana hjá okkur. Við nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins kom í ljós, að mikill meirihluti landsmanna áttaði sig á því, að blóðmerahald byggist á ofbeldi og meiðingum við dýrin, og tjáði sig andvígan því - 66% voru andvíg, 19% höfðu ekki skoðun og aðeins 15% voru hlynnt því -, þegar menn áttuðu sig loks á þessu og tóku við sér með það. Ég vil, að þessu tilefni, vekja upp aðra hlið á málinu, stöðu dýra almennt, í þeirri von, að einhverjir staldri aðeins og við velti henni fyrir sér upp á nýtt líka. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Þó ótrúlegt kunni að virðast, eru taldar vera um 5.500 tegundir spendýra á jörðinni. Þessi spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallar atriðum eins gerð og byggð. Öll spendýr, ekki bara spendýrið maðurinn, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðlsum og áverkum, eins og við, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt meira og minna eins og við. Tilraunir eru gerðar á litlum músum, rottum eða kanínum - oft reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækninga lausnir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, að mönnum meðtöldum. Nýjasta dæmið um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkar. Öll spendýr eru í grunninn sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur sér til gleði, án þarfar, af drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er: Okkur ber að virða líf og tryggja velferð annarra spendýra - reyndar allra dýra og alls lífríkis - eins og við reynum að tryggja eigin velferð. Kæri lesandi, það væri gott, ef þú opnaðir augun fyrir þessu. Takk fyrir athyglina. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun