Þann 14. febrúar – á Valentínusardaginn sjálfan – fer leikurinn um hina margrómuðu Ofurskál fram. Síðustu tvö tímabil hefur Mahomes stýrt liði sínu til úrslita og nú gæti hann gert slíkt hið sama þriðja árið í röð.
It's AFC Championship week. pic.twitter.com/GygsjrXuLu
— Kansas City Chiefs (@Chiefs) January 27, 2022
Chiefs og Buffalo Bills mættust í 8-liða úrslitum NFL-deildarinnar í leik sem fer í sögubækurnar. Höfðingjarnir frá Kansas virtust hafa kastað frá sér sigrinum þegar Bills komst yfir með 13 sekúndur eftir á klukkunni.
Einhvern veginn tókst Chiefs að jafna metin þökk sé vallarmarki hins sparkvissa Harrison Butker. Skoraði hann alls 12 stig í ótrúlegum sex stiga sigri Chiefs, lokatölur 42-36 eftir framlengdan leik.
Chiefs hóf tímabilið illa og tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum, þar á meðal gegn Bengals. Útherjinn Ja‘Marr Chase gjörsamlega jarðaði Chiefs í þeim leik en hann skoraði þrjú snertimörk í 18 stiga sigri Bengals, lokatölur þá 38-20.
Mahomes og félögum tókst að snúa dæminu við eftir slaka byrjun og liðið hefur nú unnið 14 af 19 leikjum sínum til þessa. Bengals hafa á sama tíma unnið 12 leiki og tapað 7 en treysta á að endurtaka leikinn frá leik liðanna þann 11. október á síðasta ári.
Two of the most electrifying offensive duos in football.
— NFL (@NFL) January 30, 2022
You taking @tkelce and @cheetah, or @Real10jayy__ and @teehiggins5?
: #CINvsKC -- Sunday 3pm ET on CBS
: NFL app pic.twitter.com/oHV6XHNV8E
Klukkan 20.00 mætast Kansas City Chiefs og Cincinnati Bengals. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 23.30 er leikur Los Angeles Rams og San Francisco 49ers í hinni undanúrslitaviðureigninni á dagskrá.

NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.