Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 13:35 Daníel Svavarsson aðalhagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Daníel Svavarsson aðalhagfræðingur Landsbankans segir að einn liður vegi þyngst í þessu samhengi. „Það sem er að skýra að lang stærstum hluta verðbólgunnar í dag er húsnæðisliðurinn. Húsnæðisverð hækkaði mjög mikið í fyrra og það er að skýra langstærstan hlua af verðbólgunnni,“ segir Daníel. Hann segir að verðbólgan hafi líka verið að aukast erlendis. Ástæður aukningarinnar séu þó misjafnar. „Enn sem komið eru innfluttar vörur og bensín ekki að skýra nema um eitt prósent af 5,7 prósent verðbólgu. En það sem hefur verið að knýja verðbólgu erlendis er hækkun á orkuverði sem hefur ekki haft mikil áhrif hér á landi en hins vegar hefur húsnæðisliðurinn haft mun meiri áhrif hérna. En verðbólgan er að aukast bæði hér og erlendis en það er af mismunandi ástæðum,“ segir Daníel. Sveiflurnar hafi þó í gegnum tíðina verið ýktari hér en erlendis. „Ef við horfum aftur til áttunda og níunda áratugarins þá hefur verðbólgan sveiflast mun meira á Íslandi en annars staðar. En frá aldamótum hefur dregið verulega úr þessum sveiflum hér á Íslandi og sérstaklega frá bankahruninu þá hefur verðbólgan í sjálfu sér ekki verið að sveiflast mikið meira en erlendis en hún hefur verið hærri,“ segir Daníel. „Helstu viðskiptalönd okkar hafa verið að berjast við að ná verðbólgu uppí markmið en Seðlabankanum hefur tekist ágætlega að halda verðbólgunni stöðugri og nálægt markmiðinu. En svona sögulega séð yfir lengri tímabil hefur verðbólgan verið óstöðugari hér en í okkar helstu viðskiptalöndum en það hefur dregið úr því á síðustu árum.“ Efnahagsmál Neytendur Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Íslenska krónan Tengdar fréttir Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29. janúar 2022 11:03 Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00 Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. 28. janúar 2022 19:41 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Daníel Svavarsson aðalhagfræðingur Landsbankans segir að einn liður vegi þyngst í þessu samhengi. „Það sem er að skýra að lang stærstum hluta verðbólgunnar í dag er húsnæðisliðurinn. Húsnæðisverð hækkaði mjög mikið í fyrra og það er að skýra langstærstan hlua af verðbólgunnni,“ segir Daníel. Hann segir að verðbólgan hafi líka verið að aukast erlendis. Ástæður aukningarinnar séu þó misjafnar. „Enn sem komið eru innfluttar vörur og bensín ekki að skýra nema um eitt prósent af 5,7 prósent verðbólgu. En það sem hefur verið að knýja verðbólgu erlendis er hækkun á orkuverði sem hefur ekki haft mikil áhrif hér á landi en hins vegar hefur húsnæðisliðurinn haft mun meiri áhrif hérna. En verðbólgan er að aukast bæði hér og erlendis en það er af mismunandi ástæðum,“ segir Daníel. Sveiflurnar hafi þó í gegnum tíðina verið ýktari hér en erlendis. „Ef við horfum aftur til áttunda og níunda áratugarins þá hefur verðbólgan sveiflast mun meira á Íslandi en annars staðar. En frá aldamótum hefur dregið verulega úr þessum sveiflum hér á Íslandi og sérstaklega frá bankahruninu þá hefur verðbólgan í sjálfu sér ekki verið að sveiflast mikið meira en erlendis en hún hefur verið hærri,“ segir Daníel. „Helstu viðskiptalönd okkar hafa verið að berjast við að ná verðbólgu uppí markmið en Seðlabankanum hefur tekist ágætlega að halda verðbólgunni stöðugri og nálægt markmiðinu. En svona sögulega séð yfir lengri tímabil hefur verðbólgan verið óstöðugari hér en í okkar helstu viðskiptalöndum en það hefur dregið úr því á síðustu árum.“
Efnahagsmál Neytendur Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Íslenska krónan Tengdar fréttir Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29. janúar 2022 11:03 Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00 Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. 28. janúar 2022 19:41 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Sjá meira
Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29. janúar 2022 11:03
Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00
Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. 28. janúar 2022 19:41