Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Snorri Másson skrifar 31. janúar 2022 12:02 Sigríður Andersen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokknum lýsti í síðustu viku efasemdum sínum um að svo harðar takmarkanir sem þá voru í gildi stæðust lög. Nú tekur Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í sama streng og gengur lengra. „Mér þykir blasa við að sá lagaáskilnaður sem kemur fram í sóttvarnalögum eins og þeim var breytt fyrir ári síðan, til að hnykkja á því grundvallaratriði að ekki sé gripið til svona aðgerða nema brýna nauðsyn beri til að vernda líf og heilsu manna, það skilyrði sé ekki fyrir hendi í dag,“ segir Sigríður. En svona að því leyti að því megi halda fram að nauðsyn þess að halda sjúkrahúskerfinu í horfinu sé sjónarmið sem þá rökstyðji að verið sé að vernda líf og heilsu manna? „Nei, ég tel nú að þessi lagaáskilnaður lúti bara að aðgerðum til að koma beint í veg fyrir útbreiðslu smita.“ Færri smit hafa verið að greinast undanfarna daga, sem ber þó ekki að skilja þannig að tilfellum fækki - þetta kann að stafa af því að af ýmsum ástæðum eru einfaldlega færri að fara í sýnatöku. „Ég hélt því fram fljótlega í upphafi þessa faraldurs að það yrði erfitt fyrir fólk að snúa úr þessu ástandi. Það er bara kannski í mannlegu eðli. En nú tel ég að keyri um þverbak, þessi þráhyggja fyrir þessum aðgerðum, og menn þurfa að líta á þetta frá víðara samhengi,“ segir Sigríður. Fundur hófst á tólfta tímanum hjá farsóttarnefnd sjúkrahússins, þar sem er til umræðu að færa spítalann af neyðarstigi og niður á óvissustig. Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, veltir því upp á Facebook hvort straumhvörf séu að verða í faraldrinum - spurningin hljóti að vera sú hvort hætta beri að líta á Covid-19 sem ógn við almannaheill. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18 Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20 Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokknum lýsti í síðustu viku efasemdum sínum um að svo harðar takmarkanir sem þá voru í gildi stæðust lög. Nú tekur Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í sama streng og gengur lengra. „Mér þykir blasa við að sá lagaáskilnaður sem kemur fram í sóttvarnalögum eins og þeim var breytt fyrir ári síðan, til að hnykkja á því grundvallaratriði að ekki sé gripið til svona aðgerða nema brýna nauðsyn beri til að vernda líf og heilsu manna, það skilyrði sé ekki fyrir hendi í dag,“ segir Sigríður. En svona að því leyti að því megi halda fram að nauðsyn þess að halda sjúkrahúskerfinu í horfinu sé sjónarmið sem þá rökstyðji að verið sé að vernda líf og heilsu manna? „Nei, ég tel nú að þessi lagaáskilnaður lúti bara að aðgerðum til að koma beint í veg fyrir útbreiðslu smita.“ Færri smit hafa verið að greinast undanfarna daga, sem ber þó ekki að skilja þannig að tilfellum fækki - þetta kann að stafa af því að af ýmsum ástæðum eru einfaldlega færri að fara í sýnatöku. „Ég hélt því fram fljótlega í upphafi þessa faraldurs að það yrði erfitt fyrir fólk að snúa úr þessu ástandi. Það er bara kannski í mannlegu eðli. En nú tel ég að keyri um þverbak, þessi þráhyggja fyrir þessum aðgerðum, og menn þurfa að líta á þetta frá víðara samhengi,“ segir Sigríður. Fundur hófst á tólfta tímanum hjá farsóttarnefnd sjúkrahússins, þar sem er til umræðu að færa spítalann af neyðarstigi og niður á óvissustig. Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, veltir því upp á Facebook hvort straumhvörf séu að verða í faraldrinum - spurningin hljóti að vera sú hvort hætta beri að líta á Covid-19 sem ógn við almannaheill.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18 Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20 Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18
Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20
Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels