Brady segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 13:30 Tom Brady ætlar að taka sér tíma áður en hann ákveður sig. Getty/Dylan Buell/ Því var slegið upp í öllum bandarískum miðlum um helgina að Tom Brady væri búinn að taka ákvörðun um að hætta að spila í NFL-deildinni en það lítur út fyrir að menn hafi hlaupið aðeins á sig. Helstu skúbbarar NFL-deildarinnar héldu því fram að Brady væri hættur en það kom engin tilkynning frá honum sjálfum. Tom Brady hefur nú tjáð sig um stórfrétt helgarinnar. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Brady sagðist þar enn vera að velta framhaldinu fyrir sér. „Stundum tekur það dágóðan tíma að meta stöðuna, finna út hvernig þér líður og hvað þú vilt gera,“ sagði Tom Brady í nýjasta hlaðvarpsþætti sínu „Let's Go!“ sem er hlaðvarp með þeim Larry Fitzgerald og Jim Gray. „Ég tek ákvörðun en það verður ekki fyrr en að tíminn er réttur alveg eins og ég sagði í síðustu viku,“ sagði Brady. „Ég veit ekki hvenær það verður. Það sem ég veit er að ég mun vita hvenær rétti tíminn er að hætta. Ég hef verið blessaður með að fá að spila svona lengi. Síðustu ár hefur verið mikill áhugi á því hvenær ég ætli að hætta. Ég skil það. Þegar ég veit þá veit ég það. Hvenær það verður það veit ég ekki. Ég ætla ekki að flýta mér að komast að niðurstöðu,“ sagði Brady. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Tom Brady er 44 ára gamall og fyrir löngu búinn að spila miklu lengur í NFL-deildinni en menn eru vanir. Hann hefur unnið líka sjö meistaratitla eða fleiri en nokkur annar. Brady átti frábær tímabil með Tampa Bay Buccaneers og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Liðið varð meistari í fyrra en datt út í annarri umferð úrslitakeppninnar í ár. Hann eignaðist enn fleiri met á tímabilinu þar á meðal yfir flestar snertimarkssendingar og metið yfir flesta sendingajarda. Brady er óumdeilanlega talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady responds to the retirement reports pic.twitter.com/zDbnRLMBFq— PFF (@PFF) February 1, 2022 NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Helstu skúbbarar NFL-deildarinnar héldu því fram að Brady væri hættur en það kom engin tilkynning frá honum sjálfum. Tom Brady hefur nú tjáð sig um stórfrétt helgarinnar. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Brady sagðist þar enn vera að velta framhaldinu fyrir sér. „Stundum tekur það dágóðan tíma að meta stöðuna, finna út hvernig þér líður og hvað þú vilt gera,“ sagði Tom Brady í nýjasta hlaðvarpsþætti sínu „Let's Go!“ sem er hlaðvarp með þeim Larry Fitzgerald og Jim Gray. „Ég tek ákvörðun en það verður ekki fyrr en að tíminn er réttur alveg eins og ég sagði í síðustu viku,“ sagði Brady. „Ég veit ekki hvenær það verður. Það sem ég veit er að ég mun vita hvenær rétti tíminn er að hætta. Ég hef verið blessaður með að fá að spila svona lengi. Síðustu ár hefur verið mikill áhugi á því hvenær ég ætli að hætta. Ég skil það. Þegar ég veit þá veit ég það. Hvenær það verður það veit ég ekki. Ég ætla ekki að flýta mér að komast að niðurstöðu,“ sagði Brady. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Tom Brady er 44 ára gamall og fyrir löngu búinn að spila miklu lengur í NFL-deildinni en menn eru vanir. Hann hefur unnið líka sjö meistaratitla eða fleiri en nokkur annar. Brady átti frábær tímabil með Tampa Bay Buccaneers og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Liðið varð meistari í fyrra en datt út í annarri umferð úrslitakeppninnar í ár. Hann eignaðist enn fleiri met á tímabilinu þar á meðal yfir flestar snertimarkssendingar og metið yfir flesta sendingajarda. Brady er óumdeilanlega talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady responds to the retirement reports pic.twitter.com/zDbnRLMBFq— PFF (@PFF) February 1, 2022
NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira