Nýtt undirafbrigði ómíkron sagt smitast auðveldar manna á milli Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2022 14:15 Grímuskylda hefur verið felld niður í Danmörku. EPA/LISELOTTE SABROE Danskir vísindamenn segja nýtt undir-afbrigði ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar sem greinst hefur þar í landi smitast enn auðveldar manna á milli. Undirafbrigðið nefnist BA.2 og vísindamennirnir segja það vera um þriðjungi líklegra til að smitast manna á milli en BA.1. 45.366 manns greindust smituð af Covid-19 síðasta sólarhringinn í Danmörku. Þar af höfðu 2.515 smitast áður og samkvæmt frétt DR var hlutfall jákvæðra sýna 28,52 prósent. Þá kemur einnig fram í frétt DR að nýgengi í Danmörku mælist 1,0. Haft er eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, að það sé mögulega til marks um að faraldurinn hafi náð hámarki í Danmörku. Hann segir það þó óvíst. Nýgengi var í síðustu viku 1,2. Kontakttallet er i dag beregnet til 1. Dvs tegn på en stabil epidemi på landsplan, men interessante udviklinger regionalt: Kurverne ser ud til at være ved at knække, epidemien kan på nuværende tidspunkt have toppet i Region Sjælland og Hovedstaden. Dog stadig usikkert #COVID19dk pic.twitter.com/XAlt6HfXXR— Magnus Heunicke (@Heunicke) February 1, 2022 Yfirvöld í Danmörku skilgreina Covid-19 ekki lengur sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi og var í morgun fari í víðtækar afléttingar sóttvarnarreglna. Danir hafa þurft að búa við grímuskyldu á opinberum stöðum, í almenningssamgöngum og víðar allt frá ágúst 2020, með hléum þó. Grímuskyldan er þó ekki lengur í gildi og notkun kórónupassans svokallaða hefur verið hætt. Sjá einnig: Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Undirafbrigðið BA.2 er orðið ráðandi í Danmörku og náði efsta sæti, ef svo má að orði komast, í annarri viku janúar, samkvæmt frétt Reuters. Nú smitast um 82 prósent Dana sem fá Covid-19 af BA.2. Danskir vísindamenn skoðuðu rúmlega 8.500 heimili þar sem kórónuveiran greindist milli desember og janúar og komust að þeirri niðurstöðu að BA.2 smitast auðveldar manna á milli an BA.1. Samkvæmt vísindamönnunum virka bóluefni einnig verr á undirafbrigðið en á BA.1 og eigi auðveldar með að smita fólk sem hefur smitast áður. Reuters segir þó að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki verið ritrýndar enn. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af neyðarstigi niður á hættustig Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn. 1. febrúar 2022 13:43 Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1. febrúar 2022 12:35 Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina. 1. febrúar 2022 11:17 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
45.366 manns greindust smituð af Covid-19 síðasta sólarhringinn í Danmörku. Þar af höfðu 2.515 smitast áður og samkvæmt frétt DR var hlutfall jákvæðra sýna 28,52 prósent. Þá kemur einnig fram í frétt DR að nýgengi í Danmörku mælist 1,0. Haft er eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, að það sé mögulega til marks um að faraldurinn hafi náð hámarki í Danmörku. Hann segir það þó óvíst. Nýgengi var í síðustu viku 1,2. Kontakttallet er i dag beregnet til 1. Dvs tegn på en stabil epidemi på landsplan, men interessante udviklinger regionalt: Kurverne ser ud til at være ved at knække, epidemien kan på nuværende tidspunkt have toppet i Region Sjælland og Hovedstaden. Dog stadig usikkert #COVID19dk pic.twitter.com/XAlt6HfXXR— Magnus Heunicke (@Heunicke) February 1, 2022 Yfirvöld í Danmörku skilgreina Covid-19 ekki lengur sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi og var í morgun fari í víðtækar afléttingar sóttvarnarreglna. Danir hafa þurft að búa við grímuskyldu á opinberum stöðum, í almenningssamgöngum og víðar allt frá ágúst 2020, með hléum þó. Grímuskyldan er þó ekki lengur í gildi og notkun kórónupassans svokallaða hefur verið hætt. Sjá einnig: Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Undirafbrigðið BA.2 er orðið ráðandi í Danmörku og náði efsta sæti, ef svo má að orði komast, í annarri viku janúar, samkvæmt frétt Reuters. Nú smitast um 82 prósent Dana sem fá Covid-19 af BA.2. Danskir vísindamenn skoðuðu rúmlega 8.500 heimili þar sem kórónuveiran greindist milli desember og janúar og komust að þeirri niðurstöðu að BA.2 smitast auðveldar manna á milli an BA.1. Samkvæmt vísindamönnunum virka bóluefni einnig verr á undirafbrigðið en á BA.1 og eigi auðveldar með að smita fólk sem hefur smitast áður. Reuters segir þó að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki verið ritrýndar enn.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af neyðarstigi niður á hættustig Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn. 1. febrúar 2022 13:43 Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1. febrúar 2022 12:35 Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina. 1. febrúar 2022 11:17 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Af neyðarstigi niður á hættustig Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn. 1. febrúar 2022 13:43
Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1. febrúar 2022 12:35
Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina. 1. febrúar 2022 11:17
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1. febrúar 2022 10:00