Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 1. febrúar 2022 20:01 Ísleifur er framkvæmdastjóri Senu. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. Þetta kom fram í máli Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu, sem rætt var við í beinni útsendingu frá Hörpu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Stjórnvöld eru núna að tala af bjartsýni og leyfa sér að gera það og leyfa sér greinilega að trúa því að við séum að komast út úr þessu. Þau voru að kynna áætlun til að aflétta og eru að hleypa öllu af stað, til dæmis börunum,“ sagði Ísleifur. Flöskuhálsinn sem drepur allt Nú mega 500 manns vera í hverju sóttvarnarhólfi á sitjandi viðburðum. Ísleifur segir útlit fyrir að stjórnvöld telji að það sé nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað, en sú sé hins vegar ekki raunin. „Þau átta sig ekki á því að eins metra reglan er flöskuhálsinn sem drepur allt.“ Ísleifur sagði það vonda tilhugsun að stjórnvöld teldu sig vera að gera nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað. „Við erum búin að vera í þessu í tvö ár og maður skyldi halda að stjórnvöld vissu hvað þyrfti og það hlýtur að vera á þeim að skilja hvaða afleiðingar reglurnar hafa sem þau setja Það er smá sjokkerandi tilhugsun ef þau halda að þau hafi verið að hleypa okkur af stað en skilja ekki að við erum stopp ennþá.“ Fólk helli í sig áður en haldið er upp tröppurnar í Hörpu Ísleifur telur það sæta furðu að barir megi vera opnir til miðnættis, en ekki megi selja áfengi á sitjandi viðburðum. Þannig mætti fólk gera sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur gagngert til að drekka áfengi en mætti hins vegar ekki koma á tónleika í Hörpu og kaupa sér áfengi þar. Máli sínu til stuðnings tók Ísleifur dæmi úr Hörpu, þar sem viðtalið við hann var tekið. „Það er veitingastaður þarna, hann má selja áfengi, þannig að ef þú ert hér í Hörpu máttu labba niður og kaupa þér áfengi en ef þú ferð upp tröppurnar máttu ekki kaupa áfengi. Þannig að þú þarft að hella í þig þarna áður en þú leggur af stað upp stigann,“ sagði Ísleifur. Hann sagði ákall sitt til stjórnvalda þá einfalt: „Fella burt þessa eins metra reglu strax.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Harpa Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu, sem rætt var við í beinni útsendingu frá Hörpu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Stjórnvöld eru núna að tala af bjartsýni og leyfa sér að gera það og leyfa sér greinilega að trúa því að við séum að komast út úr þessu. Þau voru að kynna áætlun til að aflétta og eru að hleypa öllu af stað, til dæmis börunum,“ sagði Ísleifur. Flöskuhálsinn sem drepur allt Nú mega 500 manns vera í hverju sóttvarnarhólfi á sitjandi viðburðum. Ísleifur segir útlit fyrir að stjórnvöld telji að það sé nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað, en sú sé hins vegar ekki raunin. „Þau átta sig ekki á því að eins metra reglan er flöskuhálsinn sem drepur allt.“ Ísleifur sagði það vonda tilhugsun að stjórnvöld teldu sig vera að gera nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað. „Við erum búin að vera í þessu í tvö ár og maður skyldi halda að stjórnvöld vissu hvað þyrfti og það hlýtur að vera á þeim að skilja hvaða afleiðingar reglurnar hafa sem þau setja Það er smá sjokkerandi tilhugsun ef þau halda að þau hafi verið að hleypa okkur af stað en skilja ekki að við erum stopp ennþá.“ Fólk helli í sig áður en haldið er upp tröppurnar í Hörpu Ísleifur telur það sæta furðu að barir megi vera opnir til miðnættis, en ekki megi selja áfengi á sitjandi viðburðum. Þannig mætti fólk gera sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur gagngert til að drekka áfengi en mætti hins vegar ekki koma á tónleika í Hörpu og kaupa sér áfengi þar. Máli sínu til stuðnings tók Ísleifur dæmi úr Hörpu, þar sem viðtalið við hann var tekið. „Það er veitingastaður þarna, hann má selja áfengi, þannig að ef þú ert hér í Hörpu máttu labba niður og kaupa þér áfengi en ef þú ferð upp tröppurnar máttu ekki kaupa áfengi. Þannig að þú þarft að hella í þig þarna áður en þú leggur af stað upp stigann,“ sagði Ísleifur. Hann sagði ákall sitt til stjórnvalda þá einfalt: „Fella burt þessa eins metra reglu strax.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Harpa Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira