Körfubolti

Grátlegt tap Martins og félaga í framlengingu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia sitja á toppi B-riðils Evrópudeildarinnar eftir nauman sigur í kvöld.
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia sitja á toppi B-riðils Evrópudeildarinnar eftir nauman sigur í kvöld. EPA-EFE/Miguel Angel Polo

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia þurftu að sætta sig við grátlegt tap er liðið heimsótti Gran Canaria í Evrópudeildinni í körfubolta í kvöld. Lokatölur eftir framlengingu urðu 91-90.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda en munurinn á liðunum varð aldrei meiri en fimm stig fyrr en á lokasekúndunum. Liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 38-36, Gran Canaria í vil.

Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik, en Martin og félagar virtust þó vera skrefi á undan. Þeir leiddu stærstan hluta seinni hálfleiksins og náðu átta stiga forskoti þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Heimamenn gáfust þó ekki upp. Þeir skoruðu seinustu átta stig leiksins og tryggðu sér þar með framlengingu.

Í framlengingunni reyndust heimamenn sterkari en liðið náði fljótt fimm stiga forskoti. Martin og félagar náðu í tvígang að minnka muninn í eitt stig, en það dugði ekki til og lokatölur urðu 91-90, Gran Canaria í vil.

Martin skoraði níu stig fyrir Valencia ásamt því að taka eitt frákast og gefa fjórar stoðsendingar. Valencia situr nú enn í öðru sæti B-riðils með átta sigra í tólf leikjum, en Gran Canaria fylgir trónir á toppnum með níu sigra í ellefu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×