Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2022 06:34 Sólveig Arna vill setjast í formannsstólinn á ný. Vísir/Vilhelm „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ Þetta segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmanna starfsmanna Eflingar, í samtali við mbl.is um mögulega endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins, á vinnustaðinn. Ragnheiður segir meirihluta starfsfólks Eflingar óttaslegið og að óvissan um hvort Sólveig gæfi kost á sér til endurkjörs hafi valdið því kvíða og vanlíðan. Eins og frægt er orðið sagði Sólveig af sér í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunnar um ástandið á skrifstofu Eflingar, þar sem hún var sökuð um óvægna stjórnarhætti. Ragnheiður segir að í kjölfarið hafi Sólveig farið mikinn gegn starfsmönnum félagsins, sem hafi ekki haft sama tækifæri og formaðurinn fráfarandi til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Það sem særir okkur er það að hún er búin að æsa upp félagsmenn og aðra í kommentakerfum til að tala illa um okkur. Hún er að búa til óvild gagnvart okur til að skara eld að sinni köku. Hún er búin að gefa algjört skotleyfi á okkur. Það er algjörlega óviðeigandi og skapar vantraust milli félagsmanna og starfsfólks,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is. Hún segir það hvorki hafa verið trúnaðarmenn starfsmanna né starfsmennirnir sjálfir sem hafi lekið margumræddri ályktun trúnaðarmannanna um starfsumhverfið á skrifstofu Eflingar til fjölmiðla. Það hafi ekki staðið til að gera það opinbert. „Við höfðum ekkert út á stefnu hennar að setja og unnum af heilum hug fyrir félagið. Hún ákvað sjálf að móðgast. Þetta er algjörlega leikrit sem hún setur upp sjálf,“ segir Ragnheiður um ákvörðun Sólveigar að segja af sér. „Þetta plagg átti ekkert að fara neitt. Þetta var bara vinnuplagg handa þeim.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá mbl.is. Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmanna starfsmanna Eflingar, í samtali við mbl.is um mögulega endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins, á vinnustaðinn. Ragnheiður segir meirihluta starfsfólks Eflingar óttaslegið og að óvissan um hvort Sólveig gæfi kost á sér til endurkjörs hafi valdið því kvíða og vanlíðan. Eins og frægt er orðið sagði Sólveig af sér í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunnar um ástandið á skrifstofu Eflingar, þar sem hún var sökuð um óvægna stjórnarhætti. Ragnheiður segir að í kjölfarið hafi Sólveig farið mikinn gegn starfsmönnum félagsins, sem hafi ekki haft sama tækifæri og formaðurinn fráfarandi til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Það sem særir okkur er það að hún er búin að æsa upp félagsmenn og aðra í kommentakerfum til að tala illa um okkur. Hún er að búa til óvild gagnvart okur til að skara eld að sinni köku. Hún er búin að gefa algjört skotleyfi á okkur. Það er algjörlega óviðeigandi og skapar vantraust milli félagsmanna og starfsfólks,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is. Hún segir það hvorki hafa verið trúnaðarmenn starfsmanna né starfsmennirnir sjálfir sem hafi lekið margumræddri ályktun trúnaðarmannanna um starfsumhverfið á skrifstofu Eflingar til fjölmiðla. Það hafi ekki staðið til að gera það opinbert. „Við höfðum ekkert út á stefnu hennar að setja og unnum af heilum hug fyrir félagið. Hún ákvað sjálf að móðgast. Þetta er algjörlega leikrit sem hún setur upp sjálf,“ segir Ragnheiður um ákvörðun Sólveigar að segja af sér. „Þetta plagg átti ekkert að fara neitt. Þetta var bara vinnuplagg handa þeim.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá mbl.is.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira