Nýsköpunarlandið Reykjavík Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 2. febrúar 2022 17:31 Ofurtrú á nágrannalöndin og hvað þau gera í sínum málum á það til að byrgja íslenskum stjórnmálamönnum sýn. Minnimáttarkennd Íslendinga hefur það í för með sér að við eltum aðra en tökum sjaldnast af skarið. Fyrir vikið er Ísland eftirbátur annarra þjóða að mörgu leyti. Ekki síst þegar kemur að tækni og tækninýjungum. Þungt regluverk og íhaldssamir stjórnmálaflokkar sem neita að einfalda hlutina gera það að verkum að hér á landi er erfitt að halda úti virkri nýsköpun. Við hreyfum okkur hægt í umhverfi sem þýtur framhjá. Tækin okkar tala ekki íslensku og næsta vinsæla streymisveita sem stofnuð verður í ár kemur kannski til Íslands eftir fimm ár, eða alls ekki. Við erum eftir á en gætum orðið framtíðarlandið … eða kannski bara framtíðarborgin. Bylting er framundan í tæknigeiranum og á næstu árum verða borgir heimsins að vera móttækilegar fyrir þeim breytingum sem munu eiga sér stað. Ef íslensk stjórnvöld ætla sér að sitja í sínum íhaldssama hestvagni þá getur Reykjavíkurborg engu að síður opnað hjarta sitt þeim fyrirtækjum sem skapa munu framtíðina. Með réttum ákvörðunum, einfaldara regluverki og stjórnmálaflokki sem er tilbúinn að vinna hratt þá getur Reykjavík orðið nýsköpunarborg heimsins. Ég hef fundið fyrir því innan Samfylkingarinnar að það er vilji til að takast á við þessar hröðu breytingar sem eiga sér stað í heiminum með því að nútímavæða ekki borgina heldur framtíðavæða. Í Reykjavík mega alþjóðleg tæknifyrirtæki finna upp framtíðina. Ef það er eitthvað sem heimsfaraldur hefur kennt okkur þá er það að auðvelt er að vinna saman á milli landa með fjarfundabúnaði. Þrátt fyrir að íhaldsöflin sem stýra landinu vilji ekki gera Ísland að nýsköpunarlandi þá er ekkert til fyrirstöðu hjá Reykjavík. Heimsborgin Reykjavík sem verður fimm árum á undan. Ég mun gera mitt í baráttunni til þess að einfalda regluverkið og gera borgina að ákjósanlegum stað fyrir fyrirtæki sem starfa í nýsköpun, hvort sem þau eru íslensk eða ekki. Af mínum samtölum við fólk í tæknigeiranum þá bíða alþjóðleg fyrirtæki í röðum eftir fámennri borg þar sem hægt er að finna upp framtíðina. Reykjavík hefur lausnina og þetta er leiðin. Kjósum Samfylkinguna í vor til þess að Reykjavík verði fremst í röð þegar kemur að alþjóðlegri nýsköpun. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Reykjavík Nýsköpun Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ofurtrú á nágrannalöndin og hvað þau gera í sínum málum á það til að byrgja íslenskum stjórnmálamönnum sýn. Minnimáttarkennd Íslendinga hefur það í för með sér að við eltum aðra en tökum sjaldnast af skarið. Fyrir vikið er Ísland eftirbátur annarra þjóða að mörgu leyti. Ekki síst þegar kemur að tækni og tækninýjungum. Þungt regluverk og íhaldssamir stjórnmálaflokkar sem neita að einfalda hlutina gera það að verkum að hér á landi er erfitt að halda úti virkri nýsköpun. Við hreyfum okkur hægt í umhverfi sem þýtur framhjá. Tækin okkar tala ekki íslensku og næsta vinsæla streymisveita sem stofnuð verður í ár kemur kannski til Íslands eftir fimm ár, eða alls ekki. Við erum eftir á en gætum orðið framtíðarlandið … eða kannski bara framtíðarborgin. Bylting er framundan í tæknigeiranum og á næstu árum verða borgir heimsins að vera móttækilegar fyrir þeim breytingum sem munu eiga sér stað. Ef íslensk stjórnvöld ætla sér að sitja í sínum íhaldssama hestvagni þá getur Reykjavíkurborg engu að síður opnað hjarta sitt þeim fyrirtækjum sem skapa munu framtíðina. Með réttum ákvörðunum, einfaldara regluverki og stjórnmálaflokki sem er tilbúinn að vinna hratt þá getur Reykjavík orðið nýsköpunarborg heimsins. Ég hef fundið fyrir því innan Samfylkingarinnar að það er vilji til að takast á við þessar hröðu breytingar sem eiga sér stað í heiminum með því að nútímavæða ekki borgina heldur framtíðavæða. Í Reykjavík mega alþjóðleg tæknifyrirtæki finna upp framtíðina. Ef það er eitthvað sem heimsfaraldur hefur kennt okkur þá er það að auðvelt er að vinna saman á milli landa með fjarfundabúnaði. Þrátt fyrir að íhaldsöflin sem stýra landinu vilji ekki gera Ísland að nýsköpunarlandi þá er ekkert til fyrirstöðu hjá Reykjavík. Heimsborgin Reykjavík sem verður fimm árum á undan. Ég mun gera mitt í baráttunni til þess að einfalda regluverkið og gera borgina að ákjósanlegum stað fyrir fyrirtæki sem starfa í nýsköpun, hvort sem þau eru íslensk eða ekki. Af mínum samtölum við fólk í tæknigeiranum þá bíða alþjóðleg fyrirtæki í röðum eftir fámennri borg þar sem hægt er að finna upp framtíðina. Reykjavík hefur lausnina og þetta er leiðin. Kjósum Samfylkinguna í vor til þess að Reykjavík verði fremst í röð þegar kemur að alþjóðlegri nýsköpun. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun