Nýsköpunarlandið Reykjavík Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 2. febrúar 2022 17:31 Ofurtrú á nágrannalöndin og hvað þau gera í sínum málum á það til að byrgja íslenskum stjórnmálamönnum sýn. Minnimáttarkennd Íslendinga hefur það í för með sér að við eltum aðra en tökum sjaldnast af skarið. Fyrir vikið er Ísland eftirbátur annarra þjóða að mörgu leyti. Ekki síst þegar kemur að tækni og tækninýjungum. Þungt regluverk og íhaldssamir stjórnmálaflokkar sem neita að einfalda hlutina gera það að verkum að hér á landi er erfitt að halda úti virkri nýsköpun. Við hreyfum okkur hægt í umhverfi sem þýtur framhjá. Tækin okkar tala ekki íslensku og næsta vinsæla streymisveita sem stofnuð verður í ár kemur kannski til Íslands eftir fimm ár, eða alls ekki. Við erum eftir á en gætum orðið framtíðarlandið … eða kannski bara framtíðarborgin. Bylting er framundan í tæknigeiranum og á næstu árum verða borgir heimsins að vera móttækilegar fyrir þeim breytingum sem munu eiga sér stað. Ef íslensk stjórnvöld ætla sér að sitja í sínum íhaldssama hestvagni þá getur Reykjavíkurborg engu að síður opnað hjarta sitt þeim fyrirtækjum sem skapa munu framtíðina. Með réttum ákvörðunum, einfaldara regluverki og stjórnmálaflokki sem er tilbúinn að vinna hratt þá getur Reykjavík orðið nýsköpunarborg heimsins. Ég hef fundið fyrir því innan Samfylkingarinnar að það er vilji til að takast á við þessar hröðu breytingar sem eiga sér stað í heiminum með því að nútímavæða ekki borgina heldur framtíðavæða. Í Reykjavík mega alþjóðleg tæknifyrirtæki finna upp framtíðina. Ef það er eitthvað sem heimsfaraldur hefur kennt okkur þá er það að auðvelt er að vinna saman á milli landa með fjarfundabúnaði. Þrátt fyrir að íhaldsöflin sem stýra landinu vilji ekki gera Ísland að nýsköpunarlandi þá er ekkert til fyrirstöðu hjá Reykjavík. Heimsborgin Reykjavík sem verður fimm árum á undan. Ég mun gera mitt í baráttunni til þess að einfalda regluverkið og gera borgina að ákjósanlegum stað fyrir fyrirtæki sem starfa í nýsköpun, hvort sem þau eru íslensk eða ekki. Af mínum samtölum við fólk í tæknigeiranum þá bíða alþjóðleg fyrirtæki í röðum eftir fámennri borg þar sem hægt er að finna upp framtíðina. Reykjavík hefur lausnina og þetta er leiðin. Kjósum Samfylkinguna í vor til þess að Reykjavík verði fremst í röð þegar kemur að alþjóðlegri nýsköpun. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Reykjavík Nýsköpun Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ofurtrú á nágrannalöndin og hvað þau gera í sínum málum á það til að byrgja íslenskum stjórnmálamönnum sýn. Minnimáttarkennd Íslendinga hefur það í för með sér að við eltum aðra en tökum sjaldnast af skarið. Fyrir vikið er Ísland eftirbátur annarra þjóða að mörgu leyti. Ekki síst þegar kemur að tækni og tækninýjungum. Þungt regluverk og íhaldssamir stjórnmálaflokkar sem neita að einfalda hlutina gera það að verkum að hér á landi er erfitt að halda úti virkri nýsköpun. Við hreyfum okkur hægt í umhverfi sem þýtur framhjá. Tækin okkar tala ekki íslensku og næsta vinsæla streymisveita sem stofnuð verður í ár kemur kannski til Íslands eftir fimm ár, eða alls ekki. Við erum eftir á en gætum orðið framtíðarlandið … eða kannski bara framtíðarborgin. Bylting er framundan í tæknigeiranum og á næstu árum verða borgir heimsins að vera móttækilegar fyrir þeim breytingum sem munu eiga sér stað. Ef íslensk stjórnvöld ætla sér að sitja í sínum íhaldssama hestvagni þá getur Reykjavíkurborg engu að síður opnað hjarta sitt þeim fyrirtækjum sem skapa munu framtíðina. Með réttum ákvörðunum, einfaldara regluverki og stjórnmálaflokki sem er tilbúinn að vinna hratt þá getur Reykjavík orðið nýsköpunarborg heimsins. Ég hef fundið fyrir því innan Samfylkingarinnar að það er vilji til að takast á við þessar hröðu breytingar sem eiga sér stað í heiminum með því að nútímavæða ekki borgina heldur framtíðavæða. Í Reykjavík mega alþjóðleg tæknifyrirtæki finna upp framtíðina. Ef það er eitthvað sem heimsfaraldur hefur kennt okkur þá er það að auðvelt er að vinna saman á milli landa með fjarfundabúnaði. Þrátt fyrir að íhaldsöflin sem stýra landinu vilji ekki gera Ísland að nýsköpunarlandi þá er ekkert til fyrirstöðu hjá Reykjavík. Heimsborgin Reykjavík sem verður fimm árum á undan. Ég mun gera mitt í baráttunni til þess að einfalda regluverkið og gera borgina að ákjósanlegum stað fyrir fyrirtæki sem starfa í nýsköpun, hvort sem þau eru íslensk eða ekki. Af mínum samtölum við fólk í tæknigeiranum þá bíða alþjóðleg fyrirtæki í röðum eftir fámennri borg þar sem hægt er að finna upp framtíðina. Reykjavík hefur lausnina og þetta er leiðin. Kjósum Samfylkinguna í vor til þess að Reykjavík verði fremst í röð þegar kemur að alþjóðlegri nýsköpun. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar