Vann Ólympíugull en henti því í ruslið og „hataði lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 08:00 Chloe Kim í bandaríska gallanum tilbúin fyrir keppnina á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hún átti mjög erfitt með að ráða við athyglina og eftirspurnina eftir að hafa unnið gull á síðustu leikum. Getty/Tom Pennington Bandaríska snjóbrettakonan Chloe Kim sló í gegn sautján ára gömul þegar hún varð Ólympíumeistari á snjóbretti. Chloe Kim vann hálfpípu keppnina á leikunum í Pyeongchang árið 2018 og varð um leið stórstjarna. Nú er komið að því að reyna að vinna gullið aftur á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Lífið á þessum fjórum árum hafa þó ekki verið dans á rósum. Chloe Kim on the cover of TIME! pic.twitter.com/JV42hoUsT5— Nancy Wang Yuen (@nancywyuen) January 19, 2022 Chloe Kim ræddi um þessi ár í viðtali við blaðamann bandaríska stórblaðsins Time. Kim segist hafa glímt við mikið þunglyndi eftir að hún kom heim með Ólympíugullið. „Ég hataði lífið mitt,“ sagði Chloe Kim sem er nú 21 árs. „Ég vildi bara fá daga þar sem ég gat fengið smá frið. Ég hafði farið í gegnum mest stressandi mánuði á allri ævi mini en um leið og ég kom heim þá voru allir að pressa á mig,“ sagði Chloe. Kim birtist meðal annars á forsíðu Sports Illustrated og var ein af stærstu stjörnum leikanna. Hún var svo niðurdregin og undir svo mikilli pressu að hún endaði á því að henda Ólympíugullinu í ruslið. After winning Olympic gold in Pyeongchang, Chloe Kim came home depressed and threw her medal in the trash. Now she s ready to win again on her own terms. (via @seanmgregory for @TIME in News+) https://t.co/iKPamHwzjU— Apple News (@AppleNews) January 27, 2022 Nokkrum mánuðum síðar ökklabrotnaði hún í keppni í Bandaríkjunum. Það var dropinn sem fyllti mælinn. „Ég var algjörlega útbrunnin og réð ekki við þetta lengur. Ég var alveg týnd. Ég var komin á botninn,“ sagði Chloe sem lét þunglyndið fara illa með sig. Hún hafði líka þurft að glíma við mikla kynþáttaformdóma eftir að hún vann sitt fyrsta gull á X-leikunum. Kim er að suður-kóreskum ættum þótt hún keppi fyrir Bandaríkin enda fædd og uppalin í Bandaríkjunum. „Ég grét sjálfa mig í svefn á besta degi lífs míns,“ sagði Chloe en þetta var áruð 2015 og hún var aðeins fimmtán ára gömul. Það er samt engin uppgjartónn í Kim. Hún varð heimsmeistari í hálfpípunni bæði 2019 og 2021 og ætlar sér að taka gullið aftur í Peking. Kim ætlar líka að bjóða upp á nýjar brellur. „Ég hlakka svo mikið til. Þetta eru mínar bestu brellur hingað til. Þið getið búist við miklu af mér. Ég ætla að springa út,“ sagði Chloe Kim og virðist sem betur fer vera búin að komast yfir þunglyndið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iL_-VGD-BTU">watch on YouTube</a> Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Snjóbrettaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sjá meira
Chloe Kim vann hálfpípu keppnina á leikunum í Pyeongchang árið 2018 og varð um leið stórstjarna. Nú er komið að því að reyna að vinna gullið aftur á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Lífið á þessum fjórum árum hafa þó ekki verið dans á rósum. Chloe Kim on the cover of TIME! pic.twitter.com/JV42hoUsT5— Nancy Wang Yuen (@nancywyuen) January 19, 2022 Chloe Kim ræddi um þessi ár í viðtali við blaðamann bandaríska stórblaðsins Time. Kim segist hafa glímt við mikið þunglyndi eftir að hún kom heim með Ólympíugullið. „Ég hataði lífið mitt,“ sagði Chloe Kim sem er nú 21 árs. „Ég vildi bara fá daga þar sem ég gat fengið smá frið. Ég hafði farið í gegnum mest stressandi mánuði á allri ævi mini en um leið og ég kom heim þá voru allir að pressa á mig,“ sagði Chloe. Kim birtist meðal annars á forsíðu Sports Illustrated og var ein af stærstu stjörnum leikanna. Hún var svo niðurdregin og undir svo mikilli pressu að hún endaði á því að henda Ólympíugullinu í ruslið. After winning Olympic gold in Pyeongchang, Chloe Kim came home depressed and threw her medal in the trash. Now she s ready to win again on her own terms. (via @seanmgregory for @TIME in News+) https://t.co/iKPamHwzjU— Apple News (@AppleNews) January 27, 2022 Nokkrum mánuðum síðar ökklabrotnaði hún í keppni í Bandaríkjunum. Það var dropinn sem fyllti mælinn. „Ég var algjörlega útbrunnin og réð ekki við þetta lengur. Ég var alveg týnd. Ég var komin á botninn,“ sagði Chloe sem lét þunglyndið fara illa með sig. Hún hafði líka þurft að glíma við mikla kynþáttaformdóma eftir að hún vann sitt fyrsta gull á X-leikunum. Kim er að suður-kóreskum ættum þótt hún keppi fyrir Bandaríkin enda fædd og uppalin í Bandaríkjunum. „Ég grét sjálfa mig í svefn á besta degi lífs míns,“ sagði Chloe en þetta var áruð 2015 og hún var aðeins fimmtán ára gömul. Það er samt engin uppgjartónn í Kim. Hún varð heimsmeistari í hálfpípunni bæði 2019 og 2021 og ætlar sér að taka gullið aftur í Peking. Kim ætlar líka að bjóða upp á nýjar brellur. „Ég hlakka svo mikið til. Þetta eru mínar bestu brellur hingað til. Þið getið búist við miklu af mér. Ég ætla að springa út,“ sagði Chloe Kim og virðist sem betur fer vera búin að komast yfir þunglyndið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iL_-VGD-BTU">watch on YouTube</a>
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Snjóbrettaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sjá meira