Dregur framboð sitt skyndilega til baka Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2022 15:55 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og hafði gefið út að hún ætlaði ekki að fara í fullt starf sem formaður. Samsett Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. Í færslunni segir Þóra Kristín að hálfgert stríðsástand ríki innan SÁÁ og að nú sé unnið að því leynt og ljóst „að safna glóðum elds að höfði mér úr mínu einkalífi og þar er af nógu að taka enda hef ég líkt og aðrir sem hafa farið í áfengismeðferð, lent á vegg í lífinu og gert og sagt hluti sem ég er ekki stolt af.“ „Það er sýnu alvarlegra að fyrrverandi stjórnendur SÁÁ eru líka að hlaða í bálköst á samfélagsmiðlum fyrir Kára Stefánsson yfirmann minn og náinn vin sem hefur einnig gert margt í sinni fortíð undir áhrifum áfengis sem hann hefði betur látið ógert og situr líkt og ég í aðalstjórn SÁÁ og er löngu hættur að drekka,“ segir Þóra Kristín. Einnig hafi það verið gert tortryggilegt að hún, sem starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar, og Kári Stefánsson forstjóri væru að láta til sín taka í starfi SÁÁ í ljósi samstarfs við sjúkrahús samtakanna um rannsóknir. Kári Stefánsson einnig sagt sig úr aðalstjórn SÁÁ Þóra Kristín segist hafa viljað stilla til friðar í samtökunum en ekki auka á ófriðinn. „Ég ætla því ekki að leggjast í stríðsrekstur og vil hvorki fórna starfi mínu né æru minni og yfirmanns míns fyrir sjálfboðavinnu fyrir samtökin.“ Hún dragi til baka framboð sitt til formennsku og setu í framkvæmdastjórn í von um að samtökin finni formann sem sé óumdeildur. „Hættan er sú að að það sé erfitt í samtökum þar sem meirihlutinn hefur átt við áfengisvanda að stríða einhvern hluta ævinnar og verið gerendur og þolendur allskyns ofbeldis, flestir hvortveggja,“ segir í færslu Þóru Kristínar. Bæði hún og Kári Stefánsson hafi nú sagt sig úr aðalstjórn SÁÁ. Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þóra Kristín býður sig fram til formennsku hjá SÁÁ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku hjá SÁÁ. Hún segir eitraða karlmennsku í bland við aukna neyslu harðari efnu gera konur útsettar fyrir ofbeldi. 31. janúar 2022 11:06 Konur og karlar í SÁÁ skora á Þóru Kristínu að gefa kost á sér Tuttugu konur og tuttugu karlar í stjórn SÁÁ hafa sent frá sér áskorun til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að gefa kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar forstjóra þar. 31. janúar 2022 09:40 Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Í færslunni segir Þóra Kristín að hálfgert stríðsástand ríki innan SÁÁ og að nú sé unnið að því leynt og ljóst „að safna glóðum elds að höfði mér úr mínu einkalífi og þar er af nógu að taka enda hef ég líkt og aðrir sem hafa farið í áfengismeðferð, lent á vegg í lífinu og gert og sagt hluti sem ég er ekki stolt af.“ „Það er sýnu alvarlegra að fyrrverandi stjórnendur SÁÁ eru líka að hlaða í bálköst á samfélagsmiðlum fyrir Kára Stefánsson yfirmann minn og náinn vin sem hefur einnig gert margt í sinni fortíð undir áhrifum áfengis sem hann hefði betur látið ógert og situr líkt og ég í aðalstjórn SÁÁ og er löngu hættur að drekka,“ segir Þóra Kristín. Einnig hafi það verið gert tortryggilegt að hún, sem starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar, og Kári Stefánsson forstjóri væru að láta til sín taka í starfi SÁÁ í ljósi samstarfs við sjúkrahús samtakanna um rannsóknir. Kári Stefánsson einnig sagt sig úr aðalstjórn SÁÁ Þóra Kristín segist hafa viljað stilla til friðar í samtökunum en ekki auka á ófriðinn. „Ég ætla því ekki að leggjast í stríðsrekstur og vil hvorki fórna starfi mínu né æru minni og yfirmanns míns fyrir sjálfboðavinnu fyrir samtökin.“ Hún dragi til baka framboð sitt til formennsku og setu í framkvæmdastjórn í von um að samtökin finni formann sem sé óumdeildur. „Hættan er sú að að það sé erfitt í samtökum þar sem meirihlutinn hefur átt við áfengisvanda að stríða einhvern hluta ævinnar og verið gerendur og þolendur allskyns ofbeldis, flestir hvortveggja,“ segir í færslu Þóru Kristínar. Bæði hún og Kári Stefánsson hafi nú sagt sig úr aðalstjórn SÁÁ.
Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þóra Kristín býður sig fram til formennsku hjá SÁÁ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku hjá SÁÁ. Hún segir eitraða karlmennsku í bland við aukna neyslu harðari efnu gera konur útsettar fyrir ofbeldi. 31. janúar 2022 11:06 Konur og karlar í SÁÁ skora á Þóru Kristínu að gefa kost á sér Tuttugu konur og tuttugu karlar í stjórn SÁÁ hafa sent frá sér áskorun til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að gefa kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar forstjóra þar. 31. janúar 2022 09:40 Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Þóra Kristín býður sig fram til formennsku hjá SÁÁ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku hjá SÁÁ. Hún segir eitraða karlmennsku í bland við aukna neyslu harðari efnu gera konur útsettar fyrir ofbeldi. 31. janúar 2022 11:06
Konur og karlar í SÁÁ skora á Þóru Kristínu að gefa kost á sér Tuttugu konur og tuttugu karlar í stjórn SÁÁ hafa sent frá sér áskorun til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að gefa kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar forstjóra þar. 31. janúar 2022 09:40
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38