Arnþór Jónsson vildi vita hvort Kári væri vændiskaupandinn sem Edda Falak hyggst fjalla um Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2022 18:18 Fyrirspurn Arnþórs Jónssonar, fyrrverandi formanns SÁÁ til Þóru Kristínar þess efnis hvort Edda Falak væri að fara að fjalla um Kára Stefánsson í hlaðvarpsþætti leiddi til þess að Þóra Kristín og Kári sögðu sig úr stjórn. Frosti Logason telur einsýnt að hópur sem tengist Arnþóri vilji vinna samtökunum skaða. Mikið uppnám ríkir nú innan herbúða SÁÁ en Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar dró framboð sitt til formanns óvænt til baka. Eftir því sem Vísir kemst næst var það óvenjuleg fyrirspurn fyrrverandi formanns samtakanna, Arnþórs Jónssonar, sem leiddi til þeirrar ákvörðunar. Arnþór sendi fyrirspurn á Þóru Kristínu sem hann sendi jafnframt á alla stjórnarmeðlimi SÁÁ 48 talsins. Vísir hefur fyrirspurnina undir höndum en hún er stutt og svohljóðandi: „Sæl Þóra Kristín Meðfylgjandi er skjáskot frá í gær 2. febrúar. Konur sem telja sig eiga um sárt að binda vegna ósæmilegrar framkomu einhvers frægðarmennis, munu líklega stíga fram og segja sögu sína. Ef marka má upplýsingarnar á myndinni gætu þolendurnir verið skjólstæðingar SÁÁ. Mér hefur verið sagt að gerandinn sé Kári Stefánsson. Getur þú staðfest við stjórn SÁÁ að svo sé ekki? AJ“ Edda Falak auglýsir eftir sögum um mann sem talar mikið um Covid Skjáskotið sem fylgdi opinni fyrirspurn Arnþórs er orðsending sem Edda Falak hlaðvarpsstjóri sendi inn á Facebook-hópinn Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Eins og sjá má auglýsir Edda eftir frásögnum um ónefndan mann sem hún kallar geranda í vændiskaupum til að styrkja væntanlegt viðtal við fyrrverandi vændiskonu. Arnþór vill fá að vita hvort þar sé um að ræða Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem honum sýnist passa við lýsingar Eddu. Viðbrögð Þóru Kristínar og Kára afdráttarlaus Viðbrögð Þóru Kristínar sem og Kára, sem á sæti í stjórninni, við þessari óvenjulegu fyrirspurn Arnþórs voru afdráttarlaus. Þau sögðu sig bæði úr stjórninni og Þóra dró framboð sitt umsvifalaust til baka. Í tilkynningu Þóru Kristínar þar sem hún dregur framboð sitt til baka talar hún almennt um að ekki sé við það búandi að að safnað sé glóðum elds að höfði sínu úr hennar einkalífi og þar sé af nógu að taka enda hafi hún líkt og aðrir sem hafa farið í áfengismeðferð, lent á vegg, sagt og gert hluti sem hún sé ekki stolt af. „Það er sýnu alvarlegra að fyrrverandi stjórnendur SÁÁ eru líka að hlaða í bálköst á samfélagsmiðlum fyrir Kára Stefánsson yfirmann minn og náinn vin sem hefur einnig gert margt í sinni fortíð undir áhrifum áfengis sem hann hefði betur látið ógert og situr líkt og ég í aðalstjórn SÁÁ og er löngu hættur að drekka,“ segir Þóra Kristín. Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. Nú er horft til hennar með að hún stigi fram og gefi kost á sér sem næsti formaður SÁÁ. Ljóst er að allar þessar vendingar hafa valdið verulegu uppnámi í herbúðum SÁÁ en þar á bæ gengu menn út frá því sem vísu að Þóra væri að fara að taka við formennsku en Einar Hermannsson sagði sig frá formennsku eftir að fram kom frásögn fyrrverandi vændiskonu, og skjólstæðingi SÁÁ, að hann hafi notfært sér neyð hennar og keypt af henni vændi. Kári ekki sá sem er í sigti Eddu Falak Eftir því sem Vísir kemst næst er nú búist við því að Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi gefi kost á sér í formennskuna til að mæta því neyðarástandi sem ríkir. Fordæmi eru fyrir því að yfirlæknir á Vogi sé jafnframt formaður SÁÁ en sú var staða Þórarins Tyrfingssonar um hríð. Vísir hefur jafnframt undir höndum bréf sem Frosti Logason sjónvarpsmaður og stjórnarmaður í SÁÁ ritaði þeim sem í stjórninni sitja. Frosti er ómyrkur í máli og ljóst að hann telur, eins og Þóra Kristín, að hópur manna sem tengist Arnþóri vilji vinna samtökunum skaða. Í bréfi Frosta er fullyrt að Edda Falak staðfesti að ekki sé um það að ræða að Kári sé til umfjöllunar í umræddum væntanlegum hlaðvarpsþætti. Bréf Frosta er svohljóðandi: Sælir félagar ég vil upplýsa ykkur aðeins um gang mála. Þóra Kristín og Kári Stefánsson hafa ákveðið að draga sig alfarið úr stjórn samtakanna vegna þeirrar ofbeldishegðunar sem Arnþór Jónsson og félagar hafa verið að sýna af sér í dag eins og á liðnum árum. Það skal tekið hér fram að Edda Falak hefur staðfest það við Arnþór að ekki sé um Kára Stefánsson að ræða í þessum orðrómi um vændiskaup sem hún var að fiska eftir á samfélagsmiðlum. Eftir stendur að ítrekað ofbeldi Arnþórs og félaga heldur áfram að eyðileggja fyrir okkar ágætu samtökum og það er miður. Ég vildi bara hafa ykkur upplýst um þetta. mbk, Frosti Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Félagasamtök Vændi Fíkn Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hörður stígur fram og viðurkennir brot gegn Jódísi Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri segir í samtali við Stundina að hann gangist við því að vera maðurinn sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna. 27. janúar 2022 16:41 Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Konur og karlar í SÁÁ skora á Þóru Kristínu að gefa kost á sér Tuttugu konur og tuttugu karlar í stjórn SÁÁ hafa sent frá sér áskorun til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að gefa kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar forstjóra þar. 31. janúar 2022 09:40 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Arnþór sendi fyrirspurn á Þóru Kristínu sem hann sendi jafnframt á alla stjórnarmeðlimi SÁÁ 48 talsins. Vísir hefur fyrirspurnina undir höndum en hún er stutt og svohljóðandi: „Sæl Þóra Kristín Meðfylgjandi er skjáskot frá í gær 2. febrúar. Konur sem telja sig eiga um sárt að binda vegna ósæmilegrar framkomu einhvers frægðarmennis, munu líklega stíga fram og segja sögu sína. Ef marka má upplýsingarnar á myndinni gætu þolendurnir verið skjólstæðingar SÁÁ. Mér hefur verið sagt að gerandinn sé Kári Stefánsson. Getur þú staðfest við stjórn SÁÁ að svo sé ekki? AJ“ Edda Falak auglýsir eftir sögum um mann sem talar mikið um Covid Skjáskotið sem fylgdi opinni fyrirspurn Arnþórs er orðsending sem Edda Falak hlaðvarpsstjóri sendi inn á Facebook-hópinn Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Eins og sjá má auglýsir Edda eftir frásögnum um ónefndan mann sem hún kallar geranda í vændiskaupum til að styrkja væntanlegt viðtal við fyrrverandi vændiskonu. Arnþór vill fá að vita hvort þar sé um að ræða Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem honum sýnist passa við lýsingar Eddu. Viðbrögð Þóru Kristínar og Kára afdráttarlaus Viðbrögð Þóru Kristínar sem og Kára, sem á sæti í stjórninni, við þessari óvenjulegu fyrirspurn Arnþórs voru afdráttarlaus. Þau sögðu sig bæði úr stjórninni og Þóra dró framboð sitt umsvifalaust til baka. Í tilkynningu Þóru Kristínar þar sem hún dregur framboð sitt til baka talar hún almennt um að ekki sé við það búandi að að safnað sé glóðum elds að höfði sínu úr hennar einkalífi og þar sé af nógu að taka enda hafi hún líkt og aðrir sem hafa farið í áfengismeðferð, lent á vegg, sagt og gert hluti sem hún sé ekki stolt af. „Það er sýnu alvarlegra að fyrrverandi stjórnendur SÁÁ eru líka að hlaða í bálköst á samfélagsmiðlum fyrir Kára Stefánsson yfirmann minn og náinn vin sem hefur einnig gert margt í sinni fortíð undir áhrifum áfengis sem hann hefði betur látið ógert og situr líkt og ég í aðalstjórn SÁÁ og er löngu hættur að drekka,“ segir Þóra Kristín. Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. Nú er horft til hennar með að hún stigi fram og gefi kost á sér sem næsti formaður SÁÁ. Ljóst er að allar þessar vendingar hafa valdið verulegu uppnámi í herbúðum SÁÁ en þar á bæ gengu menn út frá því sem vísu að Þóra væri að fara að taka við formennsku en Einar Hermannsson sagði sig frá formennsku eftir að fram kom frásögn fyrrverandi vændiskonu, og skjólstæðingi SÁÁ, að hann hafi notfært sér neyð hennar og keypt af henni vændi. Kári ekki sá sem er í sigti Eddu Falak Eftir því sem Vísir kemst næst er nú búist við því að Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi gefi kost á sér í formennskuna til að mæta því neyðarástandi sem ríkir. Fordæmi eru fyrir því að yfirlæknir á Vogi sé jafnframt formaður SÁÁ en sú var staða Þórarins Tyrfingssonar um hríð. Vísir hefur jafnframt undir höndum bréf sem Frosti Logason sjónvarpsmaður og stjórnarmaður í SÁÁ ritaði þeim sem í stjórninni sitja. Frosti er ómyrkur í máli og ljóst að hann telur, eins og Þóra Kristín, að hópur manna sem tengist Arnþóri vilji vinna samtökunum skaða. Í bréfi Frosta er fullyrt að Edda Falak staðfesti að ekki sé um það að ræða að Kári sé til umfjöllunar í umræddum væntanlegum hlaðvarpsþætti. Bréf Frosta er svohljóðandi: Sælir félagar ég vil upplýsa ykkur aðeins um gang mála. Þóra Kristín og Kári Stefánsson hafa ákveðið að draga sig alfarið úr stjórn samtakanna vegna þeirrar ofbeldishegðunar sem Arnþór Jónsson og félagar hafa verið að sýna af sér í dag eins og á liðnum árum. Það skal tekið hér fram að Edda Falak hefur staðfest það við Arnþór að ekki sé um Kára Stefánsson að ræða í þessum orðrómi um vændiskaup sem hún var að fiska eftir á samfélagsmiðlum. Eftir stendur að ítrekað ofbeldi Arnþórs og félaga heldur áfram að eyðileggja fyrir okkar ágætu samtökum og það er miður. Ég vildi bara hafa ykkur upplýst um þetta. mbk, Frosti
Sælir félagar ég vil upplýsa ykkur aðeins um gang mála. Þóra Kristín og Kári Stefánsson hafa ákveðið að draga sig alfarið úr stjórn samtakanna vegna þeirrar ofbeldishegðunar sem Arnþór Jónsson og félagar hafa verið að sýna af sér í dag eins og á liðnum árum. Það skal tekið hér fram að Edda Falak hefur staðfest það við Arnþór að ekki sé um Kára Stefánsson að ræða í þessum orðrómi um vændiskaup sem hún var að fiska eftir á samfélagsmiðlum. Eftir stendur að ítrekað ofbeldi Arnþórs og félaga heldur áfram að eyðileggja fyrir okkar ágætu samtökum og það er miður. Ég vildi bara hafa ykkur upplýst um þetta. mbk, Frosti
Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Félagasamtök Vændi Fíkn Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hörður stígur fram og viðurkennir brot gegn Jódísi Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri segir í samtali við Stundina að hann gangist við því að vera maðurinn sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna. 27. janúar 2022 16:41 Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Konur og karlar í SÁÁ skora á Þóru Kristínu að gefa kost á sér Tuttugu konur og tuttugu karlar í stjórn SÁÁ hafa sent frá sér áskorun til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að gefa kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar forstjóra þar. 31. janúar 2022 09:40 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hörður stígur fram og viðurkennir brot gegn Jódísi Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri segir í samtali við Stundina að hann gangist við því að vera maðurinn sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna. 27. janúar 2022 16:41
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38
Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18
Konur og karlar í SÁÁ skora á Þóru Kristínu að gefa kost á sér Tuttugu konur og tuttugu karlar í stjórn SÁÁ hafa sent frá sér áskorun til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að gefa kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar forstjóra þar. 31. janúar 2022 09:40
Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27