Það verða ekki bara konur sem lýsa leiknum og taka viðtölin við leikmenn heldur verða allir starfsmenn ESPN á leiknum hvort sem þeir eru fyrir framan eða aftan myndavélarnar.
Next week, ESPN will produce the first NBA game on a national scale led by all women both on and behind the camera.
— Front Office Sports (@FOS) February 3, 2022
A team of 33 women will run the Warriors-Jazz broadcast from Utah and ESPN HQ in Bristol.
Calling the game:
Beth Mowins
Doris Burke
Lisa Salters pic.twitter.com/GXWJHzyobP
Alls munu 33 konur sjá til þess að útsendingin frá leiknum í Utah kom til skila og það verða líka bara konur á vakt í höfuðsstöðvunum hjá ESPN í Bristol.
Beth Mowins mun lýsa leiknum en Doris Burke mun greina leikinn með henni. Lisa Salters tekur svo viðtölin. Allar hafa þær þrjár tekið stór skref fyrir konur í íþróttasjónvarpi en starfa nú í fyrsta sinn saman á leik.
Leikurinn fer fram 9. febrúar næstkomandi.