Dómur þyngdur yfir manni sem nauðgaði tveimur konum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 15:12 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að nauðga tveimur konum hér á landi árið 2020. Fyrra brotið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020 og hin síðari norðan heiða í júlí sama ár. Mogbolu var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í júlí 2021. Á þeim tíma sem þá dómur féll sat hann í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina sem sögð var hafa átt sér stað nokkrum vikum fyrr. Fram kom í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum að Mogbolu væri af nígerískum uppruna og hefði komið hingað til lands árið 2016. Dregin niður í kjallara Mogbulu kynntist konunni sem hann braut gegn á höfuðborgarsvæðinu úti á lífinu. Í dómi héraðsdóms kom fram að hún hefði endurtekið neitað honum um kynmök og á einum tímapunkti reynt að komast undan áður. Mogbulu náði henni, dró hana niður í kjallara og hélt brotum sínum áfram. Konan flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðugri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Síðari nauðgunin fyrir norðan Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í júlí 2020. Mogbolu og konan í því tilviki höfðu átt í samskiptum á samfélagsmiðlum áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með honum á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann í héraði dæmdur til að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar upp úr klukkan 15:30. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dæmdur nauðgari í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna Joshua Ikechukwu Mogbolu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 20. júlí 2021 11:13 Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhaldi, grunaður um þriðju nauðgunina Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir í síðustu viku situr í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina. 15. júlí 2021 12:00 4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. 9. júlí 2021 16:51 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Mogbolu var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í júlí 2021. Á þeim tíma sem þá dómur féll sat hann í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina sem sögð var hafa átt sér stað nokkrum vikum fyrr. Fram kom í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum að Mogbolu væri af nígerískum uppruna og hefði komið hingað til lands árið 2016. Dregin niður í kjallara Mogbulu kynntist konunni sem hann braut gegn á höfuðborgarsvæðinu úti á lífinu. Í dómi héraðsdóms kom fram að hún hefði endurtekið neitað honum um kynmök og á einum tímapunkti reynt að komast undan áður. Mogbulu náði henni, dró hana niður í kjallara og hélt brotum sínum áfram. Konan flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðugri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Síðari nauðgunin fyrir norðan Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í júlí 2020. Mogbolu og konan í því tilviki höfðu átt í samskiptum á samfélagsmiðlum áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með honum á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann í héraði dæmdur til að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar upp úr klukkan 15:30.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dæmdur nauðgari í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna Joshua Ikechukwu Mogbolu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 20. júlí 2021 11:13 Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhaldi, grunaður um þriðju nauðgunina Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir í síðustu viku situr í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina. 15. júlí 2021 12:00 4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. 9. júlí 2021 16:51 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Dæmdur nauðgari í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna Joshua Ikechukwu Mogbolu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 20. júlí 2021 11:13
Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhaldi, grunaður um þriðju nauðgunina Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir í síðustu viku situr í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina. 15. júlí 2021 12:00
4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. 9. júlí 2021 16:51