Er komið að skimun hjá þér? Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 5. febrúar 2022 07:00 Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964. Um leið og heilsugæslan tók við verkefninu var HPV frumskimun einnig innleidd líkt og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. Nú er konum boðið upp á næmari og öruggari skimun en áður um leið og hægt er að láta líða lengra á milli skimana. Þetta byggir á þekkingu okkar á hlutverki HPV veirunnar í þróun frumubreytinga og leghálskrabbameins. Í stað þess að gera frumugreiningu á öllum leghálssýnum er nú nóg að gera frumugreiningu á þeim sýnum sem eru HPV jákvæð í aldurshópnum 30-64 ára. Þetta er kallað HPV frumskimun (e. primary screening). Algengi HPV smita hjá konum undir 30 ára er það hátt að ennþá eru gerðar frumugreiningar á öllum sýnum í aldurshópnum 23-29 ára. Næmari og öruggari skimun Það þarf ekki að fjölyrða um þá erfiðleika sem komu upp í byrjun síðasta árs sem skiljanlega ollu óánægju og óöryggi hjá bæði notendum þjónustunnar og fagfólki. Þau vandamál sem komu upp snerust nær alfarið um þann tíma sem það tók að upplýsa konur og sýnatökuaðila um niðurstöður. Öryggi greininga á sýnunum var tryggt frá upphafi og hefur ekki verið ábótavant. Heilsugæslan og Embætti landlæknis unnu að því hörðum höndum að leysa þau mál sem upp komu og í lok síðasta sumars var staðan orðin allt önnur og viðunandi. Síðan þá hafa 99% kvenna fengið sínar niðurstöður inn á island.is innan 40 daga frá sýnatökunni. Niðurstöður eiga að berast konum innan 4-6 vikna en í mörgum tilfellum líða þó aðeins 1-2 vikur. Þessi biðtími er sá sami og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Staðan önnur og mun betri Þegar skimunin var flutt frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var einnig ákveðið að greining leghálssýnanna yrði í höndum danskrar rannsóknarstofu. Heilbrigðisráðherra fól Landspítala að taka við þessari starfsemi sem hófst formlega í þessari viku. Í ljósi fyrri reynslu mun Landspítali taka við greiningunum í þrepum en danska rannsóknastofan mun einnig halda þeim áfram út þetta ár. Heilsugæslan hefur frá upphafi verið staðráðin í að veita konum góða þjónustu við skimanir fyrir leghálskrabbameini. Búið er að komast yfir mestu erfiðleikana sem upp komu í byrjun og staðan í dag er allt önnur og betri. Heilsugæslan mun að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna. Vitundarvakning og hvatningarátak Stærsta verkefnið núna er að fá konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa þess vegna hafið hvatningarátak sem hefst með ljósmyndasýningu í Kringlunni í dag. Sýningin Er komið að skimun hjá þér? segir sögur 12 þjóðþekktra kvenna sem deila upplifunum sínum af leghálsskimun og hvetja þannig aðrar konur til að taka þátt. Það er von mín að almenningur sjái að heilsugæslan hefur látið hendur standa fram úr ermum við að koma þessari mikilvægu þjónustu í viðunandi horf og að konur nýti sér hana þeirra sjálfra vegna. Hægt er að nálgast upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini á Samhæfingarstöð krabbameinsskimana | Heilsugæslan (heilsugaeslan.is), Skimun fyrir leghálskrabbameini | Heilsuvera og Skimun fyrir leghálskrabbameini - Embætti landlæknis (landlaeknir.is). Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964. Um leið og heilsugæslan tók við verkefninu var HPV frumskimun einnig innleidd líkt og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. Nú er konum boðið upp á næmari og öruggari skimun en áður um leið og hægt er að láta líða lengra á milli skimana. Þetta byggir á þekkingu okkar á hlutverki HPV veirunnar í þróun frumubreytinga og leghálskrabbameins. Í stað þess að gera frumugreiningu á öllum leghálssýnum er nú nóg að gera frumugreiningu á þeim sýnum sem eru HPV jákvæð í aldurshópnum 30-64 ára. Þetta er kallað HPV frumskimun (e. primary screening). Algengi HPV smita hjá konum undir 30 ára er það hátt að ennþá eru gerðar frumugreiningar á öllum sýnum í aldurshópnum 23-29 ára. Næmari og öruggari skimun Það þarf ekki að fjölyrða um þá erfiðleika sem komu upp í byrjun síðasta árs sem skiljanlega ollu óánægju og óöryggi hjá bæði notendum þjónustunnar og fagfólki. Þau vandamál sem komu upp snerust nær alfarið um þann tíma sem það tók að upplýsa konur og sýnatökuaðila um niðurstöður. Öryggi greininga á sýnunum var tryggt frá upphafi og hefur ekki verið ábótavant. Heilsugæslan og Embætti landlæknis unnu að því hörðum höndum að leysa þau mál sem upp komu og í lok síðasta sumars var staðan orðin allt önnur og viðunandi. Síðan þá hafa 99% kvenna fengið sínar niðurstöður inn á island.is innan 40 daga frá sýnatökunni. Niðurstöður eiga að berast konum innan 4-6 vikna en í mörgum tilfellum líða þó aðeins 1-2 vikur. Þessi biðtími er sá sami og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Staðan önnur og mun betri Þegar skimunin var flutt frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var einnig ákveðið að greining leghálssýnanna yrði í höndum danskrar rannsóknarstofu. Heilbrigðisráðherra fól Landspítala að taka við þessari starfsemi sem hófst formlega í þessari viku. Í ljósi fyrri reynslu mun Landspítali taka við greiningunum í þrepum en danska rannsóknastofan mun einnig halda þeim áfram út þetta ár. Heilsugæslan hefur frá upphafi verið staðráðin í að veita konum góða þjónustu við skimanir fyrir leghálskrabbameini. Búið er að komast yfir mestu erfiðleikana sem upp komu í byrjun og staðan í dag er allt önnur og betri. Heilsugæslan mun að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna. Vitundarvakning og hvatningarátak Stærsta verkefnið núna er að fá konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa þess vegna hafið hvatningarátak sem hefst með ljósmyndasýningu í Kringlunni í dag. Sýningin Er komið að skimun hjá þér? segir sögur 12 þjóðþekktra kvenna sem deila upplifunum sínum af leghálsskimun og hvetja þannig aðrar konur til að taka þátt. Það er von mín að almenningur sjái að heilsugæslan hefur látið hendur standa fram úr ermum við að koma þessari mikilvægu þjónustu í viðunandi horf og að konur nýti sér hana þeirra sjálfra vegna. Hægt er að nálgast upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini á Samhæfingarstöð krabbameinsskimana | Heilsugæslan (heilsugaeslan.is), Skimun fyrir leghálskrabbameini | Heilsuvera og Skimun fyrir leghálskrabbameini - Embætti landlæknis (landlaeknir.is). Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar