Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 07:58 Dóra hér á 109 ára afmælisdaginn. Hún fylgdist ávallt vel með þjóðmálunum og þótti í lagi að eldast, svo lengi sem hún gæti lesið Moggann. Vísir/Arnar Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. Frá andláti Dóru er greint á vef Morgunblaðsins. Dóra varð 109 ára og 160 daga gömul þann 13. desember síðastliðinn, og sló þar með Íslandsmet í langlífi, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga. Fréttastofa tók hús á Dóru í tilefni metsins í desember, en það innslag má sjá hér að neðan. Við það tilefni sagðist hún ánægð með áfangann og sagði í lagi að eldast meðan hún gæti enn gert það sem hún vildi. „Mér finnst það allt í lagi á meðan ég get talað og lesið Moggann og svona,“ sagði Dóra í desember. Fluttist af heimilinu 100 ára Dóra var fædd í Sigtúnum í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu þann 6. júlí 1912. Foreldrar hennar voru útgerðarmaðurinn Ólafur Gunnarsson og húsfreyjan Anna María Vigfúsdóttir. Dóra næst elst átta systkina. Hún bjó lengst af á Akureyri, og sinnti starfi talsímavarðar hjá Landsímanum þar í bær á árunum 1936 til 1978. Þegar Dóra var orðin 100 ára fluttist hún af heimili sínu við Norðurgötu 53 á Akureyri til Áskels sonar síns. Síðar sama ár flutti hún á hjúkrunarheimilið Skjól. Eiginmaður Dóru var Þórir Áskelsson, sjómaður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Dóra lætur eftir sig tvö börn, Áskell Þórisson og Ásu Drexler. Lét áfengi og reykingar eiga sig Fréttastofa ræddi einnig við Dóru þegar hún fagnaði 109 ára afmæli sínu í júlí á síðasta ári. Þar sagði hún galdurinn við langlífi vera nokkuð einfalda uppskrift: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Þá sagðist Dóra raunar ekki ætla sér að verða mikið eldri, þrátt fyrir að vera hress og við góða heilsu. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ sagði Dóra þá, en líkt og áður sagði lést hann árið 2000. Fréttastofa hefur rætt við Dóru við hin ýmsu tilefni, en í viðtali við Stöð 2 árið 2020, þegar hún varð 108 ára, rifjaði hún upp þegar hún sá Kötlugos árið 1918. Andlát Eldri borgarar Reykjavík Langlífi Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Frá andláti Dóru er greint á vef Morgunblaðsins. Dóra varð 109 ára og 160 daga gömul þann 13. desember síðastliðinn, og sló þar með Íslandsmet í langlífi, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga. Fréttastofa tók hús á Dóru í tilefni metsins í desember, en það innslag má sjá hér að neðan. Við það tilefni sagðist hún ánægð með áfangann og sagði í lagi að eldast meðan hún gæti enn gert það sem hún vildi. „Mér finnst það allt í lagi á meðan ég get talað og lesið Moggann og svona,“ sagði Dóra í desember. Fluttist af heimilinu 100 ára Dóra var fædd í Sigtúnum í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu þann 6. júlí 1912. Foreldrar hennar voru útgerðarmaðurinn Ólafur Gunnarsson og húsfreyjan Anna María Vigfúsdóttir. Dóra næst elst átta systkina. Hún bjó lengst af á Akureyri, og sinnti starfi talsímavarðar hjá Landsímanum þar í bær á árunum 1936 til 1978. Þegar Dóra var orðin 100 ára fluttist hún af heimili sínu við Norðurgötu 53 á Akureyri til Áskels sonar síns. Síðar sama ár flutti hún á hjúkrunarheimilið Skjól. Eiginmaður Dóru var Þórir Áskelsson, sjómaður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Dóra lætur eftir sig tvö börn, Áskell Þórisson og Ásu Drexler. Lét áfengi og reykingar eiga sig Fréttastofa ræddi einnig við Dóru þegar hún fagnaði 109 ára afmæli sínu í júlí á síðasta ári. Þar sagði hún galdurinn við langlífi vera nokkuð einfalda uppskrift: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Þá sagðist Dóra raunar ekki ætla sér að verða mikið eldri, þrátt fyrir að vera hress og við góða heilsu. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ sagði Dóra þá, en líkt og áður sagði lést hann árið 2000. Fréttastofa hefur rætt við Dóru við hin ýmsu tilefni, en í viðtali við Stöð 2 árið 2020, þegar hún varð 108 ára, rifjaði hún upp þegar hún sá Kötlugos árið 1918.
Andlát Eldri borgarar Reykjavík Langlífi Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira