Aflétta heimsóknarbanni og opna alla þjónustu í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 11:08 Frá Sunnuhlíð í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Mikið hefur mætt á starfsfólki hjúkrunarheimila að undanförnu, vegna sóttkvíar og einangrunar starfsfólks. Framkvæmdastjóri segir þó bjartari tíma fram undan og stefnt er á að aflétta ýmsum skerðingum innan veggja hjúkrunarheimilisins. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts, sem rekur meðal annars hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi, segir róðurinn í starfsemi heimilisins hafa verið þungan að undanförnu, þá sérstaklega á síðustu tveimur vikum. Nú sjái hins vegar fyrir endan á því ástandi, þar sem flestir starfsmenn hafi þegar fengið Covid og tekið út sína einangrun. „Við reiknum með að opna húsið núna á þriðjudaginn í næstu viku og opnum það að hluta til um helgina, með takmarkaðar heimsóknir.“, segir Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts. Þannig verði kvöðum sem hvílt hafa á starfsemi heimilisins aflétt og endurhæfing og iðjuþjálfun heimilismanna opna að nýju, sem og hárgreiðslustofan. Einangrun heilbrigðisstarfsfólks hefur víðar verið vandamál upp á síðkastið, en til marks um það sendi Landspítalinn í gær frá sér ákall um að hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða bráðvantaði á vakt nú um helgina. Við nánari athugun fréttastofu kom þó í ljós að því var fljótlega kippt í liðinn. Fáir enn smitaðir og þá lítið veikir Þrír heimilismenn í Sunnuhlíð hafa látist af völdum Covid-19 á síðustu dögum, eftir að hópsmit kom upp á heimilinu. Alls greindust um fjörutíu heimilismenn í hópsmitinu, en fá virk smit eru eftir í þeirra hópi. „Það eru bara þrír eftir sem eru með einkenni, virk smit. Og þeir eru ekki mikið veikir,“ segir Kristján. Honum líst vel á fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum og horfir bjartsýnn fram á veginn, eftir erfiða tíma í starfsemi heimilisins að undanförnu. „Ég vil bara þakka starfsfólkinu okkar. Það hefur staðið sig alveg frábærlega,“ segir Kristján. Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vigdísarholts, sem rekur meðal annars hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi, segir róðurinn í starfsemi heimilisins hafa verið þungan að undanförnu, þá sérstaklega á síðustu tveimur vikum. Nú sjái hins vegar fyrir endan á því ástandi, þar sem flestir starfsmenn hafi þegar fengið Covid og tekið út sína einangrun. „Við reiknum með að opna húsið núna á þriðjudaginn í næstu viku og opnum það að hluta til um helgina, með takmarkaðar heimsóknir.“, segir Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts. Þannig verði kvöðum sem hvílt hafa á starfsemi heimilisins aflétt og endurhæfing og iðjuþjálfun heimilismanna opna að nýju, sem og hárgreiðslustofan. Einangrun heilbrigðisstarfsfólks hefur víðar verið vandamál upp á síðkastið, en til marks um það sendi Landspítalinn í gær frá sér ákall um að hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða bráðvantaði á vakt nú um helgina. Við nánari athugun fréttastofu kom þó í ljós að því var fljótlega kippt í liðinn. Fáir enn smitaðir og þá lítið veikir Þrír heimilismenn í Sunnuhlíð hafa látist af völdum Covid-19 á síðustu dögum, eftir að hópsmit kom upp á heimilinu. Alls greindust um fjörutíu heimilismenn í hópsmitinu, en fá virk smit eru eftir í þeirra hópi. „Það eru bara þrír eftir sem eru með einkenni, virk smit. Og þeir eru ekki mikið veikir,“ segir Kristján. Honum líst vel á fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum og horfir bjartsýnn fram á veginn, eftir erfiða tíma í starfsemi heimilisins að undanförnu. „Ég vil bara þakka starfsfólkinu okkar. Það hefur staðið sig alveg frábærlega,“ segir Kristján.
Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira