„Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér“ Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2022 08:27 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið mjög vel. Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér. Það voru allir tilbúnir og gátu brugðist við þeim verkefnum sem hafa komið upp.“ Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu um óveðrið sem er nú að mestu gengið yfir á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir nokkur verkefni hafa komið upp sem búið sé að leysa, en svo hafi einnig verið nokkuð um rafmagnstruflanir sem sumar séu enn í gangi. Spáin rættist Víðir segir að veðurspáin hafi að stærstum hluta gengið eftir. „Það sem kannski hjálpaði okkur hér í höfuðborginni var að það var örlítið hlýrra þannig að það hefur gengið vel að moka. Efri byggðir og úthverfi; fólk þarf bara að meta það þar, hvort það sé óhætt að fara af stað. En það hefur gengið verl að opna aðalleiðir og stofnbrautir,“ segir Víðir, en Strætó mun svo hefja akstur um klukkan tíu. „Það er allt að fara af stað, jafnvel fyrr en við reiknuðum með,“ segir Víðir. Engar tilkynningar um meiriháttar tjón Vísir segir að ekki hafi borist fréttir af einhverju meiriháttar tjóni. Talsvert sé um fokskemmdir en ekkert stórt sem frést hefur af hingað til. „Björgunarsveitirnar voru vel mannaðar og tugir útkalla en það hefur gengið vel. Núna er veðrið að ná hámarki á Vestfjörðum og Norðurlandi og svo eru Austfirðir eftir. Það fylgdu langflestir þeim leiðbeiningum sem við vorum með. Fólk var ekkert á ferðinni og meginleiðir voru lokaðar þannig að fólk var ekkert að lenda í stórvandræðum.“ Víðir segir að þó að hvellurinn sé að mestu genginn yfir þá sé áfram von á leiðinlegu veðri. „Svo kemur suðvestanátt, hvöss og jafnvel með dimmum éljum í kjölfarið á Suðvesturlandi. Fólk þarf því að halda áfram að fylgjast með spám. Það verður því áfram röskun.“ Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Veðurvaktin á Vísi: Veðurofsinn að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu um óveðrið sem er nú að mestu gengið yfir á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir nokkur verkefni hafa komið upp sem búið sé að leysa, en svo hafi einnig verið nokkuð um rafmagnstruflanir sem sumar séu enn í gangi. Spáin rættist Víðir segir að veðurspáin hafi að stærstum hluta gengið eftir. „Það sem kannski hjálpaði okkur hér í höfuðborginni var að það var örlítið hlýrra þannig að það hefur gengið vel að moka. Efri byggðir og úthverfi; fólk þarf bara að meta það þar, hvort það sé óhætt að fara af stað. En það hefur gengið verl að opna aðalleiðir og stofnbrautir,“ segir Víðir, en Strætó mun svo hefja akstur um klukkan tíu. „Það er allt að fara af stað, jafnvel fyrr en við reiknuðum með,“ segir Víðir. Engar tilkynningar um meiriháttar tjón Vísir segir að ekki hafi borist fréttir af einhverju meiriháttar tjóni. Talsvert sé um fokskemmdir en ekkert stórt sem frést hefur af hingað til. „Björgunarsveitirnar voru vel mannaðar og tugir útkalla en það hefur gengið vel. Núna er veðrið að ná hámarki á Vestfjörðum og Norðurlandi og svo eru Austfirðir eftir. Það fylgdu langflestir þeim leiðbeiningum sem við vorum með. Fólk var ekkert á ferðinni og meginleiðir voru lokaðar þannig að fólk var ekkert að lenda í stórvandræðum.“ Víðir segir að þó að hvellurinn sé að mestu genginn yfir þá sé áfram von á leiðinlegu veðri. „Svo kemur suðvestanátt, hvöss og jafnvel með dimmum éljum í kjölfarið á Suðvesturlandi. Fólk þarf því að halda áfram að fylgjast með spám. Það verður því áfram röskun.“
Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Veðurvaktin á Vísi: Veðurofsinn að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55
Veðurvaktin á Vísi: Veðurofsinn að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45