Stefnir enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 17:57 Ráðherra talaði fyrir sal blaðamanna síðdegis í dag þar sem hún skýrði enn skoðun sína á því að hún telji best að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra er ákveðin í afstöðu sinni að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Þetta kom fram í máli hennar á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins sem nú stendur yfir. Hún sagðist ánægð með að ríkisstjórnin hefði endurnýjað umboð sitt í kosningunum síðastliðið haust. Þannig verði hægt að halda áfram vinnu sem hún hafi staðið í á síðasta kjörtímabili sem hafi meðal annars skilað sér í samþykktu frumvarpi um fjölmiðlastyrki til einkarekinna miðla. Fólki starfandi í fjölmiðlum hér á landi hefur fækkað umtalsvert undanfarinn ártug. 2238 störfuðu við fjölmiðla árið 2013 en 731 síðastliðið sumar. Þá situr Ísland í sextánda sæti á lista Blaðamanna án landamæra sem taka út fjölmiðlafrelsi í heiminum. Hin fjögur löndin, sem veit ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla, verma fjögur efstu sæti listans. Fram kom í máli Lilju á málþinginu að hún vilji horfa til Danmerkur hvað varði umhverfi fjölmiðla. Þar séu ríkisreknu miðlarnir ekki á auglýsingamarkaði og styrkir séu veittir til einkarekinna miðla. Lilja hefur margoft lýst yfir þessari skoðun sinni en mætt mótstöðu þar sem ekki hefur náðst sátt um málið meðal ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt samþykktu fjölmiðlafrumvarpi skipta einkareknir fjölmiðlar með sér 400 milljónum króna árlega. Um er að ræða endurgreiðslu á hluta af ritstjórnarkostnaði og eru greiðslur í hlutfalli við stærð ritstjórna. Þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fjölmiðla á landsbyggðinni síðastliðið sumar. Níu fjölmiðlar skiptu með sér tíu milljónum króna. Lilja sagðist í ávarpi sínu ekki hafa komið á óvart að fjarskiptafyrirtækin Sýn og Síminn hefðu lagst gegn styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Fyrirtækin þættust of stolt til að þiggja slíka styrki að mati Lilju og hvatti hún fjölmiðlana þá einfaldlega til að skila peningunum. Málþing Rannsóknarseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur yfir til klukkan 19. Hægt er að fylgjast með í streymi á vef Blaðamannafélagsins. Meðal fyrirlesara er Ida Willig prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla sem fjallar um fjölmiðlastyrki í Danmörku. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Hún sagðist ánægð með að ríkisstjórnin hefði endurnýjað umboð sitt í kosningunum síðastliðið haust. Þannig verði hægt að halda áfram vinnu sem hún hafi staðið í á síðasta kjörtímabili sem hafi meðal annars skilað sér í samþykktu frumvarpi um fjölmiðlastyrki til einkarekinna miðla. Fólki starfandi í fjölmiðlum hér á landi hefur fækkað umtalsvert undanfarinn ártug. 2238 störfuðu við fjölmiðla árið 2013 en 731 síðastliðið sumar. Þá situr Ísland í sextánda sæti á lista Blaðamanna án landamæra sem taka út fjölmiðlafrelsi í heiminum. Hin fjögur löndin, sem veit ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla, verma fjögur efstu sæti listans. Fram kom í máli Lilju á málþinginu að hún vilji horfa til Danmerkur hvað varði umhverfi fjölmiðla. Þar séu ríkisreknu miðlarnir ekki á auglýsingamarkaði og styrkir séu veittir til einkarekinna miðla. Lilja hefur margoft lýst yfir þessari skoðun sinni en mætt mótstöðu þar sem ekki hefur náðst sátt um málið meðal ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt samþykktu fjölmiðlafrumvarpi skipta einkareknir fjölmiðlar með sér 400 milljónum króna árlega. Um er að ræða endurgreiðslu á hluta af ritstjórnarkostnaði og eru greiðslur í hlutfalli við stærð ritstjórna. Þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fjölmiðla á landsbyggðinni síðastliðið sumar. Níu fjölmiðlar skiptu með sér tíu milljónum króna. Lilja sagðist í ávarpi sínu ekki hafa komið á óvart að fjarskiptafyrirtækin Sýn og Síminn hefðu lagst gegn styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Fyrirtækin þættust of stolt til að þiggja slíka styrki að mati Lilju og hvatti hún fjölmiðlana þá einfaldlega til að skila peningunum. Málþing Rannsóknarseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur yfir til klukkan 19. Hægt er að fylgjast með í streymi á vef Blaðamannafélagsins. Meðal fyrirlesara er Ida Willig prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla sem fjallar um fjölmiðlastyrki í Danmörku. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira