Körfubolti

Ekkert fær Sólirnar og Stríðsmennina stöðvað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Devin Booker skoraði 38 stig fyrir Phoenix Suns gegn Chicago Bulls.
Devin Booker skoraði 38 stig fyrir Phoenix Suns gegn Chicago Bulls. getty/Stacy Revere

Efsta lið Vesturdeildarinnar, Phoenix Suns, bar sigurorð af Chicago Bulls, 124-129, á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Þetta var annar sigur Phoenix í röð og níundi sigurinn í síðustu tíu leikjum. Devin Booker fór mikinn í liði gestanna og skoraði 38 stig. Chris Paul skoraði nítján stig og gaf ellefu stoðsendingar.

DeMar DeRozan skoraði 38 stig fyrir Chicago og Zach LaVine 32. Chicago er í 3. sæti Austurdeildarinnar.

Golden State Warriors vann níunda leikinn í röð er liðið sigraði Oklahoma City Thunder, 98-110.

Klay Thompson skoraði 21 stig fyrir Golden State og var drjúgur á lokakaflanum. Stephen Curry skoraði átján stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Golden State er í 2. sæti Vesturdeildarinnar.

Topplið Austurdeildarinnar, Miami Heat, sigraði Washington Wizards í höfuðborginni, 100-121.

Bam Adebayo skoraði 21 stig fyrir Miami og Jimmy Butler nítján. Miami hefur unnið þrjá leiki í röð.

Úrslitin í nótt

  • Chicago 124-127 Phoenix
  • Oklahoma 98-110 Golden State
  • Washington 100-121 Miami
  • Charlotte 101-116 Toronto
  • Utah 113-104 NY Knicks

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×