Lýðræði ungmenna í borginni – breytt einkunnagjöf í íþróttum Ellen Calmon skrifar 9. febrúar 2022 11:31 Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og tók ég þátt í þeirri vinnu. Innleiðing á stefnunni er rétt að hefjast en í henni er lögð áhersla á að meira samráð sé haft við borgarbúa um skipulag og uppbyggingu borgarinnar bæði hvað varðar þjónustu og umhverfi. Þar er einnig lögð áhersla á virkt lýðræði barna og ungmenna sem hafa verið mínar ær og kýr í borgarfulltrúastarfinu. Einn liður í því er að bjóða Reykjavíkurráði ungmenna á borgarstjórnarfund þar sem ungmennin bera upp tillögur sem fá hefðbundna afgreiðslu borgarstjórnar. Í gær var einmitt slíkur fundur og á þeim fundi bar Númi Hrafn Baldursson fulltrúi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða upp tillögu sem fjallaði um breytt einkunnarkerfi í íþróttakennslu, þar sem einkunnagjöf yrði vinnueinkun í stað núverandi einkunnakerfis. Rökin sem lögð voru fram með tillögunni voru: „Með því að breyta einkunnagjöf í íþróttum yfir í vinnueinkunn er stuðlað að auknu jafnrétti í íþróttum fyrir mismunandi einstaklinga með ólíka getu. Þessar breytingar munu gagnast mörgum, til dæmis krökkum með astma, önnur veikindi eða fatlanir. Ávinningur af tillögunni væri að hjálpa krökkum að líða betur andlega og jafnvel líkamlega í íþróttum.“ Komst aldrei upp blessaðan kaðalinn Ég fagna þessari tillögu því hún veitir einnig þeim börnum og ungmennum rödd sem kannski eru eins og ég var sem barn. Ég upplifði mig aldrei góða í leikfimi, eins og það hét í gamla daga. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn, né gat ég hoppað nægilega hátt í hástökki. Ég var aldrei góð í íþróttum, sama hvað ég reyndi og einkunnirnar eftir því. En ég var auðvitað bara betri í einhverju öðru, svona eins og við erum flest. Búum yfir ólíkum styrkleikum. Mér þótti minna vænt um leikfimikennarana mína heldur en aðra kennara, svo ég taki pent til orða, því mér fannst þeir ósanngjarnir. Þeir hvöttu mig með misjákvæðum athugasemdum. Ég reyndi, ég mætti, en allt kom fyrir ekki. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn sem gerði líka það að verkum að mér fannst alls ekkert gaman í leikfimi. Svo var það ekki fyrr en Eyrún leikfimiskennari tók við. Kona sem virtist hafa skilning á því að sum okkar voru ekki jafn góð í þessu brölti og önnur – svo hún bauð mér að gera annars konar æfingar. Mætti mér með skilningi og mildi. Börnum sé sýnd mildi og skilningur En það er einmitt þannig sem við viljum að nemendum sé mætt í skólakerfinu með mildi og skilning en að því sögðu þá viljum auðvitað að börn verði áfram hvött til að gera betur og bæta sig í öllu námi. Í dag veita kennarar einnig gjarnan umsögn og endurgjöf sem hægt er að gefa reglulega í gegnum Mentor eða í samtölum við börn á skólatíma eða í foreldraviðtölum. Það er vissulega ein leið til að mæta þessari tillögu að einhverju leyti. Glöð hefði ég viljað geta samþykkt þessa tillögu og innleitt í Reykjavíkurborg en þar sem námsmat er ákvarðað í lögum þá er það ekki á valdi borgarstjórnar að innleiða nýtt námsmat. En þar sem tillagan lýsir svo sannarlega sjónarmiði barna og ungmenna á einkunnargjöf í þessari stöku grein sem eru íþróttir þá þykir mér sjálfsagt að við komum því á framfæri við skólasamfélagið. Ég lagði því til að henni yrði vísað til skóla- og frístundaráðs og þannig verði tryggt að skólasamfélagið verði upplýst um sjónarmið barnanna. Það er mikilvægt að hlusta á börnin. Höfundur er borgarfulltrúi og sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram núna um helgina 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Íþróttir barna Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og tók ég þátt í þeirri vinnu. Innleiðing á stefnunni er rétt að hefjast en í henni er lögð áhersla á að meira samráð sé haft við borgarbúa um skipulag og uppbyggingu borgarinnar bæði hvað varðar þjónustu og umhverfi. Þar er einnig lögð áhersla á virkt lýðræði barna og ungmenna sem hafa verið mínar ær og kýr í borgarfulltrúastarfinu. Einn liður í því er að bjóða Reykjavíkurráði ungmenna á borgarstjórnarfund þar sem ungmennin bera upp tillögur sem fá hefðbundna afgreiðslu borgarstjórnar. Í gær var einmitt slíkur fundur og á þeim fundi bar Númi Hrafn Baldursson fulltrúi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða upp tillögu sem fjallaði um breytt einkunnarkerfi í íþróttakennslu, þar sem einkunnagjöf yrði vinnueinkun í stað núverandi einkunnakerfis. Rökin sem lögð voru fram með tillögunni voru: „Með því að breyta einkunnagjöf í íþróttum yfir í vinnueinkunn er stuðlað að auknu jafnrétti í íþróttum fyrir mismunandi einstaklinga með ólíka getu. Þessar breytingar munu gagnast mörgum, til dæmis krökkum með astma, önnur veikindi eða fatlanir. Ávinningur af tillögunni væri að hjálpa krökkum að líða betur andlega og jafnvel líkamlega í íþróttum.“ Komst aldrei upp blessaðan kaðalinn Ég fagna þessari tillögu því hún veitir einnig þeim börnum og ungmennum rödd sem kannski eru eins og ég var sem barn. Ég upplifði mig aldrei góða í leikfimi, eins og það hét í gamla daga. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn, né gat ég hoppað nægilega hátt í hástökki. Ég var aldrei góð í íþróttum, sama hvað ég reyndi og einkunnirnar eftir því. En ég var auðvitað bara betri í einhverju öðru, svona eins og við erum flest. Búum yfir ólíkum styrkleikum. Mér þótti minna vænt um leikfimikennarana mína heldur en aðra kennara, svo ég taki pent til orða, því mér fannst þeir ósanngjarnir. Þeir hvöttu mig með misjákvæðum athugasemdum. Ég reyndi, ég mætti, en allt kom fyrir ekki. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn sem gerði líka það að verkum að mér fannst alls ekkert gaman í leikfimi. Svo var það ekki fyrr en Eyrún leikfimiskennari tók við. Kona sem virtist hafa skilning á því að sum okkar voru ekki jafn góð í þessu brölti og önnur – svo hún bauð mér að gera annars konar æfingar. Mætti mér með skilningi og mildi. Börnum sé sýnd mildi og skilningur En það er einmitt þannig sem við viljum að nemendum sé mætt í skólakerfinu með mildi og skilning en að því sögðu þá viljum auðvitað að börn verði áfram hvött til að gera betur og bæta sig í öllu námi. Í dag veita kennarar einnig gjarnan umsögn og endurgjöf sem hægt er að gefa reglulega í gegnum Mentor eða í samtölum við börn á skólatíma eða í foreldraviðtölum. Það er vissulega ein leið til að mæta þessari tillögu að einhverju leyti. Glöð hefði ég viljað geta samþykkt þessa tillögu og innleitt í Reykjavíkurborg en þar sem námsmat er ákvarðað í lögum þá er það ekki á valdi borgarstjórnar að innleiða nýtt námsmat. En þar sem tillagan lýsir svo sannarlega sjónarmiði barna og ungmenna á einkunnargjöf í þessari stöku grein sem eru íþróttir þá þykir mér sjálfsagt að við komum því á framfæri við skólasamfélagið. Ég lagði því til að henni yrði vísað til skóla- og frístundaráðs og þannig verði tryggt að skólasamfélagið verði upplýst um sjónarmið barnanna. Það er mikilvægt að hlusta á börnin. Höfundur er borgarfulltrúi og sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram núna um helgina 12.-13. febrúar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun