Lýðræði ungmenna í borginni – breytt einkunnagjöf í íþróttum Ellen Calmon skrifar 9. febrúar 2022 11:31 Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og tók ég þátt í þeirri vinnu. Innleiðing á stefnunni er rétt að hefjast en í henni er lögð áhersla á að meira samráð sé haft við borgarbúa um skipulag og uppbyggingu borgarinnar bæði hvað varðar þjónustu og umhverfi. Þar er einnig lögð áhersla á virkt lýðræði barna og ungmenna sem hafa verið mínar ær og kýr í borgarfulltrúastarfinu. Einn liður í því er að bjóða Reykjavíkurráði ungmenna á borgarstjórnarfund þar sem ungmennin bera upp tillögur sem fá hefðbundna afgreiðslu borgarstjórnar. Í gær var einmitt slíkur fundur og á þeim fundi bar Númi Hrafn Baldursson fulltrúi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða upp tillögu sem fjallaði um breytt einkunnarkerfi í íþróttakennslu, þar sem einkunnagjöf yrði vinnueinkun í stað núverandi einkunnakerfis. Rökin sem lögð voru fram með tillögunni voru: „Með því að breyta einkunnagjöf í íþróttum yfir í vinnueinkunn er stuðlað að auknu jafnrétti í íþróttum fyrir mismunandi einstaklinga með ólíka getu. Þessar breytingar munu gagnast mörgum, til dæmis krökkum með astma, önnur veikindi eða fatlanir. Ávinningur af tillögunni væri að hjálpa krökkum að líða betur andlega og jafnvel líkamlega í íþróttum.“ Komst aldrei upp blessaðan kaðalinn Ég fagna þessari tillögu því hún veitir einnig þeim börnum og ungmennum rödd sem kannski eru eins og ég var sem barn. Ég upplifði mig aldrei góða í leikfimi, eins og það hét í gamla daga. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn, né gat ég hoppað nægilega hátt í hástökki. Ég var aldrei góð í íþróttum, sama hvað ég reyndi og einkunnirnar eftir því. En ég var auðvitað bara betri í einhverju öðru, svona eins og við erum flest. Búum yfir ólíkum styrkleikum. Mér þótti minna vænt um leikfimikennarana mína heldur en aðra kennara, svo ég taki pent til orða, því mér fannst þeir ósanngjarnir. Þeir hvöttu mig með misjákvæðum athugasemdum. Ég reyndi, ég mætti, en allt kom fyrir ekki. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn sem gerði líka það að verkum að mér fannst alls ekkert gaman í leikfimi. Svo var það ekki fyrr en Eyrún leikfimiskennari tók við. Kona sem virtist hafa skilning á því að sum okkar voru ekki jafn góð í þessu brölti og önnur – svo hún bauð mér að gera annars konar æfingar. Mætti mér með skilningi og mildi. Börnum sé sýnd mildi og skilningur En það er einmitt þannig sem við viljum að nemendum sé mætt í skólakerfinu með mildi og skilning en að því sögðu þá viljum auðvitað að börn verði áfram hvött til að gera betur og bæta sig í öllu námi. Í dag veita kennarar einnig gjarnan umsögn og endurgjöf sem hægt er að gefa reglulega í gegnum Mentor eða í samtölum við börn á skólatíma eða í foreldraviðtölum. Það er vissulega ein leið til að mæta þessari tillögu að einhverju leyti. Glöð hefði ég viljað geta samþykkt þessa tillögu og innleitt í Reykjavíkurborg en þar sem námsmat er ákvarðað í lögum þá er það ekki á valdi borgarstjórnar að innleiða nýtt námsmat. En þar sem tillagan lýsir svo sannarlega sjónarmiði barna og ungmenna á einkunnargjöf í þessari stöku grein sem eru íþróttir þá þykir mér sjálfsagt að við komum því á framfæri við skólasamfélagið. Ég lagði því til að henni yrði vísað til skóla- og frístundaráðs og þannig verði tryggt að skólasamfélagið verði upplýst um sjónarmið barnanna. Það er mikilvægt að hlusta á börnin. Höfundur er borgarfulltrúi og sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram núna um helgina 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Íþróttir barna Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og tók ég þátt í þeirri vinnu. Innleiðing á stefnunni er rétt að hefjast en í henni er lögð áhersla á að meira samráð sé haft við borgarbúa um skipulag og uppbyggingu borgarinnar bæði hvað varðar þjónustu og umhverfi. Þar er einnig lögð áhersla á virkt lýðræði barna og ungmenna sem hafa verið mínar ær og kýr í borgarfulltrúastarfinu. Einn liður í því er að bjóða Reykjavíkurráði ungmenna á borgarstjórnarfund þar sem ungmennin bera upp tillögur sem fá hefðbundna afgreiðslu borgarstjórnar. Í gær var einmitt slíkur fundur og á þeim fundi bar Númi Hrafn Baldursson fulltrúi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða upp tillögu sem fjallaði um breytt einkunnarkerfi í íþróttakennslu, þar sem einkunnagjöf yrði vinnueinkun í stað núverandi einkunnakerfis. Rökin sem lögð voru fram með tillögunni voru: „Með því að breyta einkunnagjöf í íþróttum yfir í vinnueinkunn er stuðlað að auknu jafnrétti í íþróttum fyrir mismunandi einstaklinga með ólíka getu. Þessar breytingar munu gagnast mörgum, til dæmis krökkum með astma, önnur veikindi eða fatlanir. Ávinningur af tillögunni væri að hjálpa krökkum að líða betur andlega og jafnvel líkamlega í íþróttum.“ Komst aldrei upp blessaðan kaðalinn Ég fagna þessari tillögu því hún veitir einnig þeim börnum og ungmennum rödd sem kannski eru eins og ég var sem barn. Ég upplifði mig aldrei góða í leikfimi, eins og það hét í gamla daga. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn, né gat ég hoppað nægilega hátt í hástökki. Ég var aldrei góð í íþróttum, sama hvað ég reyndi og einkunnirnar eftir því. En ég var auðvitað bara betri í einhverju öðru, svona eins og við erum flest. Búum yfir ólíkum styrkleikum. Mér þótti minna vænt um leikfimikennarana mína heldur en aðra kennara, svo ég taki pent til orða, því mér fannst þeir ósanngjarnir. Þeir hvöttu mig með misjákvæðum athugasemdum. Ég reyndi, ég mætti, en allt kom fyrir ekki. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn sem gerði líka það að verkum að mér fannst alls ekkert gaman í leikfimi. Svo var það ekki fyrr en Eyrún leikfimiskennari tók við. Kona sem virtist hafa skilning á því að sum okkar voru ekki jafn góð í þessu brölti og önnur – svo hún bauð mér að gera annars konar æfingar. Mætti mér með skilningi og mildi. Börnum sé sýnd mildi og skilningur En það er einmitt þannig sem við viljum að nemendum sé mætt í skólakerfinu með mildi og skilning en að því sögðu þá viljum auðvitað að börn verði áfram hvött til að gera betur og bæta sig í öllu námi. Í dag veita kennarar einnig gjarnan umsögn og endurgjöf sem hægt er að gefa reglulega í gegnum Mentor eða í samtölum við börn á skólatíma eða í foreldraviðtölum. Það er vissulega ein leið til að mæta þessari tillögu að einhverju leyti. Glöð hefði ég viljað geta samþykkt þessa tillögu og innleitt í Reykjavíkurborg en þar sem námsmat er ákvarðað í lögum þá er það ekki á valdi borgarstjórnar að innleiða nýtt námsmat. En þar sem tillagan lýsir svo sannarlega sjónarmiði barna og ungmenna á einkunnargjöf í þessari stöku grein sem eru íþróttir þá þykir mér sjálfsagt að við komum því á framfæri við skólasamfélagið. Ég lagði því til að henni yrði vísað til skóla- og frístundaráðs og þannig verði tryggt að skólasamfélagið verði upplýst um sjónarmið barnanna. Það er mikilvægt að hlusta á börnin. Höfundur er borgarfulltrúi og sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram núna um helgina 12.-13. febrúar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun