Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 14:01 Joe Burrow með bikarinn sem Cincinnati Bengals fékk fyrir sigur í Ameríkudeildinni. AP/Charlie Riedel Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. Það er nóg af leikmönnum í NFL-deildinni sem rembast við það að reyna að vera töffarar og nokkrum þeirra tekst það reyndar ágætlega. Það er hins vegar einn af ungu stjörnum deildarinnar sem virðist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vera mesti töffarinn á svæðinu. Joe Burrow er svo svalur og fullur sjálfstrausts að gælunafnið Joe Cooler fer bráðum að festast við hann. Hann lætur líka verkin tala og sem dæmi þá eru það hans ráð til ungs íþróttafólks að geyma símann þegar þau fara á æfingar. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Burrow er vissulega ungur fyrir leikstjórnanda í fremstu röð enda enn bara 25 ára gamall. Í þessari krefjandi ábyrgðarstöðu blómstra menn jafnan seinna í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera nýkominn í deildina er hann kominn alla leið í Super Bowl á aðeins sínu öðru tímabili en hann hefur farið fyrir ævintýri Cincinnati Bengals í úrslitakeppninni í ár. Burrow er að koma upp á tímum þar sem flest ungt fólk lifir og hrærir í heimi samfélagsmiðla en ungi leikstjórnandinn passar sig að láta ekki glepjast. Burrow er einnig með mjög einföld skilaboð til íþróttafólks sem vill ná langt. Það má sjá þau hér fyrir ofan. Joe ráðleggur þeim er að birta ekki mynd af sér þegar þau eru á leiðinni á æfingu og sleppa síðan næstu fjórum dögum þegar allir halda að þau séu að æfa. Æfa frekar alla daga á bak við tjöldin og í friði frá samfélagsmiðlum en sýna síðan uppskeruna ekki á netinu heldur í næsta leik. Joe Burrow lætur verkin líka tala inn á vellinum þar sem hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum. Super Bowl leikurinn á milli Cincinnati Bengals og Los Angeles Rams er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 23.30. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira
Það er nóg af leikmönnum í NFL-deildinni sem rembast við það að reyna að vera töffarar og nokkrum þeirra tekst það reyndar ágætlega. Það er hins vegar einn af ungu stjörnum deildarinnar sem virðist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vera mesti töffarinn á svæðinu. Joe Burrow er svo svalur og fullur sjálfstrausts að gælunafnið Joe Cooler fer bráðum að festast við hann. Hann lætur líka verkin tala og sem dæmi þá eru það hans ráð til ungs íþróttafólks að geyma símann þegar þau fara á æfingar. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Burrow er vissulega ungur fyrir leikstjórnanda í fremstu röð enda enn bara 25 ára gamall. Í þessari krefjandi ábyrgðarstöðu blómstra menn jafnan seinna í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera nýkominn í deildina er hann kominn alla leið í Super Bowl á aðeins sínu öðru tímabili en hann hefur farið fyrir ævintýri Cincinnati Bengals í úrslitakeppninni í ár. Burrow er að koma upp á tímum þar sem flest ungt fólk lifir og hrærir í heimi samfélagsmiðla en ungi leikstjórnandinn passar sig að láta ekki glepjast. Burrow er einnig með mjög einföld skilaboð til íþróttafólks sem vill ná langt. Það má sjá þau hér fyrir ofan. Joe ráðleggur þeim er að birta ekki mynd af sér þegar þau eru á leiðinni á æfingu og sleppa síðan næstu fjórum dögum þegar allir halda að þau séu að æfa. Æfa frekar alla daga á bak við tjöldin og í friði frá samfélagsmiðlum en sýna síðan uppskeruna ekki á netinu heldur í næsta leik. Joe Burrow lætur verkin líka tala inn á vellinum þar sem hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum. Super Bowl leikurinn á milli Cincinnati Bengals og Los Angeles Rams er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 23.30. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira