Finnur Freyr: Þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður Siggeir Ævarsson skrifar 10. febrúar 2022 22:49 Finnur Freyr Stefánsson var virkilega svekktur með tap sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr þjálfari Vals var auðsýnilega ósáttur með niðurstöðu leiksins og frammistöðu síns liðs, en hans menn hreinlega koðnuðu niður undir lokin eftir að hafa komist tíu stigum yfir. Valsmenn skoruðu aðeins sjö stig síðustu tíu mínúturnar eftir góða fyrstu þrjá leikhluta þar sem allt leit út fyrir að heimamenn myndu sigla sigri í höfn. „Þetta eru bara vonbrigði, að sjálfsögðu. Vonbrigði yfir því hvað við koðnuðum undan því og brugðumst illa við þegar að Stjörnumenn bættu í hörkuna.“ Kári Jónsson hafði varla klikkað úr skoti fyrir fjórða leikhlutann og var 7/7 í þristum en Stjarnan lokaði vel á hann undir lokin. „Hann fékk tvo fín skot hérna í fjórða en heilt yfir þá náðu þeir að koma okkur útúr okkar sóknarleik. Dekka okkur stíft upp allan völlinn og riðla þannig okkar leik. Það og þessir sjö töpuðu boltar í 4. leikhluta, þeir voru rándýrir.“ Og talandi um stífa vörn, þá var óvenju mikill munur á dæmdum villum í þessum leik. 20 villur á Val en aðeins 12 á Stjörnuna, þrátt fyrir að þeir væru að ganga nokkuð hart fram í vörninni. Finnur vildi þó alls ekki kennara dómurunum um þetta tap. „Þetta er hörkuflott þríeyki dómara sem dæmdi bara heilt yfir vel. Maður er kannski óánægður með einhverja tvo dóma en þegar maður kíkir á tölfræðiblaðið eftir leik þá er svolítið skrítið að sjá að við tökum að ég held 3 víti í leiknum meðan þeir taka 22. Svona miðað við hvað þeir spiluðu hart hérna í fjórða þá hefði kannski verið hægt að dæma eitthvað þar. En þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður undir pressunni, og þetta er það sem koma skal í þessari keppni. Ef við ætlum að fara að horfa á dómarana og finna þá sem sökudólga þegar okkur gengur illa þá kann það aldrei góðri lukku að stýra.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 74-78 | Stjarnan skaut sér upp að hlið Valsmanna Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur er liðið heimsótti Valsmenn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 74-78, en með sigrinum jafna Stjörnumenn Valsara að stigum í deildinni. 10. febrúar 2022 22:14 Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira
„Þetta eru bara vonbrigði, að sjálfsögðu. Vonbrigði yfir því hvað við koðnuðum undan því og brugðumst illa við þegar að Stjörnumenn bættu í hörkuna.“ Kári Jónsson hafði varla klikkað úr skoti fyrir fjórða leikhlutann og var 7/7 í þristum en Stjarnan lokaði vel á hann undir lokin. „Hann fékk tvo fín skot hérna í fjórða en heilt yfir þá náðu þeir að koma okkur útúr okkar sóknarleik. Dekka okkur stíft upp allan völlinn og riðla þannig okkar leik. Það og þessir sjö töpuðu boltar í 4. leikhluta, þeir voru rándýrir.“ Og talandi um stífa vörn, þá var óvenju mikill munur á dæmdum villum í þessum leik. 20 villur á Val en aðeins 12 á Stjörnuna, þrátt fyrir að þeir væru að ganga nokkuð hart fram í vörninni. Finnur vildi þó alls ekki kennara dómurunum um þetta tap. „Þetta er hörkuflott þríeyki dómara sem dæmdi bara heilt yfir vel. Maður er kannski óánægður með einhverja tvo dóma en þegar maður kíkir á tölfræðiblaðið eftir leik þá er svolítið skrítið að sjá að við tökum að ég held 3 víti í leiknum meðan þeir taka 22. Svona miðað við hvað þeir spiluðu hart hérna í fjórða þá hefði kannski verið hægt að dæma eitthvað þar. En þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður undir pressunni, og þetta er það sem koma skal í þessari keppni. Ef við ætlum að fara að horfa á dómarana og finna þá sem sökudólga þegar okkur gengur illa þá kann það aldrei góðri lukku að stýra.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 74-78 | Stjarnan skaut sér upp að hlið Valsmanna Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur er liðið heimsótti Valsmenn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 74-78, en með sigrinum jafna Stjörnumenn Valsara að stigum í deildinni. 10. febrúar 2022 22:14 Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 74-78 | Stjarnan skaut sér upp að hlið Valsmanna Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur er liðið heimsótti Valsmenn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 74-78, en með sigrinum jafna Stjörnumenn Valsara að stigum í deildinni. 10. febrúar 2022 22:14