Betri borg fyrir dýr Sabine Leskopf og Þorkell Heiðarsson skrifa 11. febrúar 2022 15:31 Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum. Vaxandi skilningur er einnig á því að dýr geta verið gagnleg í meðferð heilabilaðra eða sem stuðningur fyrir börn með hegðunar- eða lestrarerfiðleika. Loks er þar hreyfingin sem fólgin í göngu með hundinn sem án efa var bjargvættur ýmissa þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar. Gæludýrahald er því lýðheilsumál. Á sama tíma þarf að horfa til þess að dýrahald í þéttbýli getur valdið vandræðum og stuðlað að erjum á milli íbúa. Því þarf jafnframt að taka tillit til þeirra sem ekki kæra sig um að vera innan um dýr eða geta það ekki af einhverjum ástæðum. Ónæði af dýrum og vandamál þeim tengd geta þá vaxið með þéttari byggð og fleiri gæludýraeigendum. Við undirrituð höfum beitt okkur fyrir gjörbyltingu á þjónustu borgarinnar við dýr, eigendur þeirra og borgarsamfélagið í heild. Hér tókum við lokaskrefið frá því þegar hundahald var bannað í borginni en nú er hundahald einfaldlega leyft svo lengi sem umráðamaður skráir hundinn sinn hjá borginni og uppfyllir þau skilyrði sem honum eru sett í lögum og samþykktum. Í samræmi við áherslur í þjónustustefnu borgarinnar hefur allt skráningarferlið jafnframt verið einfaldað þannig að nú er hægt að skrá hundinn inni á island.is með rafrænum skilríkjum á einfaldan og fljótlegan hátt. Hundagjöld hafa þá verið lækkuð verulega en á sama tíma hefur þjónustan verið bætt og hún færð þangað sem þekking á bæði dýrum og fólki er til staðar - í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þangað leita bæði íbúar, dýraeigendur og aðrir, hvort sem málið snýst um geltandi hunda, breimandi ketti eða slösuð dýr í náttúru borgarinnar. Hundaeigendur sem og hundar þeirra geta síðan hlakkað til hundaleiktækja sem komin eru til landsins og bíða uppsetningar á hundasvæðum í borginni. Á sama tíma voru málefni katta færð frá meindýraeftirlitinu (já þið lesið rétt) til Dýraþjónustunnar. Loks má ekki gleyma því að þjónustunni er ætlað að vinna náið með félagasamtökum sem láta sig velferð dýra varða og slíkt verkefni er einmitt í gangi þessa dagana. Vinnum áfram með grasrótinni í þessum málaflokki sem öðrum og búum til betri borg fyrir dýr og fjölskyldur þeirra. Höfundar eru frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Gæludýr Dýr Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Þorkell Heiðarsson Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum. Vaxandi skilningur er einnig á því að dýr geta verið gagnleg í meðferð heilabilaðra eða sem stuðningur fyrir börn með hegðunar- eða lestrarerfiðleika. Loks er þar hreyfingin sem fólgin í göngu með hundinn sem án efa var bjargvættur ýmissa þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar. Gæludýrahald er því lýðheilsumál. Á sama tíma þarf að horfa til þess að dýrahald í þéttbýli getur valdið vandræðum og stuðlað að erjum á milli íbúa. Því þarf jafnframt að taka tillit til þeirra sem ekki kæra sig um að vera innan um dýr eða geta það ekki af einhverjum ástæðum. Ónæði af dýrum og vandamál þeim tengd geta þá vaxið með þéttari byggð og fleiri gæludýraeigendum. Við undirrituð höfum beitt okkur fyrir gjörbyltingu á þjónustu borgarinnar við dýr, eigendur þeirra og borgarsamfélagið í heild. Hér tókum við lokaskrefið frá því þegar hundahald var bannað í borginni en nú er hundahald einfaldlega leyft svo lengi sem umráðamaður skráir hundinn sinn hjá borginni og uppfyllir þau skilyrði sem honum eru sett í lögum og samþykktum. Í samræmi við áherslur í þjónustustefnu borgarinnar hefur allt skráningarferlið jafnframt verið einfaldað þannig að nú er hægt að skrá hundinn inni á island.is með rafrænum skilríkjum á einfaldan og fljótlegan hátt. Hundagjöld hafa þá verið lækkuð verulega en á sama tíma hefur þjónustan verið bætt og hún færð þangað sem þekking á bæði dýrum og fólki er til staðar - í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þangað leita bæði íbúar, dýraeigendur og aðrir, hvort sem málið snýst um geltandi hunda, breimandi ketti eða slösuð dýr í náttúru borgarinnar. Hundaeigendur sem og hundar þeirra geta síðan hlakkað til hundaleiktækja sem komin eru til landsins og bíða uppsetningar á hundasvæðum í borginni. Á sama tíma voru málefni katta færð frá meindýraeftirlitinu (já þið lesið rétt) til Dýraþjónustunnar. Loks má ekki gleyma því að þjónustunni er ætlað að vinna náið með félagasamtökum sem láta sig velferð dýra varða og slíkt verkefni er einmitt í gangi þessa dagana. Vinnum áfram með grasrótinni í þessum málaflokki sem öðrum og búum til betri borg fyrir dýr og fjölskyldur þeirra. Höfundar eru frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar