Betri borg fyrir dýr Sabine Leskopf og Þorkell Heiðarsson skrifa 11. febrúar 2022 15:31 Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum. Vaxandi skilningur er einnig á því að dýr geta verið gagnleg í meðferð heilabilaðra eða sem stuðningur fyrir börn með hegðunar- eða lestrarerfiðleika. Loks er þar hreyfingin sem fólgin í göngu með hundinn sem án efa var bjargvættur ýmissa þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar. Gæludýrahald er því lýðheilsumál. Á sama tíma þarf að horfa til þess að dýrahald í þéttbýli getur valdið vandræðum og stuðlað að erjum á milli íbúa. Því þarf jafnframt að taka tillit til þeirra sem ekki kæra sig um að vera innan um dýr eða geta það ekki af einhverjum ástæðum. Ónæði af dýrum og vandamál þeim tengd geta þá vaxið með þéttari byggð og fleiri gæludýraeigendum. Við undirrituð höfum beitt okkur fyrir gjörbyltingu á þjónustu borgarinnar við dýr, eigendur þeirra og borgarsamfélagið í heild. Hér tókum við lokaskrefið frá því þegar hundahald var bannað í borginni en nú er hundahald einfaldlega leyft svo lengi sem umráðamaður skráir hundinn sinn hjá borginni og uppfyllir þau skilyrði sem honum eru sett í lögum og samþykktum. Í samræmi við áherslur í þjónustustefnu borgarinnar hefur allt skráningarferlið jafnframt verið einfaldað þannig að nú er hægt að skrá hundinn inni á island.is með rafrænum skilríkjum á einfaldan og fljótlegan hátt. Hundagjöld hafa þá verið lækkuð verulega en á sama tíma hefur þjónustan verið bætt og hún færð þangað sem þekking á bæði dýrum og fólki er til staðar - í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þangað leita bæði íbúar, dýraeigendur og aðrir, hvort sem málið snýst um geltandi hunda, breimandi ketti eða slösuð dýr í náttúru borgarinnar. Hundaeigendur sem og hundar þeirra geta síðan hlakkað til hundaleiktækja sem komin eru til landsins og bíða uppsetningar á hundasvæðum í borginni. Á sama tíma voru málefni katta færð frá meindýraeftirlitinu (já þið lesið rétt) til Dýraþjónustunnar. Loks má ekki gleyma því að þjónustunni er ætlað að vinna náið með félagasamtökum sem láta sig velferð dýra varða og slíkt verkefni er einmitt í gangi þessa dagana. Vinnum áfram með grasrótinni í þessum málaflokki sem öðrum og búum til betri borg fyrir dýr og fjölskyldur þeirra. Höfundar eru frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Gæludýr Dýr Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Þorkell Heiðarsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum. Vaxandi skilningur er einnig á því að dýr geta verið gagnleg í meðferð heilabilaðra eða sem stuðningur fyrir börn með hegðunar- eða lestrarerfiðleika. Loks er þar hreyfingin sem fólgin í göngu með hundinn sem án efa var bjargvættur ýmissa þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar. Gæludýrahald er því lýðheilsumál. Á sama tíma þarf að horfa til þess að dýrahald í þéttbýli getur valdið vandræðum og stuðlað að erjum á milli íbúa. Því þarf jafnframt að taka tillit til þeirra sem ekki kæra sig um að vera innan um dýr eða geta það ekki af einhverjum ástæðum. Ónæði af dýrum og vandamál þeim tengd geta þá vaxið með þéttari byggð og fleiri gæludýraeigendum. Við undirrituð höfum beitt okkur fyrir gjörbyltingu á þjónustu borgarinnar við dýr, eigendur þeirra og borgarsamfélagið í heild. Hér tókum við lokaskrefið frá því þegar hundahald var bannað í borginni en nú er hundahald einfaldlega leyft svo lengi sem umráðamaður skráir hundinn sinn hjá borginni og uppfyllir þau skilyrði sem honum eru sett í lögum og samþykktum. Í samræmi við áherslur í þjónustustefnu borgarinnar hefur allt skráningarferlið jafnframt verið einfaldað þannig að nú er hægt að skrá hundinn inni á island.is með rafrænum skilríkjum á einfaldan og fljótlegan hátt. Hundagjöld hafa þá verið lækkuð verulega en á sama tíma hefur þjónustan verið bætt og hún færð þangað sem þekking á bæði dýrum og fólki er til staðar - í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þangað leita bæði íbúar, dýraeigendur og aðrir, hvort sem málið snýst um geltandi hunda, breimandi ketti eða slösuð dýr í náttúru borgarinnar. Hundaeigendur sem og hundar þeirra geta síðan hlakkað til hundaleiktækja sem komin eru til landsins og bíða uppsetningar á hundasvæðum í borginni. Á sama tíma voru málefni katta færð frá meindýraeftirlitinu (já þið lesið rétt) til Dýraþjónustunnar. Loks má ekki gleyma því að þjónustunni er ætlað að vinna náið með félagasamtökum sem láta sig velferð dýra varða og slíkt verkefni er einmitt í gangi þessa dagana. Vinnum áfram með grasrótinni í þessum málaflokki sem öðrum og búum til betri borg fyrir dýr og fjölskyldur þeirra. Höfundar eru frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar