Sigló goðsögnin Nanna Franklíns látin 105 ára gömul Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2022 15:41 Nanna Franklíns var uppáhaldsfrænkan segir systur sonur hennar í færslu á Facebook þar sem greint er frá andlátinu. Guðmundur Jón Albertsson Nanna Franklínsdóttir er látin 105 ára að aldri. Nanna hafði undanfarna daga borið titilinn elsti Íslendingurinn. Hallfríður Nanna Franklínsdóttir, jafnan nefnd Nanna Franklíns, fæddist þann 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Hún var ein þrettán systkina sem mörg hver náðu afar háum aldri. Hún var ein þriggja systra sem náðu yfir hundrað ára aldri. Anna Margrét lést 105 ára árið 2015 og Margrét Franklínsdóttir systir þeirra varð hundrað ára þann 10. janúar síðastliðinn. Guðmundur Jón Albertsson, systursonur Nönnu, greinir frá andlátinu á Facebook. Þar kemur fram að Nanna, móðursystir og uppáhaldsfrænka Guðmundar og bræðra hans þriggja, hafi látist á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði í morgun. Langlífur systkinahópur Facebook-síðan Langlífi hefur reglulega fjallað um langlífa systkinahóp Nönnu. Foreldrar þeirra voru þau Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu og Andrea Jónsdóttir frá Miðhúsum í Kollafirði. Andrea bjó lengst af á Siglufirði og varð 97 ára. Níu af systkinunum þrettán náðu yfir 90 ára aldri. Systurnar Nanna og Margrét hafa dvalið saman undanfarin ár á sjúkrahúsinu á Siglufirði. Trölli.is á Siglufirði hafði eftir Sigurði Ægissyni, sóknarpresti á Siglufirði, á 105 ára afmæli Nönnu í fyrra að Nanna hefði ætíð verið létt í lund, fylgst grannt með bæjarlífi og þjóðmálum. „Hún er alltaf sjálfri sér lík, hún Nanna, tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, kemur til dyranna eins og hún er klædd, er skörp í orðaskiptum, hnyttin, skýr í huga, heldur sínu striki og er bara hún sjálf.“ Fjallabyggð Andlát Eldri borgarar Tímamót Langlífi Tengdar fréttir Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. 5. febrúar 2022 07:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Hallfríður Nanna Franklínsdóttir, jafnan nefnd Nanna Franklíns, fæddist þann 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Hún var ein þrettán systkina sem mörg hver náðu afar háum aldri. Hún var ein þriggja systra sem náðu yfir hundrað ára aldri. Anna Margrét lést 105 ára árið 2015 og Margrét Franklínsdóttir systir þeirra varð hundrað ára þann 10. janúar síðastliðinn. Guðmundur Jón Albertsson, systursonur Nönnu, greinir frá andlátinu á Facebook. Þar kemur fram að Nanna, móðursystir og uppáhaldsfrænka Guðmundar og bræðra hans þriggja, hafi látist á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði í morgun. Langlífur systkinahópur Facebook-síðan Langlífi hefur reglulega fjallað um langlífa systkinahóp Nönnu. Foreldrar þeirra voru þau Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu og Andrea Jónsdóttir frá Miðhúsum í Kollafirði. Andrea bjó lengst af á Siglufirði og varð 97 ára. Níu af systkinunum þrettán náðu yfir 90 ára aldri. Systurnar Nanna og Margrét hafa dvalið saman undanfarin ár á sjúkrahúsinu á Siglufirði. Trölli.is á Siglufirði hafði eftir Sigurði Ægissyni, sóknarpresti á Siglufirði, á 105 ára afmæli Nönnu í fyrra að Nanna hefði ætíð verið létt í lund, fylgst grannt með bæjarlífi og þjóðmálum. „Hún er alltaf sjálfri sér lík, hún Nanna, tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, kemur til dyranna eins og hún er klædd, er skörp í orðaskiptum, hnyttin, skýr í huga, heldur sínu striki og er bara hún sjálf.“
Fjallabyggð Andlát Eldri borgarar Tímamót Langlífi Tengdar fréttir Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. 5. febrúar 2022 07:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. 5. febrúar 2022 07:58