Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Snorri Másson skrifar 11. febrúar 2022 20:27 Viðbragðsaðilar hafa verið með mikla viðveru við Ölfusvatnsvík í Þingvallavatni, þar sem vélin fannst. Aðgerðum til að ná henni upp hefur verið frestað. Vísir/Vilhelm Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. Upp úr hádegi í dag hófu viðbragðsaðilar að pakka saman eftir erfiða viku við Þingvallavatn, þar sem flugvél með fjórum farþegum fórst þarsíðasta fimmtudag. Í gær tókst með hjálp róbota að koma líkum hinna látnu í land og í dag stóð til að gera úrslitatilraun við að sækja brakið líka. Afráðið var að fresta því vegna aðstæðna. „Það var kominn fjögurra fimm sentímetra þykkur ís yfir flugvélinni í morgun. Við þær kringumstæður er ekkert hægt að senda kafara niður og við höfum ekki aðra möguleika,“ sagði Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. „Í rauninni er veðurglugginn bara búinn að lokast á okkur hérna núna. Við náðum því í gær sem skipti okkur mestu máli, sem var að endurheimta manneskjurnar. Núna verðum við bara að bíða eftir betra veðri. Í svona aðgerðum tökum við enga sénsa á að leggja mannslíf í hættu við að endurheimta vélina,“ sagði Jónas Þorvaldsson, yfirmaður séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar. „Við mátum það bara þannig að hættan af því að valda tjóni á gögnum og munum og jafnvel mengunartjóni við þær aðstæður sem eru í dag væri meiri en hættan á að eitthvað skemmdist við það að bíða eftir betra færi,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Til að sækja hina látnu var notaður fjarstýrður smákafbátur sem síðast var nýttur þegar fóðurprammi sökk fyrir austan fyrr á árinu og hefur meðal annars verið sendur í eftirlit í El Grillo í Seyðisfirði. Þegar og ef þiðnar í vatninu á næstu vikum þarf enn að senda brakið til útlanda í rannsókn þar - samkvæmt Oddi Árnasyni eru því að líkindum mánuðir þar til rannsókn lýkur og mynd fæst á það hvað leiddi til flugslyssins 3. febrúar. Tjöldum hefur verið komið upp á svæðinu, þar sem björgunarfólk getur hvílst og nært sig.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur komið að aðgerðum við vatnið frá því að vélin fannst.Vísir/Vilhelm Frostið hefur gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir.Vísir/Vilhelm Aðstæður á vatninu hafa verið krefjandi.Vísir/Vilhelm Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Björgunarsveitir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Upp úr hádegi í dag hófu viðbragðsaðilar að pakka saman eftir erfiða viku við Þingvallavatn, þar sem flugvél með fjórum farþegum fórst þarsíðasta fimmtudag. Í gær tókst með hjálp róbota að koma líkum hinna látnu í land og í dag stóð til að gera úrslitatilraun við að sækja brakið líka. Afráðið var að fresta því vegna aðstæðna. „Það var kominn fjögurra fimm sentímetra þykkur ís yfir flugvélinni í morgun. Við þær kringumstæður er ekkert hægt að senda kafara niður og við höfum ekki aðra möguleika,“ sagði Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. „Í rauninni er veðurglugginn bara búinn að lokast á okkur hérna núna. Við náðum því í gær sem skipti okkur mestu máli, sem var að endurheimta manneskjurnar. Núna verðum við bara að bíða eftir betra veðri. Í svona aðgerðum tökum við enga sénsa á að leggja mannslíf í hættu við að endurheimta vélina,“ sagði Jónas Þorvaldsson, yfirmaður séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar. „Við mátum það bara þannig að hættan af því að valda tjóni á gögnum og munum og jafnvel mengunartjóni við þær aðstæður sem eru í dag væri meiri en hættan á að eitthvað skemmdist við það að bíða eftir betra færi,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Til að sækja hina látnu var notaður fjarstýrður smákafbátur sem síðast var nýttur þegar fóðurprammi sökk fyrir austan fyrr á árinu og hefur meðal annars verið sendur í eftirlit í El Grillo í Seyðisfirði. Þegar og ef þiðnar í vatninu á næstu vikum þarf enn að senda brakið til útlanda í rannsókn þar - samkvæmt Oddi Árnasyni eru því að líkindum mánuðir þar til rannsókn lýkur og mynd fæst á það hvað leiddi til flugslyssins 3. febrúar. Tjöldum hefur verið komið upp á svæðinu, þar sem björgunarfólk getur hvílst og nært sig.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur komið að aðgerðum við vatnið frá því að vélin fannst.Vísir/Vilhelm Frostið hefur gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir.Vísir/Vilhelm Aðstæður á vatninu hafa verið krefjandi.Vísir/Vilhelm
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Björgunarsveitir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira