„Þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 23:00 Skarphéðinn Héðinsson situr í framkvæmdarstjórn Los Angeles Rams. Skarphéðinn Héðinsson situr í framkvæmdastjórn Los Angeles Rams og hefur verið í lykilhlutverki byggingu nýs og glæsilegs leikvangs þar sem Super Bowl fer fram annað kvöld. Eiríkur Stefán ræddi við Skarphéðinn um þetta risavaxna verkefni. Super Bowl er ekki aðeins íþróttaleikur, heldur risavaxin skemmtun sem grannt er fylgst með um allan heim. Leikvangurinn sem hýsir leikinn að þessu sinni er hinn nýbyggði og glæsilegi Sofi Stadium. Skarphéðinn Héðinsson starfar sem framkvæmdastjóri tæknisviðs LA Rams, en óhætt er að segja að leikvangurinn sé búinn allri nýjustu tækni. „Þessi völlur er náttúrulega mjög sérstakur að því leyti að við settum ótrúlega mikla tækni. Það var náttúrulega það sem eigandinn, Stan Kroenke, vildi gera frá upphafi.“ „Hann vildi gera þennan völl sem er í Los Angeles að svona fyrsta nútímavellinum. Mér finnst það að upplifa fótboltaleik á Sofi Stadium allt öðruvísi en að upplifa fótboltaleiki á öðrum leikvöngum.“ Klippa: Skarphéðinn Héðinsson í lykilhlutverki Vinna hófst við leikvanginn árið 2017 og hann var svo vígður árið 2020. Eins og gefur að skilja liggur mikill undirbúningur að baki fyrir leikinn á morgun. „Við erum náttúrulega nýbúnir að byggja völlinn. Við erum búnir að vera í því verkefni síðustu fimm árin. En núna má segja að síðasta árið, eða bara síðan að síðasta Super Bowl var haldið, erum við búnir að vera að undirbúa.“ „Þetta er ofboðslega mikið verkefni af því að eins og ég lýsi Super Bowl, þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert. Allt bara á fjórum tímum.“ Skarphéðinn er svo ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu leiksins. „Mínir menn þeir hafa þetta alveg ábyggilega. Ég spái því að við vinnum með 17 stigum,“ sagði Skarphéðinn léttur að lokum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Íslendingar erlendis Ofurskálin Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektin hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjá meira
Super Bowl er ekki aðeins íþróttaleikur, heldur risavaxin skemmtun sem grannt er fylgst með um allan heim. Leikvangurinn sem hýsir leikinn að þessu sinni er hinn nýbyggði og glæsilegi Sofi Stadium. Skarphéðinn Héðinsson starfar sem framkvæmdastjóri tæknisviðs LA Rams, en óhætt er að segja að leikvangurinn sé búinn allri nýjustu tækni. „Þessi völlur er náttúrulega mjög sérstakur að því leyti að við settum ótrúlega mikla tækni. Það var náttúrulega það sem eigandinn, Stan Kroenke, vildi gera frá upphafi.“ „Hann vildi gera þennan völl sem er í Los Angeles að svona fyrsta nútímavellinum. Mér finnst það að upplifa fótboltaleik á Sofi Stadium allt öðruvísi en að upplifa fótboltaleiki á öðrum leikvöngum.“ Klippa: Skarphéðinn Héðinsson í lykilhlutverki Vinna hófst við leikvanginn árið 2017 og hann var svo vígður árið 2020. Eins og gefur að skilja liggur mikill undirbúningur að baki fyrir leikinn á morgun. „Við erum náttúrulega nýbúnir að byggja völlinn. Við erum búnir að vera í því verkefni síðustu fimm árin. En núna má segja að síðasta árið, eða bara síðan að síðasta Super Bowl var haldið, erum við búnir að vera að undirbúa.“ „Þetta er ofboðslega mikið verkefni af því að eins og ég lýsi Super Bowl, þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert. Allt bara á fjórum tímum.“ Skarphéðinn er svo ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu leiksins. „Mínir menn þeir hafa þetta alveg ábyggilega. Ég spái því að við vinnum með 17 stigum,“ sagði Skarphéðinn léttur að lokum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Íslendingar erlendis Ofurskálin Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektin hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjá meira