Segir söguþráð Verbúðarinnar mjög nálægt sannleikanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2022 22:00 Anna Ólafsdóttir Björnsson. stöð2 Fyrrum þingkona Kvennalistans segir Verbúðina endurspegla andrúmsloftið á níunda áratugnum og telur söguþráðinn mjög nálægt sannleikanum. Hún segist viss um að Kristín Halldórsdóttir heitin sé fyrirmynd skeleggrar persónu í þáttunum. Síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í gær en þættirnir hafa hlotið góðar viðtökur. Þeir fjalla um árin þegar kvótakerfið er að verða til, en þættirnir eru byggðir á raunverulegum atburðum og má sjá þekkta einstaklinga bregða fyrir. Anna var á þingi fyrir Kvennalistann frá árinu 1989. Hún segir að eftir að þættirnir fóru í loftið hafi fyrrum þingmenn Kvennalistans velt því fyrir sér hver þessi skelegga kona hér eigi að vera. Hún segir marga sannfærða um að fyrirmyndin sé Kristín Halldórsdóttir heitin. Fyrrum þingkona Kvennalistans. Ekki síst vegna þess að þrumuræða sem leikkonan Halla Margrét fer með sé að hluta til ræða Kristínar. „Hún hélt mikla og hófstillta þrumuræðu þegar verið er að samþykkja framsalið sem er í raun aðal gallinn á kvótalögunum,“ sagði Anna Ólafsdóttir Björnsson, fyrrum þingkona Kvennalistans. Í myndbandinu má sjá ræðu Kristínar samhliða ræðunni sem kom fram í Verbúðinni. Hún segist ánægð með þættina og telur þá mjög nálægt sannleikanum. „Þættirnir endurspegla andrúmsloft og eru mjög trúir staðreyndum þó að smáatriðin séu ekki eins.“ Hún vonar að þættirnir verði til þess að umræðan um framsal aflaheimilda verði tekin af alvöru. Vonar þú að það verði framhald? „Já ég er alveg sannfærð um það. Ég sat og skrifaði sjálf ágætis söguþráð í gær sem mér leist mjög vel á en þeir koma örugglega með eitthvað miklu betra.“ Bíó og sjónvarp Sjávarútvegur Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í gær en þættirnir hafa hlotið góðar viðtökur. Þeir fjalla um árin þegar kvótakerfið er að verða til, en þættirnir eru byggðir á raunverulegum atburðum og má sjá þekkta einstaklinga bregða fyrir. Anna var á þingi fyrir Kvennalistann frá árinu 1989. Hún segir að eftir að þættirnir fóru í loftið hafi fyrrum þingmenn Kvennalistans velt því fyrir sér hver þessi skelegga kona hér eigi að vera. Hún segir marga sannfærða um að fyrirmyndin sé Kristín Halldórsdóttir heitin. Fyrrum þingkona Kvennalistans. Ekki síst vegna þess að þrumuræða sem leikkonan Halla Margrét fer með sé að hluta til ræða Kristínar. „Hún hélt mikla og hófstillta þrumuræðu þegar verið er að samþykkja framsalið sem er í raun aðal gallinn á kvótalögunum,“ sagði Anna Ólafsdóttir Björnsson, fyrrum þingkona Kvennalistans. Í myndbandinu má sjá ræðu Kristínar samhliða ræðunni sem kom fram í Verbúðinni. Hún segist ánægð með þættina og telur þá mjög nálægt sannleikanum. „Þættirnir endurspegla andrúmsloft og eru mjög trúir staðreyndum þó að smáatriðin séu ekki eins.“ Hún vonar að þættirnir verði til þess að umræðan um framsal aflaheimilda verði tekin af alvöru. Vonar þú að það verði framhald? „Já ég er alveg sannfærð um það. Ég sat og skrifaði sjálf ágætis söguþráð í gær sem mér leist mjög vel á en þeir koma örugglega með eitthvað miklu betra.“
Bíó og sjónvarp Sjávarútvegur Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira