Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir að nokkur mál sem komið hafa upp nýverið þar sem skotvopnum var beitt hafi vakið umræður um það hvort endurskoða þurfi vopnaburð lögreglumanna.
„Almennt held ég að fáir lögreglumenn vilji vera vopnaðir í vinnunni. Slík vopnavæðing mun kalla á allt annað þjóðfélag en við erum vön og allt aðra nálgun almennings við lögregluna,“ hefur Morgunblaðið eftir Fjölni. „Ef lögreglan er vopnuð þá þarf hún að halda fólki í ákveðinni fjarlægð og þá gilda aðrar umgengnisreglur en nú.“
Fjölnir bendir á að þegar ástand skapist sem krefjist vopna sé sérsveitin kölluð til. Hann segist hins vegar hafa áhyggjur af því hversu auðvelt það sé að flytja skotvopn inn til landsins, til að mynda sé nóg að segjast byssusafnari til að fá að flytja inn hríðskotabyssu.