Ríkið bregst þolendum ofbeldisglæpa Indriði Ingi Stefánsson skrifar 16. febrúar 2022 07:00 Þegar fólk verður fyrir ofbeldi getur verið nokkuð löng þrautarganga að fá einhvers konar réttlæti. Verður málið rannsakað? Verði það rannsakað, verður það tekið fyrir? Verði það tekið fyrir, verður þá ákært? Verði ákært, næst sakfelling? Göngum nú út frá því að allt þetta gerist og sakfelling náist, þá er þolenda mögulega dæmdar bætur. Þá er síðasta spurningin, tryggir ríkið bæturnar? Ríkið tryggir bara sumar bætur Til að ríkið tryggi bæturnar þarf upphæðin að uppfylla ákveðin skilyrði. Séu bætur hærri en 400 þúsund tryggir ríkið bæturnar upp að 5 milljónum. Þetta varð til þess að ég sendi fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem ég óskaði eftir árlegum fjölda þolenda sem eru dæmdar bætur undir 400 þúsund og áætluðum kostnaði við að tryggja greiðslur til þessara þolenda. Svar sem ekki svarar fyrirspurninni Nýlega barst mér svar við þessari fyrirspurn, sem þó svaraði ekki spurningunni efnislega heldur eingöngu að á síðustu 10 árum hefði í 900 málum verið dæmdar bætur en tilgreindi ekki hversu oft bæturnar hefðu verið undir 400 þúsund krónum. Í raun eru fyrir hvert mál tveir möguleikar að bæturnar hafi verið yfir 400 þúsund krónum eða ekki. Í þeim tilfellum sem bæturnar eru hærri er ríkið þegar að greiða kostnaðinn og því aðeins um að ræða þau mál sem bæturnar eru lægri en 400 þúsund, fyrir hvert þeirra mála er svo aðeins um þann hluta bótana sem ríkið nær ekki að innheimta af geranda. Metum samt umfangið Við getum samt út frá þessum upplýsingum gróflega áætlað þennan kostnað, því skulum við þá framkvæma þá einföldu útreikninga sem þarf til að umfangsmeta þetta. Meðalfjöldi mála á ári hverju eru 900/10 = 90, gefum okkur einfaldlega að í öllum málunum séu dæmdar bætur 399.999 og því ekki tryggðar af ríkinu og að ríkið nái ekki að innheimta eina krónu af gerendum. Í þessu allra versta tilfelli væri kostnaðaraukning ríkisins á ári hverju tæpar 36 milljónir. En nokkuð augljóslega verður kostnaðaraukningin ekki svona mikil. Þessu átti fyrirspurnin að svara en gerir ekki. Óháð öllu er tilfellið er að þessi kostnaður er smánarlega lítill sem og sparnaðurinn, sem er á kostnað þolenda ofbeldisglæpa. Hvað er á bak við tölurnar? Tölur eru ekki mannlegar, en á bak við hverja einustu tölu er þolandi sem brotið var á. Með því að tryggja þolendum ekki bæturnar þýðir fyrir þolanda að málinu er ekki lokið, þarna er óuppgerð skuld sem þolandi hefur litla möguleika á að innheimta og í mörgum tilfellum hefur þolandi ekki þrek til þess. Það er skömm að því að ekki fáist þetta einfalda svar, að það kosti ríkið að hámarki 36 milljónir á ári að tryggja þessum þolendum þessar bætur. Sem geta aldrei bætt þann skaða sem þolandi varð fyrir en væru fyrst og fremst viðurkenning og merki um að málinu væri lokið. Það er óskiljanlegt að þessu hafi ekki verið breytt fyrir löngu. Verandi varaþingmaður er óvíst hvort eða hvenær ég fæ tækifæri, en það mun verða mitt fyrsta verk komi til þess, að mæla fyrir þessari breytingu, nema annar þingmaður verði fyrri til - sem ég sannarlega vona. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Kynferðisofbeldi Indriði Stefánsson Kópavogur Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk verður fyrir ofbeldi getur verið nokkuð löng þrautarganga að fá einhvers konar réttlæti. Verður málið rannsakað? Verði það rannsakað, verður það tekið fyrir? Verði það tekið fyrir, verður þá ákært? Verði ákært, næst sakfelling? Göngum nú út frá því að allt þetta gerist og sakfelling náist, þá er þolenda mögulega dæmdar bætur. Þá er síðasta spurningin, tryggir ríkið bæturnar? Ríkið tryggir bara sumar bætur Til að ríkið tryggi bæturnar þarf upphæðin að uppfylla ákveðin skilyrði. Séu bætur hærri en 400 þúsund tryggir ríkið bæturnar upp að 5 milljónum. Þetta varð til þess að ég sendi fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem ég óskaði eftir árlegum fjölda þolenda sem eru dæmdar bætur undir 400 þúsund og áætluðum kostnaði við að tryggja greiðslur til þessara þolenda. Svar sem ekki svarar fyrirspurninni Nýlega barst mér svar við þessari fyrirspurn, sem þó svaraði ekki spurningunni efnislega heldur eingöngu að á síðustu 10 árum hefði í 900 málum verið dæmdar bætur en tilgreindi ekki hversu oft bæturnar hefðu verið undir 400 þúsund krónum. Í raun eru fyrir hvert mál tveir möguleikar að bæturnar hafi verið yfir 400 þúsund krónum eða ekki. Í þeim tilfellum sem bæturnar eru hærri er ríkið þegar að greiða kostnaðinn og því aðeins um að ræða þau mál sem bæturnar eru lægri en 400 þúsund, fyrir hvert þeirra mála er svo aðeins um þann hluta bótana sem ríkið nær ekki að innheimta af geranda. Metum samt umfangið Við getum samt út frá þessum upplýsingum gróflega áætlað þennan kostnað, því skulum við þá framkvæma þá einföldu útreikninga sem þarf til að umfangsmeta þetta. Meðalfjöldi mála á ári hverju eru 900/10 = 90, gefum okkur einfaldlega að í öllum málunum séu dæmdar bætur 399.999 og því ekki tryggðar af ríkinu og að ríkið nái ekki að innheimta eina krónu af gerendum. Í þessu allra versta tilfelli væri kostnaðaraukning ríkisins á ári hverju tæpar 36 milljónir. En nokkuð augljóslega verður kostnaðaraukningin ekki svona mikil. Þessu átti fyrirspurnin að svara en gerir ekki. Óháð öllu er tilfellið er að þessi kostnaður er smánarlega lítill sem og sparnaðurinn, sem er á kostnað þolenda ofbeldisglæpa. Hvað er á bak við tölurnar? Tölur eru ekki mannlegar, en á bak við hverja einustu tölu er þolandi sem brotið var á. Með því að tryggja þolendum ekki bæturnar þýðir fyrir þolanda að málinu er ekki lokið, þarna er óuppgerð skuld sem þolandi hefur litla möguleika á að innheimta og í mörgum tilfellum hefur þolandi ekki þrek til þess. Það er skömm að því að ekki fáist þetta einfalda svar, að það kosti ríkið að hámarki 36 milljónir á ári að tryggja þessum þolendum þessar bætur. Sem geta aldrei bætt þann skaða sem þolandi varð fyrir en væru fyrst og fremst viðurkenning og merki um að málinu væri lokið. Það er óskiljanlegt að þessu hafi ekki verið breytt fyrir löngu. Verandi varaþingmaður er óvíst hvort eða hvenær ég fæ tækifæri, en það mun verða mitt fyrsta verk komi til þess, að mæla fyrir þessari breytingu, nema annar þingmaður verði fyrri til - sem ég sannarlega vona. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar