Ríkið bregst þolendum ofbeldisglæpa Indriði Ingi Stefánsson skrifar 16. febrúar 2022 07:00 Þegar fólk verður fyrir ofbeldi getur verið nokkuð löng þrautarganga að fá einhvers konar réttlæti. Verður málið rannsakað? Verði það rannsakað, verður það tekið fyrir? Verði það tekið fyrir, verður þá ákært? Verði ákært, næst sakfelling? Göngum nú út frá því að allt þetta gerist og sakfelling náist, þá er þolenda mögulega dæmdar bætur. Þá er síðasta spurningin, tryggir ríkið bæturnar? Ríkið tryggir bara sumar bætur Til að ríkið tryggi bæturnar þarf upphæðin að uppfylla ákveðin skilyrði. Séu bætur hærri en 400 þúsund tryggir ríkið bæturnar upp að 5 milljónum. Þetta varð til þess að ég sendi fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem ég óskaði eftir árlegum fjölda þolenda sem eru dæmdar bætur undir 400 þúsund og áætluðum kostnaði við að tryggja greiðslur til þessara þolenda. Svar sem ekki svarar fyrirspurninni Nýlega barst mér svar við þessari fyrirspurn, sem þó svaraði ekki spurningunni efnislega heldur eingöngu að á síðustu 10 árum hefði í 900 málum verið dæmdar bætur en tilgreindi ekki hversu oft bæturnar hefðu verið undir 400 þúsund krónum. Í raun eru fyrir hvert mál tveir möguleikar að bæturnar hafi verið yfir 400 þúsund krónum eða ekki. Í þeim tilfellum sem bæturnar eru hærri er ríkið þegar að greiða kostnaðinn og því aðeins um að ræða þau mál sem bæturnar eru lægri en 400 þúsund, fyrir hvert þeirra mála er svo aðeins um þann hluta bótana sem ríkið nær ekki að innheimta af geranda. Metum samt umfangið Við getum samt út frá þessum upplýsingum gróflega áætlað þennan kostnað, því skulum við þá framkvæma þá einföldu útreikninga sem þarf til að umfangsmeta þetta. Meðalfjöldi mála á ári hverju eru 900/10 = 90, gefum okkur einfaldlega að í öllum málunum séu dæmdar bætur 399.999 og því ekki tryggðar af ríkinu og að ríkið nái ekki að innheimta eina krónu af gerendum. Í þessu allra versta tilfelli væri kostnaðaraukning ríkisins á ári hverju tæpar 36 milljónir. En nokkuð augljóslega verður kostnaðaraukningin ekki svona mikil. Þessu átti fyrirspurnin að svara en gerir ekki. Óháð öllu er tilfellið er að þessi kostnaður er smánarlega lítill sem og sparnaðurinn, sem er á kostnað þolenda ofbeldisglæpa. Hvað er á bak við tölurnar? Tölur eru ekki mannlegar, en á bak við hverja einustu tölu er þolandi sem brotið var á. Með því að tryggja þolendum ekki bæturnar þýðir fyrir þolanda að málinu er ekki lokið, þarna er óuppgerð skuld sem þolandi hefur litla möguleika á að innheimta og í mörgum tilfellum hefur þolandi ekki þrek til þess. Það er skömm að því að ekki fáist þetta einfalda svar, að það kosti ríkið að hámarki 36 milljónir á ári að tryggja þessum þolendum þessar bætur. Sem geta aldrei bætt þann skaða sem þolandi varð fyrir en væru fyrst og fremst viðurkenning og merki um að málinu væri lokið. Það er óskiljanlegt að þessu hafi ekki verið breytt fyrir löngu. Verandi varaþingmaður er óvíst hvort eða hvenær ég fæ tækifæri, en það mun verða mitt fyrsta verk komi til þess, að mæla fyrir þessari breytingu, nema annar þingmaður verði fyrri til - sem ég sannarlega vona. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Kynferðisofbeldi Indriði Stefánsson Kópavogur Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk verður fyrir ofbeldi getur verið nokkuð löng þrautarganga að fá einhvers konar réttlæti. Verður málið rannsakað? Verði það rannsakað, verður það tekið fyrir? Verði það tekið fyrir, verður þá ákært? Verði ákært, næst sakfelling? Göngum nú út frá því að allt þetta gerist og sakfelling náist, þá er þolenda mögulega dæmdar bætur. Þá er síðasta spurningin, tryggir ríkið bæturnar? Ríkið tryggir bara sumar bætur Til að ríkið tryggi bæturnar þarf upphæðin að uppfylla ákveðin skilyrði. Séu bætur hærri en 400 þúsund tryggir ríkið bæturnar upp að 5 milljónum. Þetta varð til þess að ég sendi fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem ég óskaði eftir árlegum fjölda þolenda sem eru dæmdar bætur undir 400 þúsund og áætluðum kostnaði við að tryggja greiðslur til þessara þolenda. Svar sem ekki svarar fyrirspurninni Nýlega barst mér svar við þessari fyrirspurn, sem þó svaraði ekki spurningunni efnislega heldur eingöngu að á síðustu 10 árum hefði í 900 málum verið dæmdar bætur en tilgreindi ekki hversu oft bæturnar hefðu verið undir 400 þúsund krónum. Í raun eru fyrir hvert mál tveir möguleikar að bæturnar hafi verið yfir 400 þúsund krónum eða ekki. Í þeim tilfellum sem bæturnar eru hærri er ríkið þegar að greiða kostnaðinn og því aðeins um að ræða þau mál sem bæturnar eru lægri en 400 þúsund, fyrir hvert þeirra mála er svo aðeins um þann hluta bótana sem ríkið nær ekki að innheimta af geranda. Metum samt umfangið Við getum samt út frá þessum upplýsingum gróflega áætlað þennan kostnað, því skulum við þá framkvæma þá einföldu útreikninga sem þarf til að umfangsmeta þetta. Meðalfjöldi mála á ári hverju eru 900/10 = 90, gefum okkur einfaldlega að í öllum málunum séu dæmdar bætur 399.999 og því ekki tryggðar af ríkinu og að ríkið nái ekki að innheimta eina krónu af gerendum. Í þessu allra versta tilfelli væri kostnaðaraukning ríkisins á ári hverju tæpar 36 milljónir. En nokkuð augljóslega verður kostnaðaraukningin ekki svona mikil. Þessu átti fyrirspurnin að svara en gerir ekki. Óháð öllu er tilfellið er að þessi kostnaður er smánarlega lítill sem og sparnaðurinn, sem er á kostnað þolenda ofbeldisglæpa. Hvað er á bak við tölurnar? Tölur eru ekki mannlegar, en á bak við hverja einustu tölu er þolandi sem brotið var á. Með því að tryggja þolendum ekki bæturnar þýðir fyrir þolanda að málinu er ekki lokið, þarna er óuppgerð skuld sem þolandi hefur litla möguleika á að innheimta og í mörgum tilfellum hefur þolandi ekki þrek til þess. Það er skömm að því að ekki fáist þetta einfalda svar, að það kosti ríkið að hámarki 36 milljónir á ári að tryggja þessum þolendum þessar bætur. Sem geta aldrei bætt þann skaða sem þolandi varð fyrir en væru fyrst og fremst viðurkenning og merki um að málinu væri lokið. Það er óskiljanlegt að þessu hafi ekki verið breytt fyrir löngu. Verandi varaþingmaður er óvíst hvort eða hvenær ég fæ tækifæri, en það mun verða mitt fyrsta verk komi til þess, að mæla fyrir þessari breytingu, nema annar þingmaður verði fyrri til - sem ég sannarlega vona. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar