Var kominn á hættulegan stað Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2022 11:31 Vilhelm Neto hefur hreinlega slegið í gegn síðust ár hér á landi. Vísir/vilhelm Vilhelm Neto er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins sem hefur meðal annars vakið mikla athygli í síðustu tveimur Áramótaskaupum. Vilhelm er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Villi meðal annars yfir andlega heilsu og mikilvægi þess að huga vel að henni. Hann hefur glímt sjálfur við þunglyndi í töluverðan tíma og hefur sú vinna verið honum erfið á köflum. „Þetta hefur gengið tiltölulega vel. Ég er á lyfjum og hef síðan verið að hitta sálfræðinginn minn núna í janúar aftur. Mér er mjög annt um andlega heilsu fólks og það sé hægt að tala um það opinberlega, sérstaklega hjá ungum karlmönnum því karlar reyna oft því miður að harka hlutina af sér og það hjálpar voðalega lítið,“ segir Vilhelm og heldur áfram. „Ég hef átt mjög erfiða daga í gegnum ævina, ekkert nýlega eftir að ég fór að læra að takast á við þá á heilbrigðan máta. Ég er mjög þakklátur Kvíðameðferðastöðinni og sálfræðingnum mínum fyrir að halda mér á lífi. Stundum getur bara verið mjög erfitt að vera til og sérstaklega með einhverja svona nýfundna frægð. Ég veit að frægð á Íslandi er ekkert eitthvað ruglað dæmi, en þetta er mjög lítið land.“ Klippa: Einkalífið - Vilhelm Neto Hann segir að grínið hafi oft hjálpað honum í gegnum erfiða tíma. „Með gríni kemst maður oft að því að hlutirnir eru ekki allir hræðilegir. Þegar ég var yngri var ég ég stundum kominn á hættulegan stað með þunglyndið en hef alltaf náð að vinna mig út úr því. En árið 2021 var frekar erfitt, ekki hvað varðar velgengni heldur frekar þegar kemur að einkalífinu og þá var maður smá slæmur á köflum. Mamma tekur alltaf eftir þessu. Það var allskonar erfitt í einkalífinu og ekki hjálpar að fara í sóttkví, ekki það að ég sé eitthvað á móti sóttkví, bara maður fær þá allskonar tilfinningar þar. Maður þarf að læra elska sjálfan sig og ég held að ég held að það sé það sem ég þarf að læra að leggja mest vinnu í það af því ég get átt erfitt með það og þá er mikilvægt að byrja læra elska sjálfan sig og það krefst vinnu, en það kemur.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Vilhelm einnig um upphaf hans í skemmtanabransanum, lífið í Portúgal, þátttöku hans í Skaupinu, uppistandið, leiklistina, framhaldið og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Í þættinum fer Villi meðal annars yfir andlega heilsu og mikilvægi þess að huga vel að henni. Hann hefur glímt sjálfur við þunglyndi í töluverðan tíma og hefur sú vinna verið honum erfið á köflum. „Þetta hefur gengið tiltölulega vel. Ég er á lyfjum og hef síðan verið að hitta sálfræðinginn minn núna í janúar aftur. Mér er mjög annt um andlega heilsu fólks og það sé hægt að tala um það opinberlega, sérstaklega hjá ungum karlmönnum því karlar reyna oft því miður að harka hlutina af sér og það hjálpar voðalega lítið,“ segir Vilhelm og heldur áfram. „Ég hef átt mjög erfiða daga í gegnum ævina, ekkert nýlega eftir að ég fór að læra að takast á við þá á heilbrigðan máta. Ég er mjög þakklátur Kvíðameðferðastöðinni og sálfræðingnum mínum fyrir að halda mér á lífi. Stundum getur bara verið mjög erfitt að vera til og sérstaklega með einhverja svona nýfundna frægð. Ég veit að frægð á Íslandi er ekkert eitthvað ruglað dæmi, en þetta er mjög lítið land.“ Klippa: Einkalífið - Vilhelm Neto Hann segir að grínið hafi oft hjálpað honum í gegnum erfiða tíma. „Með gríni kemst maður oft að því að hlutirnir eru ekki allir hræðilegir. Þegar ég var yngri var ég ég stundum kominn á hættulegan stað með þunglyndið en hef alltaf náð að vinna mig út úr því. En árið 2021 var frekar erfitt, ekki hvað varðar velgengni heldur frekar þegar kemur að einkalífinu og þá var maður smá slæmur á köflum. Mamma tekur alltaf eftir þessu. Það var allskonar erfitt í einkalífinu og ekki hjálpar að fara í sóttkví, ekki það að ég sé eitthvað á móti sóttkví, bara maður fær þá allskonar tilfinningar þar. Maður þarf að læra elska sjálfan sig og ég held að ég held að það sé það sem ég þarf að læra að leggja mest vinnu í það af því ég get átt erfitt með það og þá er mikilvægt að byrja læra elska sjálfan sig og það krefst vinnu, en það kemur.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Vilhelm einnig um upphaf hans í skemmtanabransanum, lífið í Portúgal, þátttöku hans í Skaupinu, uppistandið, leiklistina, framhaldið og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”