Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2022 13:04 Snjóbíll Björgunarfélags Árborgar er á leið á vettvang. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í nótt og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn, nánar tiltekið í Hermannaskarð, sem er á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Erni Arnarssyni, verkefnastjóra aðgerða hjá Landsbjörgu, er minnst annar mannanna mjög vanur íslenskum vetrarferðum, en þeir voru að skíða á jöklinum. Hafa björgunarsveitarmenn verið í samskiptum við menninna. Búnir að grafa sig í fönn „Það hefur í sjálfu sér ekkert amað neitt að þeim þarna uppi. Það er blautt og kalt, það er kolvitlaust veður,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Vegna veðursins hefur gengið hægt að komast áleiðis til mannanna og snúa hefur við þurft björgunarsveitamönnum á tækjum sem ekki ráða við aðstæður. Öflugir snjóbílar eru nú á leiðinni í átt að mönnnunum tveimur. Öræfajökull. Hermannaskarð er milli Vatnajökuls og Öræfajökuls.Vísir/Vilhelm „Í raun og veru er staðan þannig að það eru engin tæki sem ráða við þessar aðstæður önnur en snjóbílar. Við eru þarna með tvo af öflugustu snjóbílum á landinu sem eru komnir á jökulinn,“ segir hann. Ferðamennirnir tveir geta lítið annað gert en að bíða átekta eftir aðstoð. Frá aðgerðum BjörgunarfélagsHornafjarðar í dag.Björgunarfélag Hornafjarðar „Þeir eru að gera allt rétt í viðbrögðum við ástandinu. Þeir eru búnir að grafa sig í fönn og eru komnir ofan í poka,“ segir Guðbrandur sem vonast til þess að veðrið fari batnandi. „Það er búið að vera niður í þriggja metra skyggni, snjóbylur og mikil ofankoma en vindurinn er aðeins að ganga niður. Það er von til þess að það sé að létta til.“ Vanir Tékkar Friðrik Friðriksson, formaður svæðisstjórnar hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, segir allar upplýsingar liggja fyrir um hverjir mennirnir séu og hvernig leiðangurinn átti að vera. „Þeir hafa verið á Íslandi áður og þverað Ísland tvisvar, en þó ekki jökul,“ segir Friðrik. Í bæði skiptin hafi þeir verið á gönguskíðum að vetri til. Um sé að ræða reynda kappa. Verið að flytja snjóbílinn áleiðis á jökulinn.Björgunarfélag Hornafjarðar „Við náum sambandi við þá í gegnum neyðarsendinn með skilaboðum. Síðustu skilaboð sem við sendum voru klukkan tólf þegar við óskuðum eftir því að þeir kveiktu á snjóflóðaýlunum,“ segir Friðrik. Klukkan var um 13:30 þegar þegar fréttastofa náði tali af Friðriki. Þá sagði hann áhyggjur vera að Tékkarnir væru fentir í kaf því ofankoman væri gríðarleg. Veður væri þó að skána. „Fullt af tækjum eru komin upp á jökul. Sleðar og snjóbílar eiga svona 12-14 kílómetra í punktinn,“ segir Friðrik. Hraði farartækjanna sé um 14 kílómetrar á klukkustund svo vonir standi til að vera komnir á staðinn eftir um klukkustund. Frá aðgerðum björgunarsveitarinnar.Björgunarfélag Hornafjarðar Á jöklinum.Björgunarfélag Hornafjarðar Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í nótt og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn, nánar tiltekið í Hermannaskarð, sem er á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Erni Arnarssyni, verkefnastjóra aðgerða hjá Landsbjörgu, er minnst annar mannanna mjög vanur íslenskum vetrarferðum, en þeir voru að skíða á jöklinum. Hafa björgunarsveitarmenn verið í samskiptum við menninna. Búnir að grafa sig í fönn „Það hefur í sjálfu sér ekkert amað neitt að þeim þarna uppi. Það er blautt og kalt, það er kolvitlaust veður,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Vegna veðursins hefur gengið hægt að komast áleiðis til mannanna og snúa hefur við þurft björgunarsveitamönnum á tækjum sem ekki ráða við aðstæður. Öflugir snjóbílar eru nú á leiðinni í átt að mönnnunum tveimur. Öræfajökull. Hermannaskarð er milli Vatnajökuls og Öræfajökuls.Vísir/Vilhelm „Í raun og veru er staðan þannig að það eru engin tæki sem ráða við þessar aðstæður önnur en snjóbílar. Við eru þarna með tvo af öflugustu snjóbílum á landinu sem eru komnir á jökulinn,“ segir hann. Ferðamennirnir tveir geta lítið annað gert en að bíða átekta eftir aðstoð. Frá aðgerðum BjörgunarfélagsHornafjarðar í dag.Björgunarfélag Hornafjarðar „Þeir eru að gera allt rétt í viðbrögðum við ástandinu. Þeir eru búnir að grafa sig í fönn og eru komnir ofan í poka,“ segir Guðbrandur sem vonast til þess að veðrið fari batnandi. „Það er búið að vera niður í þriggja metra skyggni, snjóbylur og mikil ofankoma en vindurinn er aðeins að ganga niður. Það er von til þess að það sé að létta til.“ Vanir Tékkar Friðrik Friðriksson, formaður svæðisstjórnar hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, segir allar upplýsingar liggja fyrir um hverjir mennirnir séu og hvernig leiðangurinn átti að vera. „Þeir hafa verið á Íslandi áður og þverað Ísland tvisvar, en þó ekki jökul,“ segir Friðrik. Í bæði skiptin hafi þeir verið á gönguskíðum að vetri til. Um sé að ræða reynda kappa. Verið að flytja snjóbílinn áleiðis á jökulinn.Björgunarfélag Hornafjarðar „Við náum sambandi við þá í gegnum neyðarsendinn með skilaboðum. Síðustu skilaboð sem við sendum voru klukkan tólf þegar við óskuðum eftir því að þeir kveiktu á snjóflóðaýlunum,“ segir Friðrik. Klukkan var um 13:30 þegar þegar fréttastofa náði tali af Friðriki. Þá sagði hann áhyggjur vera að Tékkarnir væru fentir í kaf því ofankoman væri gríðarleg. Veður væri þó að skána. „Fullt af tækjum eru komin upp á jökul. Sleðar og snjóbílar eiga svona 12-14 kílómetra í punktinn,“ segir Friðrik. Hraði farartækjanna sé um 14 kílómetrar á klukkustund svo vonir standi til að vera komnir á staðinn eftir um klukkustund. Frá aðgerðum björgunarsveitarinnar.Björgunarfélag Hornafjarðar Á jöklinum.Björgunarfélag Hornafjarðar
Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17